Smávaxinn bjargvættur af hundakyni.

  Það er ekki af hundakyni skafið, gæði þess og vináttan við okkur mannfólkið.  "Besti vinur mannsins" segir orðtakið.  Zoey, Chihuahuatík búin að sýna og sanna það.  Og tók við eitruðu skröltormabitiniu sjálf, ræfillinn.  Vona að hún jafni sig á þessu, tíkarhróið.

  Afi minn, Guðmundur á Eiðum, var mikil dýragæla.  Hændi að sér "öll dýr" í 10 kílómetra radíus, frá heimili mínu í Eyjum.  Móði mín ekki alltaf jafn hrifin af því og við krakkarnir.  Skipti engu hvort um smáfugla, dúfur, ketti eða hunda var að ræða.  Öll hændust þau að afa.  Villtir smáfuglar og dúfur átu korn úr höndum hans, þar sem hann stóð í fuglaskaranum í Grænuhlíðinni.  Villikettir vöndu komur sínar til hans, í von um afgang af fiski, og hundarnir eltu hann eins og hann væri þeirra húsbóndi og eigandi.  Hann sagði að stundum, að öll dýr væru Guðsgjöf til okkar mannanna, og það væri okkar val hvernig við færum með þessar gjafir.  Verð að viðurkenna, að mér fannst það heldur stórt og mikið hlutverk sem barn, að láta mér annt um "öll" þessi dýr sem Guð hafði gefið okkurHalo.  En er ég óx upp tamdi ég mér að umgangast dýr af gæsku og virðingu, og merkilegt nokk þau virðast skilja það og skynja.  Svo afi og viska hans hefur markað sín spor á barnsálina mína, góðu heilli.  En ég viðurkenni, að einn köttur er mér feykinóg í gæludýraeign, og að gefa smáfuglunum korn á veturnar og öndunum brauð.  En hér er eitt af uppáhalds ljóðakornunum hans afa, sem hann fór oft með og raulaði fyrir munni sér:

                                       Ég skal vaka og vera góð

                                       vininum mínum smáa,

                                       meðan óttan rennur rjóð,

                                       roðar kambinn bláa,

                                       og Harpa syngur hörpuljóð

                                       á hörpulaufið gráa.

 

                                       Stundum var í vetur leið

                                       veðrasamt á glugga;

                                       var ekki eins og væri um skeið

                                       vofa í hverjum skugga?

                                       Fáir vissu að vorið beið

                                       og vorið kemur að hugga.

                                         ----------

                                       Eins og hún gaf þér íslenskt blóð

                                       ungi draumsnillingur,

                                       megi loks hin litla þjóð

                                       leggja á hvarm þér fingur

                                       - á meðan Harpa hörpuljóð

                                       á hörpulaufið syngur.

 

                                                          H. Laxness.

 

   Góðar minningar sem ég á um hann afa minn, og margt gott sem hann kenndi mér í bernsku minni.


mbl.is Hundur bjargar barni frá skröltormsbiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís

Það má segja sama um afa minn heitinn.. Það var alltaf dýra slóðin á eftir honum, hundar, kettir, hænur, heimalingar og svo var einusinni mús sem ellti hann útum allt í fjárhúsunum Það er ótrúlegt hvað sumir laða að sér dýrin!

Hafdís, 24.7.2007 kl. 17:28

2 identicon

Ég á svona ungling, algjör Dagfinnur Dýralæknir. Dregur alls kyns kvikindi með sér heim.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:43

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ef ég réði ein hérna á heimilinu þá væri húsið fullta af dýrum, ég er algjör dýrafrík

Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 20:11

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Jafnvel þótt hann Tony minn migi og skíti á gólfin og er búinn að gera göt á flest sokkapörin í húsinu þá þykir mér vænt um hann, þennan skemmtilega hvutta!

Þetta er svona með okkur í þessari fjölskyldu, erum öll með eitthver dýr, erum miklir dýrlingar!

Kristín Henný Moritz, 24.7.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm.  Þetta er sérstakt fólk, sem laðar dýrin svona að sér.  Hef stundum velt því fyrir mér hvort "hjartahreinir" einstaklingar, séu frekar þessari gáfu gæddir?

Sigríður Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband