19.7.2007 | 12:23
Amma gamla var erfið...
...en á haugana hefði hún samt ALDREI farið! En ég vinn sjálf í öldrunargeiranum, og er víða misboðið hvernig farið er með aldrað fólk og fjármuni þess. Þetta yndislega gamla fólk okkar, á allt gott skilið. Er hafsjór af fróðleik, sögum og upplifunum. Og merkilegt nokk: MYLJANDI HÚMOR! Þvílíkt æðruleysi og lífsgleði ásamt húmor hef ég sjaldan kynnst í jafn miklu mæli og á mínum vinnustað. Og ef ég hefði upp á bestu mögulegu þjónustu að bjóða ALLTAF, þá væri mun meiri tími til að setjast niður og spjalla við gamla fólkið mitt, og eiga með því góðar stundir. Í stað þess að vera á harðahlaupum, endalaust, bara til að tryggja að grunnþörfunum sé sinnt! Á þessu hafa stjórnvöld hér uppi á litla Fróni lítinn skilning, og bara "allt í lagi" að reka öldrunarheimili með "lágmarksmönnun", þar sem annar hver starfsmaður skilur lítt íslensku, eða getur lítið talað hana. Og ekki lítur þetta vel út með framtíðina. Á mínum svartsýnustu stundum, sé ég fyrir mér að vera boðið, háaldraðri kerlingunni, í ferð til TIMBUKTÚ......aðra leiðina. Verð látin mæta niður á höfn í hjólastólnum, ásamt öðrum gamlingjum. Farkosturinn verður risastór "prammi" með "einni ár"! Við síðan dregin af Lóðsinum út á rúmsjó, og sagt "vesgú" góða ferð til Timbuktú!!
Amma gamla í Indlandi á alla mína samúð, en ekki er einu sinni víst að nógu mörg þokkaleg öldrunarheimili, hafi verið reist fyrir gamla fólkið í því þjóðfélaginu. Og næsta víst að biðlistar inn á þau heimili, er til staðar eru, séu 200 kílómetra langir!
Ömmu hent á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já það er alltof lítil virðing borin fyrir gamla fólkinu í dag, einhvern veginn hafa foreldrar gleymt því síðustu árin að kenna börnum sínum að ef gamla fólkið væri ekki þá værum við einfaldlega ekki til, ég bloggaðu um þetta í gær: Virðingarleysi
Huld S. Ringsted, 19.7.2007 kl. 13:34
það er rétt að þörf er á meiri virðingu fyrir öllum góðu og gömlu ömmunum hvar sem í heimi þær eru..
Hér er aftur á móti fjallað um þær í léttum stíl:
http://blog.central.is/sir-magister/index.php?page=viewPage&id=1424691
Kári Elíson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.