Enn af skopmyndum.

  Heldur finnast mér fangelsisdómar þessara manna hafa verið harðir.  Eru orð sögð í hita og heift, ( og af kannski ekki merkilegu tilefni( skopteikningum)), en eigi að síður verður ekki séð, hvort þeir hefðu látið verkin tala í kjölfarið.  Hefði átt að taka tillit til þess í dómunum.  Verður samt að hafa í huga það sem á undan er gengið í Bretlandi, og að bretar telja menn þessa og orð þeirra hættuleg samborgurunum.  Tel ég að það sé "heiftin" og blóðþorstinn í orðum sakborninga, sem vegur þyngst, þegar þeir voru dæmdir.  Og þar stendur ef til vill hnífurinn í kúnni.  Þessi yfirgengilega og óskiljanlega heift, þegar heittrúuðum islömum finnst á sig og trú sína hallað.  Vekur upp ótta og skelfingu hjá flestum er á horfa og heyra.  Vilja að trúarbrögðum þeirra sé sýnd virðing, sei sei jú.  Skil það vel, og gott mál að Baunarnir báðust afsökunar á skopinu.  En þeir virðast ekki skilja að heiftin og blóðþorstinn í orðum þeirra, vekur hvorki upp virðingu né aðdáun.  Aðeins ótta, skelfingu og viðbjóð yfir talsmátanum.  Þeir ættu að biðjast afsökunar á sínum orðum, alveg eins og Baunarnir á skopinu.  Slyppu þá kannski við að sitja í fangelsi árum saman.
mbl.is Fjórir dæmdir í fangelsi vegna skopmyndamótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband