9.7.2007 | 19:23
Fimmhundruðsjötíuog átta þúsund fyrir kött?
Glætan! Þú færð jafnvel ekki svo mikið, hafir þú verið misnotaður kynferðislega sem barn. Gífurleg sönnunarbyrði þar, og oft og iðulega of mörg ár liðin, segja dómstólar. Veit ekki hvaða hug dómstólar hér uppi á litla Fróni, hafa til katta, en einhvern veginn er ég ekki yfirmáta bjartsýn á, að þeir meti ketti mikils. Svona miðað við framgöngu þeirra í ýmsum málum er að mannfólkinu snýr. Hefði verið annað mál, ef dýrið hefði verið hundur. En við erum afspyrnu "hundavænt" fólk, Frónverjar
, og grannar elda gjarnan grátt silfur lengi" saman, vegna hunda og hundgjamms, hundaúrgangs og lausagöngu hunda! Fara jafnvel fyrir dómstóla, þessi mál fyrir rest, og eru leyst þar. Með "töluverðum tilkostnaði" og fjársektum! Kattargreyin mega hinsvegar eiga sig, held ég, þegar kemur að dómstólum
! Sem mér þykir töluvert skítt og óréttlátt, því ég á þessa líka yndislegu kisu, og ég kæri mig ekkert um, að einhver byssuóður bófi með "forngrip" freti hana niður. Og það án þess að eiga von á túkall í bætur
! Jamm! Hálfgert "hundalíf" þetta kattarlíf!!
Sektaður fyrir að skjóta úr riffli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmm, "ég á" tvo ketti, eða börnin mín, einn fyrir hvort barn. Þetta gefur börnunum ómælda ánægju. En mér finnst reyndar miður skemmtilegt að þrífa upp dauða ánamaðka í blóðkámi á gólfinu eftir þá, eða þurfa að hjúkra hálfdauðum þrastarungum, sem þeir koma með inn til þess að leika sér með. Fyrir utan drulluna sem þeir bera með sér, og hárin út um allt. SIGH ! En þegar börnin eru hjá mömmu sinni verð ég að viðurkenna að það er nokkur félagsskapur að þeim. Þeir eru sko bræður, leika sér mikið, og oft kostulegt að fylgjast með þeim kljást. Stundum vakna ég upp á nóttunni við mikið brambolt og læti. Þá eru þeir að veltast á gólfinu á hlaupum í slagsmálum. Samt aldrei skrækir eða hvæs, þetta er bara leikur. Maður getur ekki annað en brosað. Ég get skilið þá sem vilja þá ekki í garðana sína. Það er reyndar hægt að venja þá á bannsvæði, með því að skjóta í þá með loftriffli, það þarf bara eitt til tvö skipti, þá forðast þeir svæðið. Þeir fá sjokk og smá marblett, ekkert meira. Þetta er ágætis aðferð, og virkar, ef maður hefur þolinmæði til þess að sitja fyrir þeim, og hæfni til þess að hitta.
Njörður Lárusson, 9.7.2007 kl. 22:40
Jamm, látum vera, að verið sé að hræða ketti á brott úr görðum. En að "drepa" kattarræfilinn, eins og stóð í fréttinni, finnst mér ekki rétt. Oft eru það einmitt börn sem eru eigendur katta. Tilfinningalega tengd kisum sínum, og nógu erfitt að missa af slysförum eða elli, þó ekki sé verið að murka úr þeim lífið með byssum líka. Dóttir mín er eigandi kisu okkar, og kisa fær ekki að fara út nema í bandi. En minni 6 ára dóttur finnst ægilegt sport að fara með kisu í "göngutúr", og þær leika sér mikið saman. Og þó ég þurfi að gefa læðuræflinum að éta reglulega, sér dóttirin alveg um "kassann" hennar! Var umsamið í upphafi. Svo það hefur komið mér þægilega á óvart hve skemmtileg dýr kettir geta verið, og góð nálægð við þá. En þetta er minn fyrsti köttur, svo ég hef sosum ekki mikinn samanburð.
Takk fyrir innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.