Slæður?

  Í mörgum löndum islamtrúarmanna er þess krafist,að vestrænar konur sýni virðingu, með því að klæðast slæðum og síðum pilsum! Og vestrænar konur taka það flestar ljúflega til greina!  Mín skoðun er sú, að konur af islamtrú eigi að sýna vestrænum konu sömu virðingu, og klæðast samkvæmt tísku og tíðaranda viðkomandi lands!  Ef slæður eru ekki til siðs, þá um að gera að sleppa slæðunum!  Sýnir vilja þessara kvenna til að aðlaga sig að framandi þjóðfélagi og nýjum siðum, og flýtir fyrir að þær verði teknar inn í þjóðfélagið, ekki sem islamtrúar, heldur sem "venjulegar konur"!  Mega hafa sína trú eftir sem áður, iðka hana og kenna sínum börnum.  En vera um leið virkir og jákvæðir þegnar í nýja þjóðfélaginu, og ríghalda ekki í fornlegheit og það kasta trú sinni framan í fólk við hvert tækifæri,með klæðaburði og öðru!  Nú, og sumstaðar eru slæður í tísku.....!
mbl.is Deilt um höfuðslæður múslímakvenna á danska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu ekki bara setja á fatabúð ríkisins? Dress code á götum úti. Þó að sum lönd hafi fasistalög þá þýðir það ekki að við þurfum að gera það líka. Að þvinga konur til þess að ganga með slæður í sumum löndum er eitthvað sem við eigum að fordæma, að hafa þetta öfugt og banna slæður er alveg jafn slæmt. Norðurlöndin afsökuðu skopmyndadeiluna með frelsi, að banna svo slæður er óendanleg hræsni.

Ég vil að vesturlönd verði áfram fulltrúar frelsis, meðal annars í tjáningu og trúarbrögðum. Þó að sum lönd hafi afskipti af trú eða klæðnaði fólks þá þýðir það ekki að við eigum að gera það líka. 

Geiri (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:10

2 identicon

Slæðurnar eiga ekkert erindi í Evrópu. Þetta er tákn um kúgun á konum í gegn um aldir slæðurnar  aðskilja Konur Íslam frá okkur hinum. Burt með slæðurnar!!! Flott blogg hjá þér Sigríður S. gg tími til kominn að við konur látum í okkur heyra. Geiri þú ættir að skammast þín og smella þér í ferð til nágrannalanda þinna og skoða ástandið þar. Svar þitt lýsir eindæmri vanþekkingu.

Sigridur B (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 07:34

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir hlý orð!  Er sammála síðasta ræðumanni!  Það er nefnilega furðuleg hræsni í gangi, með þennan klæðaburð á islömsku konunum!  Við, þær vestrænu krafðar um að virða klæðnað þennan í löndum islama,  og jafnvel verðum að klæðast eins og þær, er við sækjum þau lönd heim, en erum svo að sama skapi ásakaðar um fordóma og frelsishöft, ef við förum fram á hið sama "heima hjá okkur"!  Botna lítið í þessu, á stundum!

Sigríður Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 15:17

4 identicon

Vil  nú bara benda á það að flest múslimalönd (þar sem meirihluti íbúa eru múslimar) eru ekki með neinar reglur eða lög sem skylda konur, innlendar eða erlendar, til að ganga með slæðu.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Takk fyrir það!  En landslög í löndum þessum, stangast einmitt oft á, við "lög trúarinnar" í þeim, ef tala má um slíkt!

  Kveðja S.! 

Sigríður Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 18:59

6 identicon

En það er ekki verið að neyða erlendar konur sem koma til meirihluta múslimalanda að ganga með slæður en það voru einmitt rökin þín fyrir því að það ætti að banna konum að ganga með slæður í Evrópu. 

Sigrún (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Mikið rétt!  En iðulega les maður það í fréttum að vestrænar konur "fá" jafnvel ekki að koma inn í þessi lönd, úr flugvélunumvélunum, fyrr en þær hafa hulið hár og fætur!  Þeim er þá í sjálfsvald sett hvort þær gegni því, eða snúa við svo búið!  Flestar held ég að velji að hlíta "óskinni" um slæðuna og síða pilsið, heldur en að fara öfugar til baka! 

Sigríður Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 20:43

8 identicon

Og hvaða lönd eru það sem slíkar fréttir koma frá? Sádi Arabía og Íran? Það þykir auðvitað ekkert fréttnæmt að einhver íslensk kona hafi flogið til múslimalands og labbað þar út úr vélinni í gallabuxunum og stuttermabolnum sem hún var í þegar hún fór upp í vélina á Íslandi! Eiga Ísland og önnur Evrópulönd að fara að búa til lög af því að 'svona er þetta í Sádi Arabíu'?

Sigrún (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 06:07

9 identicon

Og hvaða lönd eru það sem slíkar fréttir koma frá? Sádi Arabía og Íran? Það þykir auðvitað ekkert fréttnæmt að einhver íslensk kona hafi flogið til múslimalands og labbað þar út úr vélinni í gallabuxunum og stuttermabolnum sem hún var í þegar hún fór upp í vélina á Íslandi! Eiga Ísland og önnur Evrópulönd að fara að búa til lög af því að 'svona er þetta í Sádi Arabíu'?

Sigrún (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 08:11

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  En kannski eru það, einmitt fréttir sem "ættu líka að birtast", því það er vel þegar frjálsræði kvenna í klæðaburði eykst í löndum þessum, og vel þess virði að frétta af slíku!  Ættum kannski auglýsa eftir þeim!  Veit líka að í mörgum islamtrúar löndum er konum vestrænna landa ekki boðið upp á "sérklæðnað" er þær sækja þau heim!  Geta gengið beint inn í sínum stuttbuxum, gallabuxum, kjólum og hverju ekki!  Gott mál!  Og í öllum vestrænum löndum, er ég hef vísiterað, hef ég aldrei orðið vitni að því, að konum islams hafi verið skipað eða "óskað eftir", að þær "afklæddust" slæðunni eða kuflinum, bara til að komast inn í landið!!  Þannig á þetta auðvitað að vera!  Það er bara þetta, að klæðast slæðum og kuflum til virðingar trúarbrögðum, hvar í heimi sem þú býrð, sem mér finnst sérkennilegt, og ekki vel til þess fallið til að aðlagast nýju þjóðfélagi, og ekki síst erfitt fyrir konurnar sjálfar!  Enda rifist um þetta á danska þinginu!  En er auðvitað eitt af umdeildustu málunum í vestrænum þjóðfélögum í dag, þar sem árekstrar margra menningarheima eru að verða daglegt brauð!  En hvert land verður sjálfsagt að leysa þetta fyrir sig, og enginn kominn til með að segja að mín skoðun sé sú alréttasta!  En gaman að spjalla við þig Sigrún, og takk fyrir innleggið!  Þörf umræða!

Sigríður Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 14:42

11 Smámynd: halkatla

ég er fullkomlega sammála þessari grein! Þetta er einföld og eðlileg bón. Þessir svörtu kuflar sem tákna undirokun og oft pyntingar konunnar eru mikið hneykslunarefni fyrir fólk sem er vant lýðræði, tjáningarfrelsi og frjálsum samfélögum - eða ætti amk að vera það. Svo er engin trúarleg nauðsyn að vera í þessum flíkum, enda hefur margoft komið fram að þetta er bara tæki til að viðhalda undirokun kvenna, og svo er líka heilaþvottur í gangi sem gerir MJÖG lítið úr karlmönnum.... þeir mega semsagt ekki sjá í neitt hold án þess að vilja fara að nauðga í gríð og erg

halkatla, 7.6.2007 kl. 20:24

12 Smámynd: halkatla

það eru svo margar tegundir af slæðum, þær eru misslæmar. Ég hef stundum séð múslimakonur hér á landi með slæður um höfuðið og mér finnst það bara mjög flott. Það eru svörtu kuflarnir sem eru skylda í þónokkrum löndum, sem eru að angra mig. Málið er að þó að það séu ekki lög í landinu þá geta vígahópar öfgatrúarmanna samt farið um og angrað eða drepið konur sem klæðast ekki "rétt". Írak, Afghanistan, Pakistan, Gaza og fleiri staðir þurfa að díla við það á hverjum degi. Svo er líka slatti af Islam löndum sem hafa þetta í lögum og kúga konur og pynta á allan hugsanlegan hátt, og ekki bara þær heldur alla aðra þegna líka.

halkatla, 7.6.2007 kl. 20:31

13 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka innleggið Anna Karen! 

  Er sammála þér með það, að því miður eru landslög oft "slöpp" í þessum löndum, og veita konum er klæðast "ekki rétt", litla sem enga vernd fyrir ofstækinu!  Því oft eru ágætis lög í landinu, en engan veginn tekst konum að nýta sér þau, er á hólminn er komið!  Þá eru það kreddurnar sem blíva!  Því miður!  Fáum líka allt of margar fréttir af slíku!

  Kveðja S.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband