4.4.2013 | 15:19
Beint ofan í hyldýpið.
Er sjálf hjúkrunarfræðingur, og hef aldrei lifað
eins svarta tíma starfslega séð.
Vinkona ein, sem þurfti í smá aðgerð fyrir nokkrum árum síðan,
segir reynslu sína ekki góða af heilbrigðiskerfinu.
Mistök voru gerð í aðgerðinni, sem undu upp á sig með
tilheyrandi sýkingum, samvöxtum, neikvæðum áhrifum á
önnur líffæri og hverju ekki.
Konan var beðin afsökunar á mistökunum sem urðu í aðgerð,
en afleiðingum þeirra varð hún að mæta ein, endalausum
aukaverkunum, vanlíðan, þrekleysi og heilsuleysi.
"Það var aldrei litið á mig sem "einstakling", heldur vísaði
hver á annan með þetta einkennið, og eitthvert allt annað með
hitt einkennið. Þarna átti engin heildræn lækning eða hjúkrun
sér stað, ég var hólfuð niður í kassa: Ristilinn í einum, hjartað í öðrum,
móðurlífið í hinum þriðja, nýrun í þeim fjórða og svo framvegis,
og engin bar ábyrgð á neinu".
Sem hjúkrunarfræðingur efast ég stórlega um að vinkona sé
eina tilvikið hér uppi á litla Fróni, sem fær svo slæglega heilbrigðisþjónustu
frá Landsspítala Háskólasjúkrahúss á síðustu árum.
Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur margfaldast,
vinnudagurinn er ein hlaup frá upphafi til enda,
sífellt unnið hraðar til að komast yfir fleiri verki,
arfastress að sinna sjúklingum í stöðugri mistakahættu,
liggjandi í rúmum á GÖNGUM á yfirfullum deildum.
Heilbrigðisstarfólk flest all orðiðt úttaugað, örþreytt og komið
í vöðvabólguhnút af ofurálagi.
Veikindadögum þeirra fjölgar þar með.
Við erum fallin í hyldýpið heilbrigðislega séð hér í voru litla landi.
Fólk bíður margt lengi eftir aðgerðum,
margir geta ekki sinnt störfum sínum á biðtímanum og hætta þar
með skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins.
Mistökum fjölgar, og sjúkir oft lengur að jafna sig eftir veikindi þar með,
og hefja störf sín seinna en ella aftur.
Heibrigðisþjónusta við öldunga er síðan sér kapituli út af fyrir sig,
og verður ekki um það mál ritað að sinni.
En merkileg þykir mér tenging heilbrigðismála við pólitík að þessu sinni.
Gott ef réttur manna til þess að vera heilbrigður og að geta leitað
sér lækninga, verði baráttumál í kosningum, og þó fyrr hefði verið.
En verð að segja að trú mín á fjórflokkunum og getu þeirra til
að grafa heilbrigðiskerfið upp úr "hyldýpinu" er vægast sagt agnarsmá.
Og að kjósa x-D til að redda heilbrigðismálum...er ekki alveg eins gott
að taka inn eitur?
Hundónýtt heilbrigðiskerfið í dag myndi altént REYNA að
bjarga manni.
Flokkur sjálfstæðis með stjórn á heilbrigðismálum?
GLÆTAN!
Góðar stundir, og vonandi verðið þið öll fílhraust fram á dánardag.
Farin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.