Af erfingjum og skondnum nafngiftum.

Ísak með frændum í pottafjöri.  "Ert þú presturinn, manni"?Halo

  Bóndi varð fyrst hálf hvumsa við spurninguna frá

  sjö ára pollanum, en glotti síðan og afsagði það með öllu.

  Húsfreyja hló ásamt öðrum gestum er mættir voru í skírn

  afastráks bónda....og eins árs afmæli litla kútsins í leiðinni.

  "Hvenær kemur eiginlega presturinn", sá sjö ára ekki alveg

  fíla rólegheitin í fullorðna fólkinu, og var hann orðin óþolinmóður

  að bíða klerks, samt með iPad í höndunum og Ísak Aron leikfélaga sinn og bróður

  skírnarbarnsins við hlið sér.

  Ísak Aron, sömuleiðis 7 ára, var öllu heimspekilegri, en hljóp af og

  til frá félaganum með iPadinn að veisluborðinu, og stautaði sig

  í gegnum áritaða skírnartertu litla bróður.

  Þetta var spennandi fyrir 7 ára litla gutta.

  Aðalstjarnan brosti sínu tannlausa eins árs brosi, lét sér fátt um

  finnast og var rasandi hissa á öllu þessu ættingjastóði sem mætt var í hús.

  Loks mætti klerkur, séra Pálmi Bústaðakirkju.

  Sá sjö ára með iPadinn yfir sig spenntur: "Leikur þú prestinn"?Grin

  Sérann glotti, og jánkaði því glettinn.

  Vatnið vígt og blessað sett í fallega kristalskál, og athöfnin gat hafist.

  Ísak Aron fékk að standa við skírnarskálina með foreldrunum.

  Hlynur, stoltur faðir, hélt á þeim stutta undir skírn.

  Sungið.

  Sérann blessaði og síðan:  "Hvað á barnið að heita"?

  Hlynur: "ÍSAK ARON"!W00t

  Gestir sprungu af hlátri, sérann lyfti spyrjandi brúnum...allt

  annað nafn en hann hafði verið látinn skrifa í skírnarvottorðið.Shocking

  Ísak greip fyrir munn sér, og flissaði vandræðalega...áttu að

  vera tveir drengir á heimilinu með nákvæmlega "sama nafn"?Pinch

  Neipp.

  Hlynur rjóður í kinnum vegna mistakana, leiðrétti sig snarlega:

  "ARNAR FREYR".

  Sérann brosti, jós vatninu og Arnar Freyr fékk rétt nafn að lokum.

  Afmælissöngur sunginn í stað "Jesú bróðir besti" fyrir Arnar Frey,

  og síðan sest niður að veisluborði.

  Sérann rifjaði upp aðra skemmtilega skírn á Hvammstanga fyrir

  all mörgum árum í sinni fyrstu messu þar.

  Átti að skíra þrjá drengi, og ákvað í glettni sinni að segja

  meðhjálparanum ekki nöfn drengjanna fyrirfram.

  Sá fyrsti mætti við skírnarfontinn.

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði.

  Næsti mætti:

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði...meðhjálpari birtist skyndilega upp að hlið sérans,

  áhyggjufullur og rjóður í andliti: (Hvíslaði)

  "Séra minn, þú varst búinn með þennan... búinn að skíra Sigurð".Blush

  Prestur sinnti áköfu hvísli meðhjálpara engu, og snéri sér að

  næsta dreng.

  Meðhjálpari hörfaði aftur á sinn stað.

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði....

  "Ertu ekki eitthvað að ruglast, séra minn",  meðhjálpari mættur,

  hvíslandi og angistin uppmáluð.Errm

  Meðhjálpari þannig staðsettur í kirkju að hann heyrði sjaldan lágværar raddir

  foreldra, er þeir nefndu nöfn hvítvoðunga sinna fyrsta sinni, og hélt

  að nú hefði nýi sérann gjörsamlega klikkast af stressi í nýrri kirkjusókn,

  og héðan í frá myndu allir drengir í sókninni heita því fróma nafni:

  "SIGURÐUR ÞÓR"!Tounge

  En það var langt því frá.

  Því svo skemmtilega vildi til þennan dag, að þrennir foreldrar

  ákváðu að skíra drengi sína "sama nafninu" í litlu kirkjusókninni á

  Hvammstanga.Whistling

  Góð saga hjá séranum.Wink

  En Arnar Freyr er skírður og blessaður eftir daginn í dag, og allir

  hurfu glaðir á braut úr veislu.

  Tólf ára djásnið fékk meira að segja ferð í 7-D-bíó í Skemmtigarðinum með Tinnu

  systur sinni, áður en heim var haldið.

  Tengdó eru lögð af stað norður eftir tveggja nátta gistingu í húsi

  húsfreyju, og eru að vonum ánægð með nafngiftir yngsta erfingjans.

  En ljúf frétt þetta af væntanlegum erfingjum Svandísar og maka,

  vonandi gengur vel að "skíra" hjá þeim....Wink

  Góðar stundir á fallegum vordegi hér í borginni við sundin bláu.


mbl.is Ástfangið par í hreiðurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband