22.11.2012 | 14:47
Þar fór það.
Litla Frón sokkið, týnt og tröllum gefið, sjálfsagt
ekki seinna en kl. 21:12 þann 21.12.2012.
Jamm og lönd öll og heimsálfur móður Jarðar...
piff...paff... BÚIÐ SPIL!
Húsfreyja og allt hennar slekt, ásamt jarðarbúum öllum (plús eða mínus 200 manns)
flutt með hraði í "Sumarlandið" þar með.... ja, nema ef svo ólíklega vildi til,
að henni lánaðist að kreista hálfrar milljón króna lán út úr
bankastjóra sínum og skreppa í eina herlega "heimsendaspásferð"
til litla þorpsins Bugarach í Frakklandi (íbúat. 200),
með sína fjölskyldu korteri fyrir Jól.
Þá betra að hafa flugmiðana "one way tickets", ef allar verstu spár rætast,
og húsfreyja skyldi daga uppi í litla, franska þorpi þessu með
skyldfólki sínu.
Bara einn hængur á.
Tvö hundruð hræðurnar í Bugarach vilja ekkert með húsfreyju og
hennar líka hafa, í sínu þorpi síðustu vikuna fyrir Jól.
Biðja frönsk yfirvöld í lengstu lög að bægja frá óvelkomnum
ferðalöngum, í leit að frestun á "Sumarlandsreisu" og lengra
og hamingjuríkara lífi á móður Jörð, frá þorpi sínu.
Sjálfsagt búið að endurskíra öll stúlkubörn og drengi upp á nýtt
þar uppi við Pýreneatinda; Evur og Adamar allt saman, svo
afkomendur tvöhundruðmenningana verði verðugir arftakar mannkyns á jörðu.
Að vísu verður sjálfsagt eitthvað vesen í gangi fyrst eftir hinn
"endanlega" dag hinna, sem ekki auðnaðist að fæðast í Bugarach,
svo sem rafmagnsleysi, matarskortur, sjúkdómar, pestarfár, kuldi og
vosbúð, en það kippa hinir úrvöldu tvöhundruð sér ekki við.
Neipp, græja þetta sjálfir upp á eigin spýtur.
Bara verra að hafa einhverja villuráfandi, ókunnuga fáráða, sem hvort eð er
áttu pantaða ferð í "Sumarlandið", og sem jafnvel öllu myndu vilja ráða við
uppbyggingu menningar og fjölgun á mankyni.
Svo líklega verður bara lokað fyrir "jólaösina" í Bugarach
í seinni partinn í Desember.
Vegatálmar með alvopnuðum lögreglumönnum við
þjóðveginn inn í þorpið, sem og við gönguleiðir um
tinda og fjöll í nágrenninu.
O, jæja.
Húsfreyja sekkur þá bara með litla Fróni...eður ei.
Verður að viðurkenna, húsfreyja, að hún er ekki sérstaklega
trúuð á "heimsenda" þ. 21.12.2012, kl.21:12, fremur
en nokkurn annan heimsenda sem spáð hefur verið,
með reglulegu millibili, af og til allt frá því að
mannkyn hætti að príla í trjám, og tók að yrkja jörð.
Því þeir hafa komið og farið, hver "heimsendinn" af fætur öðrum...
öld eftir öld...alveg hárnákvæmt dagsettir...en
hér dólum við enn, þrátt fyrir það....."endalaust".
Mun líklegra að við séum að sigla inn í nýtt tímabil, hér á
móður Jörð, þar sem mannkyn núllstillir sig aftur inn á
"móðurina" og sínar eigin innri andlegu breytingar,
eða það er tilfinning húsfreyju.
Jú jú, það verða náttúruhamfarir eftir sem áður, enda "móðirin"
orkubolti sem skekur okkur og hristir þá henni þóknast, og
blæs eldi og eymyrju af og til af einskærri gleði yfir því að vera til.
En mannkyn er ekkert að farast (plús eða mínus 200 hræður),
þennan desembermánuð, fremur en nokkurn annan mánuð
í fortíð, nútíð eða framtíð, telur húsfreyja...altént nokkuð
örugg þar til slokknar á sól eða tungl tekur upp á því að
hrynja niður á móður Jörð.
Nema kannski að við þurfum að hafa áhyggjur af .....
21.12.2021!
Góðar stundir og megi allir ykkar "heimsendar" verða friðsælir,
og í guðanna bænum verið ekki að flækjast til Frakklands í
Desember, það er bara endemis "Heimsendavesen"! .
Eini staðurinn sem stendur af sér heimsendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.