25.11.2011 | 18:28
Heyr, heyr!
Mikil góðvild og greiðasemi Færeyinga
í garð okkar Frónbúa er með eindæmum.
Okkar bestu frændur, er mat húsfreyju.
Við eigum að hrinda af stað söfnun, og koma þeim til
hjálpar nú í svartasta skammdeginu.
Ekki gott fyrir litla þjóð sem Færeyinga, að
fá fárviðri með stórtjóni rétt fyrir Jól.
Breytir engu fyrir okkur Frónbúa, þó við
sendum nokkra þúsundkalla hver, til Færeyinga,
erum jafn-dauð fjárhagslega hvort eð er.
Er einlæg von húsfreyju, að vinir okkar Færeyingar
nái að jafna sig vel af báli þessu, sem fyrst, og eigi
gleðileg Jól.
Getur ekki Öggi hætt að ergja sig á landþurfa
kínverjum, og tekið að sér að hrinda söfnun af stað
fyrir þessa ágætu frændur vora?
Góðar stundir og gætið ykkar á hálkunni í snjó
og hríðarbyljum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.