19.9.2011 | 18:14
Skæðar túlípanabakteríur..
...af Shengenstofni þá líklega að herja á
unaðsfagra túlípana hollenskra.
Má kannski kalla hann "Shengencoccus hollandenus"?,
samanber staphylococcus aureus sem er þekkt baktería
meðal manna, og þykir afleit ef hún finnst í þvagi þeirra.
Væri gaman að fregna meira af "rannsókn" þessari á
þrælsýktum túlípönum þarna í Rúmeníu, og jafnvel
enn meira gaman að fá að vita HVERNIG hin
eitursnjöllu yfirvöld Rúmena uppgötvuðu að
hollenskir túlipanar þessir væru fársjúkir.
Kannski hefur grænt...?...gult...?....fjólublátt? HOR
runnið í stríðum straumi niður stilka hinna hollensku
túlípana, á meðan ilman þeirra minnti einna helst á
vel kæsta skötu á Vestfjörðum, viku fyrir "Þollák"?
Nú eða íðilfögur krónublöð þeirr hafa verið útbíuð
í svörtum blettum í "hauskúpulíki"- POISON
tattúverað innanvert á græn blöð þeirra?
Hvað veit húsfreyja.
En finnst illa farið með fallega túlípana, ef þeir reynast
svo bæði alfrískir og Shengencoccalausir.
Dettur þá í hug, húsfreyju, að Rúmenir gætu sent blómadót þetta
yfir hafið upp á litla Frón, hafi þeir þróað með sér mergjað
ofnæmi fyrir "hollenskum" túlípönum.
Gerir ekkert til þó túlípanarnir séu orðnir hálfslappir,
eftir margra daga þrotlausar rúmenskar "sýklarannsóknir".
Frónbúar mikið fyrir falleg blóm, og ekki úr vegi að
rölta með fangið fullt af túlípönum niður á
Austurvöll, og færa "fjórflokkunum" sem þar hafa
ríkt á Alþingi, með kærri þökk fyrir svínslegt svínarí og sukk í starfi
síðustu áratugina.
Getum svo notað afganginn af blómadýrðinni, verði hún einhver,
til að skreyta "tunnurnar" á Austurvelli, um leið og við sláum þær taktfast
og óþreytandi.
En kvöldmatur næst.
Góðar og blómlegar stundir.
Hollenskum túlípönum ekki hleypt inn í Rúmeníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.