8.8.2011 | 13:38
Við eigum öll að sitja við sama borð.
HEYR, HEYR, Páll Óskar.
Í háþróuðu samfélagi manna sætu allir við sama borð,
hver undi glaður við sitt.
Staðreyndin er samt sú, að við búum ekki
í neinu slíku samfélagi, svo þörfin fyrir
gleðigöngur, tunnubarning og bara yfir höfuð
skipulögð mótmæli til að þrýsta á jafnræði og réttlæti
verður ætíð til staðar.
Og flott hjá Palla að "sparka" hressilega í
öfgamenn.
Öfgar aldrei til góðs, að mati húsfreyju.
Góðar stundir á sumarlegum ágústdegi.
Mikil umræða um orð Páls Óskars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 15:37
Frabært að það megi sparka í miðaldra, kristna, hægrisinnaða, hvíta karlmenn. Skammbyssur finnast reynar fáar á Íslandi en það er aukaatriði.
Guðmundur St Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 17:55
Þakka, CrazyGuy.
Guðmundur, ég hélt að ég væri að tala um þetta spark hér..."stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni", bið þig velvirðingar ef þú hefur skilið mig á annan máta. Hef ekkert á móti miðaldra, hægrisinnuðum, kristnum, hvítum karlmönnum yfir höfuð...bý reyndar með einum slíkum og á með honum barn. Öfgamanninn með trúarritið og byssuna á lofti má hins vegar sparka í mín vegna, hvort heldur hann er hvítur, svartur, gulur, rauður, hægri sinnaður eða vinstri á hvaða aldri sem er og fylgjandi hvaða trúarbrögðum sem er, erða trúleysi.
Þakka ykkur kommentin og innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 8.8.2011 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.