6.2.2011 | 22:11
Elsku Drottinn...
..þarna var ég næstum "fokin út af veginum".
Húsfreyja svitnaði og kólnaði á víxl, og hnúar hennar
hvítnuðu á bílstýrinu..."og það með 10 ára djásnið
í aftursætinu".
Það var glettilega hált á köflum, og vindhviðurnar
fyrir ofan Litlu Kaffistofuna höfðu næstum náð bifreið
húsfreyju í hliðarskrið út af veginum.
SJÍSS!
Við lá að húsfreyja fengi mergjað kvíðakast af stressi....andaði örar...
"Andaðu rólega: Eftir hundrað ár verður þetta allt
um garð gengið."
Ralph Waldo Emerson (1803-1882)
Fleyg orð Emersons róuðu húsfreyju svolítið.
Jaso, hún hefði ekki átt annað eftir en að fjúka út í veður og vind,
með 10 ára djásni og sinni herlegu bifreið.
Finnast máske ekki fyrr en í vor einhvers staðar í Kjósinni,
beingödduð og hressilega steindauð.
Brrrrr... það fór hrollur um húsfreyju.
Þvílík fífldirfska var þetta að vaða yfir Þrengslin um
hávetur með 10 ára djásnið, í hálku og éljagangi, hvað var
húsfreyja eiginlega að pæla?
"Meira að segja Guð leggur heiðarlegri dirfsku lið"
Menander(343-291 f. Krist)
Ekki víst að Menander þessi hafi alveg verið kýrskýr, hugði húsfreyja,
og alveg var húsfreyja 100% örugg um að hann hefði aldrei
ekið um frónverska fjallvegi að vetrarlagi.
En gott og vel, húsfreyja ákvað að taka á málunum
af ró og spekt og sönnu frónversku æðruleysi,
kom bifreið sinni niður í 60-70 kílómetra hraða
og ullaði upp í vindinn.
"Með hægð og spekt; því flas er falli næst".
Villi Sheikspír (1564-1616).
Og heim komst húsfreyja heilu höldnu með 10 ára djásn og
herlega bifreið sína, og rann ekki "einu sinni"!
Og það þrátt fyrir éljagang af og til á leiðinni.
Það var múgur og margmenni á bæ múttu húsfreyju
í Þorlákshöfn í dag. Öll barnabörn múttu, 7 að tölu mætt á svæðið,
allar dætur hennar þrjár og svo hrafl af gestum.
Húsfreyja tók í eitt "skraf" (Scrabble) við múttu sína,
á meðan krakkarinr allir trompuðust úti í snjónum, snjóhúsabyggingum,
Það kostaði að sjálfsögðu bæði hlátur og grátur...mest þó hlátur.
Systir í Þorlákshöfn, sem fæddist með "snjóskóflu" í munni,
var að sjálfsögðu úti með sína snjóskóflu á lofti, og heilu
snjóvígin risu ásamt smá-snjóíbúðahverfum í skaflinum
langa við innganginn að húsinu.
"Þú leigir þetta svo bara út" sagði húsfreyja glettnislega,
þegar systir gaf sér 20 mínúta pásu frá snjómokstri.
"Öll verk má inna af hendi á listrænan hátt"
St. Thomas Aquinas.
Var hin ágætasta helgi, að mati húsfreyju, og alltaf
gaman að bregða sér af bæ.
Kötturinn, húsfreyju að vísu eitthvað allur í tjóni yfir
snjónum úti á "snjópalli", en 10 ára djásnið er alsæl með
"hvíta stöffið" sem hylur grund alla.
Bóndi lenti í útskipun að skipan yfirmanna tvo daga í röð!
Þarf svo húsfreyja að skjótast eftir systurdóttur um miðnættið niður á BSÍ.
Er að koma úr Danmerkurför, skvísan.
Góðar stundir og eigið góða vinnuviku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.