2.10.2010 | 13:07
Berja höfðinu við stein.
Svo lengi sem menn muna,
hafa sjúkdómar herjað á mannkyn,
sem á önnur dýr jarðar.
Húsfreyja telur sig heppna að
lifa tíma þar sem ríkið rekur sjúkrahús
með læknisþjónustu og hjúkrunarþjónustu
til hjálpar sínum sjúku einstaklingum uppi á litla Fróni.
Það er þó eitt, sá böggull hefur fylgt skammrifi,
frá því að húsfreyja hóf störf sín sem
hjúkrunarfræðingur, að geisað hefur "kreppa" í heilbrigðiskerfinu.
SPARNAÐUR!
NIÐURSKURÐUR!
LAUNALÆKKANIR!
UPPSAGNIR!
"Öll 27 árin" sem húsfreyja hefur verið að störfum
hefur þetta verið söngurinn.
Á Borgarspítalnum á A-4, með 5 sjúklinga umfram á gangi hverja
bráðavakt.....spara "undirbreiðslur og hanska" á meðan sjúklingarnir
ældu blóði og húsfreyja stóð sveitt við að setja ofan í þá
magslöngur.
Á gjörgæslunni á Landakoti í heil 5 ár, með
fólk á öllum aldri í öndunarvélum, með inniliggjandi
Swan Ganz-leggi inn í hjarta sér og í nýrnavélum fengnar að
láni frá Landspítalanum, snarvitlaust að gera 99 af hverjum hundrað vöktum.
Og á "hundruðustu vaktinni" þegar örlítð svigrúm skapaðist til að anda
á milli blóðþrýstingsmælinga, rannsóknareddinga, sáraskiptinga,
vökvagjafa, blóðgjafa, verkjalyfjagjafa, sýklalyfjagjafa og þvagmælinga
máttu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar pakka
grisjum og túffum fyrir sótthreinsun og brjóta saman "selló".
Og rifa í sundur Bennet-öndunarvélar, þrífa og sótthreinsa
og setja saman aftur.
Kaffipásur og matartímar voru "orðrómur" sem starfsfólk
gjörgæslu heyrði að ætti sér stað á öðrum deildum.
Á Húsavík var húsfreyja með 20-22 rúma sjúkradeild, 4 rúma fæðingardeild
og 33 rúma öldrunardeild á sínum snærum frá kl. 17-08
margoft, því hún vann iðulega kvöld-og næturvakt saman.
Jú, jú, sei sei, norðanmenn hraustir að upplagi
og stundum ekki nema 18 inniliggjandi á sjúkradeildinni
og aðeins ein kona á fæðingardeild með nýfætt kríli,
alltaf fullt á öldrunardeildinni.
En svo voru einnig vaktir þar sem sjúkradeildin var yfirfull,
einn yfir á skoðun, 3 konur fæddar á fæðingardeildinni og ein
í ofurrólegu "malli" eins og ljósurnar orðuðu það.
Og þá brást ekki að hjón kæmu með lítið 3 vikna kríli
blátt og í andnauð með RS-vírussýkingu, apotekarinn
kom í astmakasti og sjómaðurinn frá Akranesi í "stoppi",
mætti ælandi blóði stuttu eftir að öldungur uppi
á þriðju hæð hafði kvatt jarðarlíf sitt og siglt í Sumarlandið.
Og svo mátti húysfreyja rífa sig á lappir eftir 4 tíma svefn
eftir eina klikkaða kvöld-næturvakt
til að mæta á "sparnaðarfund", því heilbrigðisráðherra
var búin að boða 20 milljóna niðurskurð á Húsavík.
Ekki skánaði ástandið í Keflavík, þá húsfreyja mætti þar
til starfa.
"Þið eruð svo stutt frá Reykjavík, Suðurnesjabúar "eiga"
ekki að þurfa svona "fullkomna" heilbrigðisstofnun.
Drífið ykkur bara hingað til okkar í höfuðborginn, ef eitthvað amar að.
Þið eruð alltaf velkomin"!
Fyrir hönd allra góðra Suðurnesjabúa sem hún var svo heppin
að fá að hjúkra og veita þjónustu í 12 ár vill hún svara þessu
makalausa orðagjálfri svona: "Aaaaaaaarrrrgh"!
Spyrjið þá hve mörg ófædd börn þeir telja hafa dáið,
eða hve margir hjartasjúklingar hafa dáið,
eða hve margir heilablæðingasjúklingar hafa dáið....
...á "Reykjanesbrautinni".
Húsfreyja treystir sér ekki til þess.
Og þar var allt skorið við nögl, eins og venjulega.
Bleyjusparnaður, undirbreiðslusparnaður, hanskasparnaður.
Sumarlokanir á skurðstofu og hálfri sjúkradeildinni
árum saman.....deyjandi krabbameinssjúklingum og
öldungum hjúkrað dag sem nótt þrátt fyrir það,
flestir hinna er veikir voru á Suðurnesjum sumarlangt "urðu" að fara til
Reykjavíkur, nema hægt væri að sjá fyrir skjótan bata
á sólarhring eða skemur.
Og auðvitað varð húsfreyja að sinna slysastofu á kvöld- og næturvöktum,
ásamt sinni 22 manna deild á sjúkrahúsi Keflavíkur.
Það var og.
Og enn og aftur er húsfreyju boðaður niðurskurður og
kreppuaðgerðir á sínum vinnustað.
Skerðingu á launum sínum.
Sparnaður í bleyjum, hefur ekki séð undirbreiðslu
í mörg ár, hönskum, mjólk og djúsi, lyfjum (ódýrari lyf valin, þeim dýrari hætt),
rannsóknum og hverju ekki.
Allra leiða leitað til að minnka kostnað.
En naktar staðreyndir standa eftir sem áður óhaggaðar.
Fólk veikist á hvaða aldri sem er.
Fólkl verður gamalt og hjálpar þurfi.
Þá spyr húsfreyja: Vill heilbrigðisráðherra hlynna að þessu fólki
sem áður, veita því þjónustu lækninga, hjúkrunar og ummönnunar?
Og ef svarið er já, hvernig ætlar hann að skera niður
heilbrigðisþjónustu sem búið er að "naga inn að merg"
með sparnaði árum saman, án þess að það bitni á gæði þjónustu?
Húsfreyja telur að heilbrigðisráðherra sé úrræðalaus nema til þess eins
að boða niðurskurð enn og aftur,
og stendur svo eins og þvara í mótbyr og "ber höfðinu við stein".
Góðar stundir.
Flögguðu í hálfa stöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannast viðða
En ég held að það sé sama hversu hátt við grátum - heilbrigðiskerfinu má blæða. En Landeyjahöfn, Héðinsfjarðargöng og what not þarf að opna og viðhalda með pompi og pragt og bruðl og bjánagangur er bara flottur á meðan hann heyrir ekki undir heilbrigðisráðuneytið
Dagný, 2.10.2010 kl. 13:29
Jæja, segðu Dagný. Það má eyða og bruðla í allt ANNAÐ en heilbrigðisþjónustuna. eEns og menn kveiki ekki að þar liggur mannauðurinn í hverjum þeim einstaklingi sem okkur tekst að koma aftur út í þjóðfélagið eftir erfið veikindi, og að baki hverjum þeim öldungi sem okkur tekst að annast um af virðingu og kostgæfni, er útivinnandi fjölskylda.
Sigríður Sigurðardóttir, 2.10.2010 kl. 13:45
Farið að eins og Ecuador, hrindið í burt "pakkinu". Og finnið þið almennilegt fólk til að stjórna.
J.þ.A, (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:41
Frábærlega framsett! Má ég spyrja hvenær varstu á Húsavík?
Eyrún (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:00
góður lestur, skemmtileg framsetning og mikið til í þessu. Hvernig væri að horfa á þá þætti þjóðfélagsins sem þjóðfélagið þrífst á s.s. lögregla, heilbrigðiskerfi, matvæla og mjólkur iðnaður og annar iðanaður og láta allt annað sitja á hakanum, á matar þrífst ekki samfélag, örguggt samfélag er betra samfélag, án heilsugæslu getur fólkið ekki unnið því að það er veikt og án atvinnu getur fólk ekki skapað sér lífsviðurværis..
Helga (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:12
Frábær pistill. Skil t.d. ekki hvernig á að segja upp kanski 1/3 af starfsfólki en halda sömu þjónustu. Hvað var fólkið að gera sem sagt var upp?? leika sér í vinnunni? Þvílíkt bull sem ráðamenn og konur geta stundum látið út úr sér.
Dúna (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:53
ÓMG hvað þetta er flottur pistill hjá þér kollega - þetta er bara svona í alvörunni. Og maður er komin með uppí kok af þessum sparnaði - sem er í raun orðin stór niðurskurður. Launalækkunin er staðreynd hjá hjúkrunarfræðingum, (sem ekki eru með laun miðað við menntun og reynslu) s.s. þeir breyta vinnufyrirkomulaginu sem þýðir minna í launaumslagið og þar fyrir utan hlaupum við hraðar. Hvað endar þetta ? Hver verður fórnarkostnaður? Þegar einhver af skyldmennum fyrirmannanna verður "fórnarkostnaður" þá verður gripið í taumana !!
Mætti ekki skera niður í utanríkisþjónustunni ?? Þar hafa verið peningar í miklu mæli ........ og í yfirbyggingu LSH ....... t.d. Mannauðshöllin ......
Sorrý kollega - ætlaði ekki að fara hamförum hérna en get ekki orða bundist.
Nú er orðið spurning að verja heilbrigðisþjónustuna áður en hún verður lögð niður !!
Sigrún Óskars, 3.10.2010 kl. 09:52
Aldeilis brilliant að fá svona góð viðbrögð við pistlinum mínum, þakka ykkur öllum kærlega. Ætla að reyna að svara ykkur öllum.
Kæri J.þ.A, já all oft og of oft langar mig að senda forráðamenn alla í "geysilangt" frí frá störfum þega kemur að heilbrigðismálum, hvar "ALMENNILEGA" fólkið er svo niðurkomið, er svo eitt af stærstu leyndardómum jarðar. Eyrún þakka þér kærlega, ég var á Húsavík júlí 1989 - sept. 1990 og fílaði það í tætlur....fyrir utan sparnaðarkjaftæðið.
Já og kærar þakkir Helga, flott innlegg hjá þér. Er algjörlega sammála þér...grunnþarfirnar í þjóðfélaginu þurfa að vera í lagi, annars hrynur allt ef fúnar eru undirstöðurnar...sbr. Maslow o.fl. góðir í hjúkrun...og góð heilsa er ein af undirstöðum heilbrigðs samfélags. Takk fyrir þetta.
Þakka þér kærlega Dúna. Já mætti halda að maður væri bara að dingla sér við að leggja kapal í tölvunni daginn út og daginn inn, drekka kaffi og lakka á sér táneglurnar, svo mikla lítilsvirðingu sýna yfirmenn okkar iðulega störfum okkar. Á meðan hlaupum við sífellt hraðar, ofurskipulagðar, taugatrekktar með blóðþrýstinginn uppsprengdan af vinnuálagi og sresssi. Ja svei því!
Elsku kollega, Sigrún mín, þakka þér kærlega, bara flott hjá þér að blása hressilega. Við erum allar að flippa af álagi og vinnustressi, og svo bjóða okkar yfirmenn okkur upp á "lægri laun" fyrir "sömu" vinnu...svo þeir þurfi ekki að segja okkur upp...dulin hótun....og hverjir hanga svo á hurðahúninum hjá yfirboðurunum sárbiðjandi um störf okkar?.....eru það einhverjir?...þekkjum við þá?...eru það þá hundruð "atvinnulausra" hjúkrunarfræðinga, sem láta sér bjóða hvað sem er launalega séð?.....eða kannski er bara verið að leggja niður "hjúkrun", eins og þú spyrð svo réttilega? Já, og því þarf að skera niður ENDALAUST í heilbrigðiskerfinu....eru þeir háu og vísu yfirmenn vorir búnir að finna upp "lífsins-ELEXÍR" og ENGINN verður veikur meir eða gamall...verður bara að skjóta menn á FÆRI til að koma í veg fyrir offjölgun mannkyns, á 10 ára fresti? Tvöfalt svei!
Sigríður Sigurðardóttir, 4.10.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.