28.6.2010 | 18:07
SKÚBB dagsins...
...nei, vikunnar...eða kannski alls ársins.
Vita Jóhanna og Steingrímur af þessu?
Stjórnarandstaðan?
Og kannski þeir sem er mest um vert að fái fregnir þessar:
Snillarnir í bönkunum okkar!
KREPPU LOKIÐ!
PIFF-PAFF-PÚFF!
Rokin út í veður og vind.
Eins og fyrir TÖFRA!
Meira segja "bankar-beina-leið-til-helvítis-dómurinn" um ólögmæti
myntkörfulána, er ekkert mál samkvæmt þeim "alþjóðlegu"!
Bara fínt mál, en þeir vísu dómarar er kváðu upp um
myntkörfulánin, verða að klára dæmið og
"fræða" bankasnillana um hvernig sé best að draga úr
"skellnum", þá þeir ná botni í Víti!
Því auðvitað fer allt til helvítis hjá bönkunum, verði þeir
að gefa myntokurlánin eftir, það segir sig sjálft...altént ef þú heitir Gylfi!
Komi heimilinum vel!
Bjargi þeim jafnvel frá gjaldþroti og upptöku fasteigna!
Það er aukaatriði segir bankavís Gylfi.
Aðalatriðið er að redda bönkunum, koma þeim aftur í myljandi
gróða, svo hægt verði að greiða út "hagnað reglulega",
"jólabónusa", "sumarbónusa", "ferðabónusa" og "afmælisbónusa"
jöfnum höndum til stjórnenda bankanna.
Svo er lágmark að menn eigi einn krúttlegan 140 fermetra sumarbústað
séu þeir í stjórn banka, og komist í góða laxveiðiá 4 vikur á sumri.
Þeir "alþjóðlegu" telja afnám myntkörfulána ekki þurfa að þýða
"dauða og djöful" fyrir íslenska banka, því síður bankahrun í öðru veldi.
Verði þeim erfitt, en ekki ómögulegt.
Sá sem er heimilislaus hins vegar, atvinnulaus og kominn í greiðsluþrot
er ekki að koma með fé inn í bankana, þvert á móti.
En hitt er svo annað mál, að húsfreyju þykir "þeir alþjóðlegu"
með bjartsýnari einstaklingum á yfirborði móður Jarðar,
ef þeir telja oss arma fjármálavitleysinga út í miðju
Ballarahafi "búna með kreppuna".
Mörum svona í "hálfu kafi" enn um skeið, er mat húsfreyju....
og svo er auðvitað alltaf sá möguleiki fyrir hendi að bankarnir
fari beina leið til helvítis, þrátt fyrir kreppulok...altént
ef þú heitir Gylfi.
En Frónbúar til lukku með "kreppulokin" allir sem einn.
Betra ef satt væri.
Þá er bara að skella sér í það að gera 28. júní að
"almennum frídegi" um alla ókomna tíð, hér uppi á litla Fróni,
og halda árlega upp á hann..."KREPPULOKAHÁTÍÐ"
ala "Goslokahátíð Eyjamanna"!
Góðar stundir og enn og aftur til lukku með "lokin"!
Kreppunni lokið segir AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
16. júní, dagurinn fyrir þjóðhátíðardag reyndist vera mikill vendipunktur á leið til réttlætis í kjölfar fjármálahrunsins. Hvernig væri að þessi dagur yrði framvegis kallaður myntkörfudagur? Svona svipað og bjórdagurinn 1. mars... ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2010 kl. 10:16
Alveg hreint brilliant hugmynd Guðmundur...og við tökum máske framvegis að okkur að "útspökulera" nýja almenna frídaga fyrir Frónbúa..hehehe?!
Sigríður Sigurðardóttir, 29.6.2010 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.