26.6.2010 | 21:43
Það er SUÐ...
...í húsi húsfreyju um þessar mundir.
Alla daga sleitulaust á besta áhorfstíma
sjónvarps.
Bzzzzz...bzzzzz...bzzzzzzz...bzzzzzzzzz!
Meira segja læða húsfreyju kexruglast,
æðir um gólf mjálmandi og leita af "helvísku fluguófétinu"
sem suðar án afláts.
Botnar ekkert í þessu.
Læðist um gluggakistur og starir snörpum kattaraugum
upp eftir gleri.
Leitar dauðleit í hillum kringum sjónvarpið, þar sem
kvikindið suðar sem hæst.
Gáir upp í loft, en sei, sei nei, ekkert einasta
flugugrey á flögri, húsfreyja hendir þeim öllum jafnóðum út
og þær villast inn.
Læða er ósátt.
Hvernig sem húsfreyja reynir að ræða við hana um fótbolta,
og afrísk flugusuðandi fílahorn, botnar læða ekki málið.
Reynist langsamlega best að skella læðu út í band, og leyfa
henni að veiða sér flugur í "eftirrétt", þá fótbolti spilast
í imbanum.
Níu ára djásnið er einnig að fara á límingunum yfir fótboltanum.
Telur þetta LENGSTA leik sem nokkru sinni hefur verið upp
fundinn af mannfólkinu ( Húsfreyja hefur látið það vera að fræða
djásnið um "ameríska fótboltann" og tímalengd hans), og þegar
er svo FRAMLENGT í ofanálag örvæntir djásnið um að fá að kíkja á
uppáhaldsmyndirnar sínar á skjánum nokkru sinni aftur.
Jamm...bzzzzz....bzzzz....bzzzz....bz!
Húsfreyja hefur gaman að fótbolta..hatar helvískt flugnasuðið.
Þakkar sínu sæla að HM verður ekki í S-Afríku næstu árin.
Jamm!
En eigi fyrir löngu brá húsfreyja sér ásamt 9 ára djásni
á heimaslóðir sínar í Vestmannaeyjum.
Þar var 17 júní haldinn hátíðlegur...með lágmarks tilkostnaði,
blöðrulaus, barnaskemmtunarlaus og pylsulaus.
Veðrið reyndi að bæta fyrir, með hlýindum og þurrviðri,
þó lítt sæist til þeirrar gulu.
Brugðu þá húsfreyja og systur hennar á það ráð
að smella sér eina herlega reisu á Sjávardýrasafn þeirra
við Heiðaveg.
Þvílík SNILLD!
Frítt inn fyrir börn, 500 kall fyrir fullorðna.
Frábær glerlistasýning í bland við lifandi sjávardýr
gjörsamlega sló í gegn.
Og þegar krakkarnir fengu að vaða með hendur ofan í opið ker
fullt af sjó og taka upp lifandi krabba, ígulker og krossfiska,
var brosað allan hringinn, og brosið fór ekki af andlitum þeirra
það sem eftir lifði dags.
Að vísu var "Kiddi" krabbi í bráðri lífshættu um tíma,
var við það að breytast í "landkrabba"...steindauðan,
svo mikið var hann ofan sjávar, en ljúfur starfsmaður
safnsins benti litla liðinu á mikilvægi þess, að Kiddi krabbi
þyldi aðeins stutt við í einu upp úr sjó.
Litla liðið vildi FLYTJA á safnið, Árni Bæron sagðist geta
sofið á stólunum í fiskibúrasalnum.
Alexander Elí var sá eini sem hafði takmarkaðan áhuga
á lifandi Kiddum og ígulkerum, en mun meiri áhuga á
hálsmenum og öðru skrauti til sölu.
Glysgjarn peyjinn.
Næstu daga var svo klifið langleiðina upp á Molda með
liðið í myljandi þoku og öskugusti...húsfreyja gleymdi
astmapústinu sínu í fjallgönguni...og lá við að hún
steindræpist þegar askan þyrlaðist upp úr mosanum
og inn um vit hennar og kom af stað mergjuðu astmakasti....
þrjóskaðist og fokreiddist og komst upp; fjölskyldufótbolti
spilaður á skólalóðinni, farið að spranga...meira að segja
húsfreyja með sinn "brjósklosaða" hrygg, og rölt í
"500-krónu-búðirnar" eins og níu ára djásnið snarlega skýrði
allar verslanir, sem buðu upp á fallega boli á móður hennar
á 500 krónur.
"Mamma, það er ALLT svo ódýrt í Vestmannaeyjum"!
Je RÆT!
Aðfaranótt sunnudags var svo VESENISTAkapitúli út af
fyrir sig.
Ræs um klukkan 3 að næturlagi, fuglinn hljóður í berginu,
en því meiri hávaði og vesen í ballglöðu mannfólkinu.
Einn einstaklingur í vinsamlegu sambandi við systur í Eyjum
(vinnandi þessa nótt) og systurdóttur (einnig vinnandi þessa nótt),
stóð fyrir "opnu húsi" og ofurgóðri loftræstingu um miðja nótt.
Systir í Þorlákshöfn tók málið mjög alvarlega,
enda vön að sjá sína framtíð glæsta og "útidyrahurðina læsta"
næturlangt.
Settist undir feld í eldhúsinu, stóð vaktina og las í "helgu riti"
í leit að visku og vísum fróðleik er leyst gætu fyrir hana
"galopið" mál þetta.
Húsfreyja mætti á svæðið stutta stund úr hlýju bóli sínu,
fyrirskipaði "læsta hliðarlegu og algjöra hvíld" hinum
"örþreytta, útslegna og hljóðláta" vinsamlega einstaklingi.
Skreið síðan aftur í rúmið.
Systir í Eyjum mætti síðan 2 tímum seinna úr vinnu,
og tókst þeim systrum á undraverðan máta að
leysa "galopna hurðamálið", og koma "þeim vinsamlega"
í öruggt skjól handklæða, stórþvotta og skótaus í
forstofunni.
Og kyrrlát nóttin lagðist yfir grænar hlíðar Heimakletts og Helgafells,
og allir sváfu svefni réttlátra.....nema auðvitað
systurdóttir sem stóð í ströngu við að hnoða niðurfallið fólk og
bjarga blóðugu á sjúkrahús.
Hetja stelpan, er mat húsfreyju.
Aldrei dauður tími í kringum húsfreyju og systur hennar.
En djásnið þarf í kompjúterinn.
Restin af ferðasögunni verður að bíða betri tíma.
Góðar sumarstundir...og gangið hægt um gleðinnar dyr.
![]() |
Vuvuzela-suð í myndböndum á YouTube |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf fjör í eyjum systir......
Árný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 21:30
...og verður jafnvel meira FJÖR!
Sigríður Sigurðardóttir, 28.6.2010 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.