Dorrit... New York... og barningur...

vcaine_grimsson  ...er þetta að komast að

  kompjúternum með eina bloggfærslu"

  hugsaði húsfreyja, um leið og hún

  hlustaði á 9 ára djásn og bónda þrasa um

  hvort þeirra hefði setið lengur við tölvuna.

  Djásnið situr við "fésið" og leiki, og bóndi

  við íþróttaleiki og fréttir.

  Síðan þrasa þau og þrátta um þennan eina

  tölvugarm sem til er á heimilinu.

  Djásnið verður sárt, tárast og skellir hurðum,

  bóndi pirrast yfir af hafa misst af marki hjá

  "Úlfunum" og húsfreyja reynir að vera sáttasemjari

  og fá málsaðila til að skipta tíma fyrir framan kompjúter

  jafnt á milli sín.

  Jamm.

  Húsfreyja var aldrei mjög snjöll í vélritun hér

  í den, hefði orðið GLATAÐUR einkaritari,

  svo henni veitir ekki af minnst klukkustund til að

  pistla smá á blogg sittW00t.

  Hennar úthlutaði tími undanfarið við tölvuna er allt frá 30. sek.

  upp í 15-20 mínútur á dag, en lengur fær hún sjaldnast

  að dudda sér við "rafheilann"!

  Svo pistlarnir fæðast og deyja í hugskoti húsfreyju,

  og hverfa inni í óminni gleymskunar að eilífu með

  jöfnu millibiliPinch.

  En veit vart hvað hefur gerst í húsi sínu, húsfreyja í dag.

  Hún er "ein" heima á laugardegi, djásnið horfið á vit dýralífs og

  hoppandi skopps í Húsdýragarði en bóndi er farinn

  að reyna "drekkja" þrálátum axlarverk í sundlaug

  hér í borg.

  Húsfreyja getur dundað sér við pistlaskrif að villd....

  fram yfir hádegi og jafnvel lengur.

  Og hvað?

  Jú, allar hennar snilldarhugmyndir að pistlum eru

  horfnar úr höfði húsfreyjuAngry.

  Piff!

  Draugalegur, hjáróma ómur sem bergmálar í hugskotum hennar,

  af stöku hugmynd, meinlegri skoðun eða snjallri hugsun,

  það eina sem eftir erPinch.

  Ætlaði að rita einn herlegan "hallelújapistil" um

  bankastjóra sem skitu upp á bak og lentu síðan

  inni á Litla Hrauni......í einangrun svo enginn annar

  þurfi að þola af þeim ódauninn!

  En nei!

  Allt fariðErrm.

  Ætlaði að skrásetja eitursnjallar hugmyndir

  um tilurð eldgosa á borð við Eyjafjallajökulsgos,

  með tilheyrandi djöfullegum brennisteinslýsingum

  og eldglærum.

  Púff!

  Fuðruðu upp í frumeindir sínar, hugmyndirnar þærW00t.

  Öfugsnúinn déskoti!

  Húsfreyja er súr.

  Gallsúr!

  Og svei því öllu saman....hún skrifar SAMT!

  Þó ekki verði það allt gáfulegt..Shocking.

  Elskuleg og æruverð forsetafrú okkar Frónbúa

  er ætíð að gera góða hluti fyrir "stórasta"  land í heimi.

  Nú er sú fína frú farin að styðja "öskusölu" í New York!

  Eins og þeir hafi ekki nóg af skít og drullu í þeirri

  herlegu borg þar fyrirWhistling.

  Altént man húsfreyja ekki betur en allt væri

  vaðandi í rusli og skít, brennandi öskutunnum,

  og hrikalegu drasli þá hún rölti um sum hverfin

  í þeirri dýrðarborg hér í den.

  Og ekki gleymir hún vesalings fólkinu sem lá eins og hráviði

  um allt, heimilislaust og allslaust.

  Þurftir ekki annað en að skreppa nokkur skref

  niður 42. stræti af fimmtu breiðgötu með öll sín æðislegu

  flottheit, og voila!

  Þarna var allt vaðandi í óhroða, eymd og skít.

  En nú er sem sagt Dorrit farin að styðja öskusölu

  í New York....eða svo segir Fréttablaðið...ekki lýgur það!

  Fá New York-búar heimsenda fulla flösku af þá "líklega"

  eldfjallaösku fyrir 20 dollara!

  Jamm!  Tuttugu dollara!

  Nefndir eru til sögunnar tveir netkaupmenn sem

  hingað til hafa selt sælgæti á vefnum (Nammi.is), en eru nú

  komnir í bullandi "útrás" í öskunniTounge.

  Þykir húsfreyju líklegt að netherjar þessi verði að

  MERKJA 20 dollara öskuflöskur sínar vel og rækilega,

  svo New York búar hreinlega "éti" ekki drullugráa dýrðina.Devil

  VARÚÐ-BANEITRUÐ ELDFJALLAASKA!!

  VARÚÐ- ASKA BEINT ÚR IÐRUM MÓÐUR JARÐAR!!

  Eða bara :

  FOR HEAVENS SAKE-DON'T EAT THIS SHIT!!!Cool

  Jamm, við eigum frábæra forsetafrú, og sú tekur sér

  aldeilis ýmislegt fyrir hendur.

  Verst að hún er alltaf í einhverju bévítans basli

  með galakjólana sína, blessunin, og illt að

  treysta forseta vorum að mæta með þá í flugi til Danmerkur,

  spúi hér heill jökull eldi, eymyrju og ösku uppi á litla FróniLoL.

  Alltaf gaman að frétta af forsetafrú vorri.

  En fyrst húsfreyja er farin að skrifa um New York,

  þá kemur henni ýmislegt í huga.

  New York var á þeim árum sem húsfreyja vísiteraði

  borgina, skreytt miklum "tvíburaturnum", WORLD TRADE CENTER.

  Lagði húsfreyja ferð sína upp í þá miklu turna og barði

  ægifagurt útsýnið þaðan augum.

  Því New York er ekki einungis borg fátæktar, eymdar og rusls,

  heldur einnig borg stórkostlegrar framkvæmdagleði, menningar,

  arkitektúrs og merkilegs skipulags.

  Þar er lifað hratt og mikið lagt upp úr félagslífi og skemmtunum.

  Er suðupottur menningarheima og borg mikilla öfga.

  Aldrei leiðinleg borg, þó ekki sé allt fallegt eða gott í henni.

  Gælunafn hennar "the big apple" á vel við,

  ef húsfreyja fær að notast við epli vondu stjúpunnar

  í ævintýrinu um Mjallhvít og dvergana sjö.

  Einn helmingur eplisins er skemmdur og baneitraður,

  en hinn ekki.

  Þannig upplifði húsfreyja einmitt New York á sínum tíma.

  Nú kemst húsfreyja aldrei framar upp "tvíburaturnana"

  fremur en nokkur annar á jarðríki.

  Ellefti september 2001 strokaði þá út, og markaði

  djúpt, svart sorgarspor í sál New York-búa.

  Þætti húsfreyju merkilegt að vísitera nú aftur

  "stóra eplið" og athuga hvernig New York-búar kæmu

  hennir fyrir sjónir, en ekki er víst að kreppa og fjárhagur leyfi það.

  En nóg að sinni, enda bóndi mættur úr sundi,

  og þarf án efa að komast í kompjúterinn fyrst

  9 ára djásnið er ekki heimaGrin.

  Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband