Réttarhöld?

althingishus  Yfir fólki sem ætlaði að rífa hressilega

  kjaft fyrir þjóðina, og vera með

  smá pottaslátt og pönnubarning

  uppi á svölum Alþingis?

  Í alvöru?

  Húsfreyja hefur heyrt því fleygt að

  í þingsölum erlendum, hafi það gerst

  að þingmenn hafi barist,

  eggjum, grautfúlum, verið kastað,

  en menn eigi að síður haldið áfram umræðumW00t.

  Hví á þá að lögsækja nokkra Frónbúa

  fyrir "hávaðasamar skoðanir" inn í sölum Alþingis?

  Húsfreyja fylgist stundum með "málaflutningi" sjónvörpuðum,

  niðri á Alþingi, þar sem þeir meiri fjöldi ræðumanna

  svona "suðar" ræðu sína "mónótón", á meðan aðrir "rymja"

  sig í gegnum hana, svo minnir á lélega upptöku af "Hamraborginni"

  frá því um 1920Pinch.

  Örfáir brýna raust sína, og láta hressilega í sér heyra.....

  og á þær ræður hlustar húsfreyja af athygli.

  Svo hún hefði haldið að "nímenningar" þessir, nú fyrir dómi, 

  hefðu aðeins verið eins og hressandi gustur í sölum Alþingis,

  sett svolítið fútt í umræðuna, og örvað menn til að

  láta að sér kveðaHalo.

  En neipp!

  En hvað veit sosum húsfreyja.

  Máske allt í stórtjóni á þingsvölum þennan dag,

  og verið að berja mann og annan.

  Ofbeldi á auðvitað ekki heima í þinghúsi, og rétt

  að koma ofbeldisseggjum út, en aðstæður í þjóðfélaginu

  voru mjög magnaðar á þessum tíma, og fólk

  bálreitt.

  Láta kyrrt liggja, eftir að búið var að rýma, hefði verið

  skynsamlegt að mati húsfreyju.

  Tekur það fram húsfreyja, að hún var ekki á staðnum,

  og þekkir ekki málsatvik.

  Svo mörg voru þau orð.

  Húsfreyja svo á leið í Kringluna með 9 ára djásnið.

  Taka nokkrar rússibanareisur í stigunum,

  kaupa kíwí, yddara og  sveskjur.

  Búin að þvo slatta af þvotti, húsfreyja,

  hengja út í vorblíðuna, týna kettinum...og

  finna hann afturWink.

  Sumarið lætur svo bíða eftir sér, þrátt fyrir að sumardagurinn

  fyrsti sé löngu liðinn.

  En við Frónbúar höfum sosum ekkert annað að gera,

  en að bíða eftir sumri.

  Það er svo "rólegt og huggulegt" að vera stödd í miðju kreppufáriDevil.

  Góðar stundir.  Kíwíkaup næst!


mbl.is Réttarhöldin blettur á réttarfarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband