Bongóblíða og helgardans.

c_documents_and_settings_baldvin_jonsson_desktop_hvammstangi-93-18507_661189  Það var bongóblíða á norðurlandinu

  síðustu helgi, þá húsfreyja mætti

   með 9 ára djásnið, Ísak næstum 5 ára og bónda

  í Vestur-Húnavatnssýsluna.

  Hrútafjörðurinn var lygilega spegilblár,

  og ekki var Miðfjörðurinn síðri.

  Ísakurinn var örþreyttur eftir ægilegustu

  og lengstu bílferð, sem hann hafði nokkurn tíma farið

  og neitaði að snæða kvöldverð hjá langömmu og langafa,

  þó sársvangur væriShocking.

  Níu ára djásnið hristi höfuðið af vandlætingu yfir veseni í peyjanum,

  og snæddi svið af bestu lyst.

  Ísak laumaði nokkrum sviðarbitum í munn sér,

  þegar hélt að enginn fullorðin horfði á,

  og lýsti sig pakksaddan eftir 15 mínútna borðhald.

  Eftir kvöldmat, sjónvarp og spjall hjá fullorðna fólkinu,

  en Ísak og djásn fóru í leik.

  Voru bæði með helling af smádóti og svo Ísak

  með eina allstóra flugvél.

  Bardagar brutust út.

  Ísak vildi hafa bæði "bílskúr og flugskýli" þar sem

  djásnið hafði sett upp "stofu og barnaherbergi".

  Djásnið kom niður í stofu eitt þrumuský, var búin að

  flytja barnaherbergi og stofu þrisvar sinnum fyrir

  Ísak, en allt kom fyrir ekki.

  Flugvél hans ætíð komin ofan á "sófann í stofunni"

  hjá djásninu, og bíllinn upp í "barnarúmið".

  Djásnið krosslagði arma bálreið..."það er ekkert hægt að

  leika við Ísak, hann skemmir alltaf allt fyrir mér"Angry!

  "Svo sparkar hann í mig og potar"!

  Krattsjú....BANG!

  Hurðin upp á loft, skelltist með látum að veggnum.

  "AMMMMMMMMA, hún Bára vill ekki leika við mig"!

  Ísak á háa séinu og einni áttund betur.

  Liðið háttað, sjöttlað niður með ís og ró og friður féll

  á, og svo kom friðsæl nóttin með góðan nætursvefn.

  Afi djásnsins og langafi Ísaks dæmdist í sundlaugarferð

  snemma laugardagsmorgun, með bæði tvö.

  Heppinn að verða ekki að "sveskju" karlinn í heita

  pottinum, því Ísakurinn vildi alls ekki upp úr aftur,

  það var svo gamanDevil.

  Húsfreyja tók að sér stríðsaðila eftir hádegið og

  skrapp í fjöru-og gönguferð með þauHalo.

  Veðrið var himneskt og fjaran með öllum sínum

  leyndu gersemum heillaði.

  Samt lítil hrifning beggja á "beinagrind"

  löngu étins þorsks, sem lá í fjörunni skammt frá

  bryggjunniSick.

  "Oj, mamma, þetta er eins og fiskakirkjugarður hérna",

  djásninu mikið niðri fyrir.

  "Já, og ég drap hann ekki" hrópaði guttinn alvarlegur í bragði.

  Húsfreyja flúði með liðið í hreinni fjöru.

  Vinaleg brún hæna, sem kom kjagandi úr hænsnahúsi niður hól

  og niður í fjöruna, vakti stormandi lukku.

  Ísak vildi klappa henni, en djásnið bannaði allt slíkt,

  enda gat hænan goggað í smáa fingur og

  svo gat hún "truflast alvarlega" við það, og hætt að

  verpa eggjum, yrði hún hrædd.

  "Og þá fáum við bara engin egg að borða, Ísak"

  djásnið var mynduleg og systurleg í orðum við frænda sinn.

  Húsfreyja glotti með sjálfri sér að djúpri visku

  dótturinnar, og sá að ekki þýddi að hætta á að

  hænur Hvammstangabúa yrðu "alvarlega truflaðar",

  og kom liðinu upp með á og undir brú.

  Þar áin víða botnfrosin, svo hægt var að ganga þurrum

  fótum yfir.

  Djásnið vildi "renna" sé að sléttum ísnum, en Ísakurinn

  rauk þá í það að hoppa og stappa á ísnum

  og mylja hann og brjótaPinch.

  Djásnið setti í brúnir.

  Þrumuveður í aðsigi og bardagar lágu í lævi þrungnu loftinu.

  Húsfreyja ákvað að láta slaga standa og ruslaði liðinu heim

  í ömmu- og afakot.

  Vala 5 ára var mætt með foreldrum sínum.

  Stelpurnar ruku upp í leik með smádótið,

  Ísak elti.

  Fullorðna fólkið fékk sér kaffi og spjallaði.

  Ísaka mætti fjórum sinnum niður, tvisvar organdi

  tvisvar klagandi.

  Valan mun stífari en Báran að halda sínum hlut,

  og gaf ekkert eftir í pústrum, poti og spörkum,

  þegar guttinn reyndi að fá sínu fram á þann veginn.

  "Auga fyrir auga"..... Pinch.

  Ömmurnar reyndu að hugga pilt, og bentu honum á,

  að það væri betra að "vera með", og láta stríðni,spörk

  og pot eiga sig.

  Sá stutti ekki á því.

  "Ég vil BARA leika við Báru", strákur fúll.

  Stelpurnar komu niður þyrstar.

  Strákur elti þær fram í eldhúsið.

  "Hvenær ætlaðu eiginlega að fara heim, stelpa"?,

  peyjinn ekki alveg klár á nafni Völu.

  Húsfreyja hló með sjálfri sér, þar sem hún

  reddaði glösum og vatni handa skvísunum.

  "Þetta er nú hún VALA frænka þín" sagði hún

  glettnislega við pilt.

  "Vala!  Ætlarðu ALDREI að fara heim"? Ísak

  ákveðinn og fylginn sér.

  En Valan svaraði engu, þakkaði aðeins fyrir vatnið,

  og aftur hurfu frænkurnar upp í leik og fjör.

  Peyjinn varð að láta sér duga flugvélina sína

  niðri góða stund, en fór svo út á róluvöll

  með frænkunum síðdegis.

  Bara vesen!

  Svona og svona samkomulagið litla guttans við

  frænku sína Völu og móðursystur, djásnið.

  En afi reddaði öllum þrem í sund á sunnudeginum,

  hvorki drukknaði né varð að sveskju, þó honum

  dveldist lengi morguns með liðið.

  En fyrsta ferð Ísaks norður, foreldralaus, gekk bara bísna vel,

  svona miðað allt og alltWink.

  Í dag lenti húsfreyja svo í  all háskalegum dansi

  með 9 ára djásninu og Elinórunni.

  Skellti sér á skautasvellið í Egilshöll með skvísurnar...

  á skauta!

  Húsfreyja hélt að þetta yrði ekki mikið mál,

  enda "alvön" að skauta á Vilpunni í Eyjum á

  gömlu skutunum  hennar múttu sinnar hér í denWink.

  Hva?  Þó að hún hafi ekki stigið á skauta síðan

  stuttu eftir 12 ára afmælið sitt!

  Iss.

  Bara spurningin um að finna jafnvægið á ísnum.

  Rææææt!

  JAFNVÆGIÐ!

  VóóóvShocking!

  Húsfreyja greip dauðahaldi í vegginn.

  Þar hafði hurð skollið nærri hælum.

  Húsfreyju fannst sem hún heyrði bergmálið af nístandi

  brothljóði í beinum sínum, og fékk hroll upp og niður

  með viðkvæmum hrygg sínumW00t.

  Kannski ekki alveg nógu góð íþrótt fyrir konu með

  "mergjaðan ellihrumleika" í bakiGetLost.

  "Mamma, þú verður að leiða MIG, þú kannt þetta miklu

  betur en ég" djásnið hékk á handlegg húsfreyju.

  Hallelúja!

  Mamma mía!

  Nú voru góð ráð dýr.

  Ekki gat múttan játað sig sigraða, og gert sig að algerum

  aumingja í augum djásnisinsBlush.

  En HAMINGJA?

  Hvað var þetta?

  "Göngugrind"  fyrir "vesalinga" á skautum??

  JESS!

  Húsfreyja reddaði djásninu einni lágri grind

  í einum helv...hvínandi hvelli, og sjálfri sér

  annari heldur hærri.

  Sæla!

  Elinóran löngu komin út á ísinn með eina grind.

  EKKI MÁLIÐ!

  Húsfreyja "skautaði" þvers og kruss um ísinn,

  örugg í sinni göngugrind í tæpa tvo tíma.

  SNILLD!

  En þær slepptu svo allar grindum sínum síðustu

  40 mínúturnar, húsfreyja, djásnið og Elinóran,

  enda allar búnar að finna einhvern snefil af ekkisens

  "jafnvæginu" sem þarf til að geta skautað á hálum ísWhistling.

  En ekki hægt að segja að þær væru vel stöðugar.

  Húsfreyja datt  einu sinni niður á hnén,

  en skvísurnar duttu hlæjandi af og til á botninn

  og skemmtu sér konunglega.

  Jamm.

  Þær vilja fara aftur að skauta Á MORGUNW00t!

  Húsfreyja er enn með hjartslátt yfir því

  að hafa þorað að skauta "göngugrindarlaus"

  stutta stund.

  Hefur ef til vill náð að safna nægum kjarki

  í aðra skautaferð næsta laugardag!

  Kannski!

  Það er svona hugsanlegur möguleiki....!

  En alveg örugglega ef það er fullt tungl næsta laugardag, regnbogi

  á himni klukkan 11 um morgunin og frónbúar

  hafa náð farsælum samningum um "Ísbjörgu"

  við breska og niðurlenskaDevil.

  "ÞÁ" fer sko húsfreyja pottþétt að skautaToungeLoL.

  Góðar stundir og góða helgi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband