Færsluflokkur: Bloggar

23.janúar 1973- Nóttin eina að þriðja sinni.

182230_10151362070413431_1518542139_nGrænuhlíð 20

19. mars 1973. Hús á hálfri annarri hæð, með kjallara og niðurgrafna brunna. 240 ferm.

  fyrir utan brunna.

....... ....... ..... ...... ....... .......

 

   Ég er risin upp við dogg í kojunni í káetunni í Danska Pétri.

  "Mamma, ég þarf að pissa"!

  Mamma stumrar yfir ungu, sjóveiku konunni og litlu

  stúlkunni hennar.

  "Þú verður að fara upp á klósettið, Sigga mín, reyndu að

  stíga ölduna".

  Báturinn stingst fram á við, og veltur síðan snöggt til hægri,

  réttir sig og veltur snarlega til vinstri.

  Ég rígheld í litla borðið, sem gamli maðurinn situr

  nú hálfrorrandi, og dormandi við.

  Varirnar á honum eru bláar, og hann stynur mikið.

  "Hvað er að STÍGA ÖLDUNA"?, hugsa ég um leið

  og næsta bratta alda flengir mér fram að káetudyrum.

  Framan við káetu er þröng á þingi, alls staðar situr fólk,

  ælulyktina slær fyrir vit mér, stæka og súra.

  Ég bíð eftir næstu hreyfingu bátsins og reyni að

  ganga "upp í móti", milli fótanna á sitjandi fólkinu.

  Rétt næ að grípa í stigahandriðið, þegar báturinn

  súnkar skyndilega niður og veltur í allt aðra átt.

  Mér tekst að tosa mér upp stigann.

  Sé pabba, hann er að stumra yfir unglingsstúlku með

  sítt, blautt hár.  Hann vefur utan um hana grátt teppi,

  og reynir að skorða hana sitjandi í skoti við stýrishúsið.

  "Hvar er klósettið, pabbi" spyr ég, og tennurnar glamra í

  munni mér af kulda.

  Pabbi hleypur til að lítilli hurð, en þungri og opnar fyrir mér.

  Enginn salernispappír.

  Löngu búinn.

  "Verður að hafa það, ég er altént ekki að gera "stórt" sem

  betur fer", hér glotti ég að þönkum mínum.

  "Hvar er afi" spyr ég pabba, sem hefur hinkrað við dyrnar

  eftir mér, þegar ég kem af salerninu.

  "Hann stendur við spilið úti á dekki og er bísna brattur",

  svarar pabbi, "en farðu nú strax niður aftur, hér er svo kalt".

  "En er afa ekki skítkalt þarna úti, pabbi", ég með áhyggjur af afa.

  En pabbi er stokkinn af stað, og aðstoðar konu með mikið sjóveikan

  dreng, á að giska 9 ára, að komast inn á salernið.

  Ég sveiflast í áttina að stiganum, með hliðaröldu, spyrni við

  fótum, sný við og kem mér út á dekk.

  Þar mætir mér nístingsköld vetrarnóttin, og ég tek andköf og

  fæ tár í augun, svo kaldur er vindurinn.

  Ég fikra mig í áttina til dökku mannverunnar með derhúfuna,

  sem stendur keik við spilið, og horfir hvössum augum

  út sortann af og til.

  Var lengi til sjós, hann afi minn, Guðmundur á Eiðum, ungur maður,

  og nú dunar honum sjómannsblóðið um æðar, hann hvorki

  finnur til sjóveiki né helkulda.

  "Afi, er allt í lagi, er þér ekki kalt", tennurnar glamra svo hrikalega

  í munni mínum, "að ef ég væri  með falskar tennur, væru þær dottnar

  úr munni mínum af hristingi", hugsunin fæðist með slatta af húmor í kolli mínum. 

  Ég ætla aftur að glotta með sjálfri mér að hugsunum mínum,

  en varir mínar eru stífar af kulda, og bærast ekki.

  "Það er allt í lagi með mig, lambið mitt" svarar afi.

  "Já, við afi þinn erum hressir" segir maður sem situr skammt frá

  afa og veifa pela.

  "Hann afi þinn er þrælgóður, gamall sjóhundur", klykkir pelamaðurinn út með

  og sýpur drjúgt á.

  Pabbi kominn með grátt ullarteppi undir handlegg.

  "Við fundum eitt teppi í viðbót, viltu ekki fá það um herðarnar, pabbi",

  spyr hann afa.

  Afi þverneitar, "farðu með það niður í lest, Siggi, þar margir sem

  eru að krókna úr kulda".

  Pabbi hlýðir.

  "Farðu niður aftur, Sigga mín, ég hef það ágætt hérna" segir afi.

  Strýkur mér yfir hárið, og blikkar mig.

  Ég flý fegin aftur niður í káetu.

  "Ógurlega er þetta löng sigling upp á land, mamma" segi ég

  þegar ég kem niður.

  Mamma játar því, um leið og hún aðstoðar hjartveika manninn, sem

  nú er vaknaður, við að taka hjartatöflu.

  Tvær klukkustundir enn veltumst við í brælunni.

  En loksins!

  Land.

  Við erum komin til Þorlákshafnar.

  Rigning, myrkur að mestu, aðeins grámar örlítið í

  dagsbirtu dagsins 23. janúar 1973.

  Klukkan er hálf tólf fyrir hádegi.

  Pabbi virðist fastur í endalausu Adrenalínkikki.

  Þekkir marga í Þorlákshöfn, karla sem eru að aðstoða

  okkur upp úr bátunum.

  "Sælir strákar", pabbi glaðhlakkalegur, "nú er það hrikalega svart með

  okkur Eyjamenn".

  Bárður, vinur pabba úr Þorlákshöfn, svarar: "Nú, hvað meinarðu, Siggi,

  þið eruð öll að verða hólpin, og komin upp á land"?

  "Jú, sjáiði til, strákar, þegar Guð eyddi Sódómu og Gómorru, þá

  VARAÐI hann íbúana alla við hamförunum, en við Eyjamenn fengum

  ENGA AÐVÖRUN"!  Hér hlær pabbi sínum smitandi hlátri, og

  félagarnir úr Þorlákshöfn geta ekki annað en tekið undir og hlegið með.

  "Alltaf sami gárunginn og léttur á því, Siggi minn", Bárður kreistir hönd

  pabba.

  Við erum vafin í teppi og skellt upp í rútu.

  Einkennilegt hossandi ferðalag eftir holóttum þjóðvegi

  í rúman klukkutíma.

  Sótsvört sandauðn, grár mosi, þoka og loks höfuðborgin.

  Í MH fáum við næringu, Kók og Prins Póló í eftirrétt.

  Stella föðursystir og Róbert mæta og sækja afa.

  Toni föðurbróðir ekur okkur á Framnesveginn til ömmu.

  Amma ætlar að taka okkur inn á heimili sitt.

  Framundan er óvissa, óöryggi, missir og lamandi sorg.

  Martröðin er hafin.

 

  .... ..... ..... ..... ..... ...

  Enn er einn pistill eftir að þessu sinni frá Nóttinni Einu.

  Hann kemur á næstu dögum.

  Ótrúlega snúið að rifja þetta upp enn og aftur.

  Húsfreyja hefur setið hér klökk, þakklát, sorgmædd, brosandi og rasandi hissa.

  En punkturinn yfir i-ið næst.

  Góðar stundir og vonandi hafið þið einhvern fróðleik af

  þessum pistlum húsfreyju.


BROS dagsins.

Sumar júní 2010142  Íslenska þjóðin vann!

  Fékk að kjósa um Icesafe og sagði NEI!

  Forseti vor á heiður skilinn fyrir að neita að

  skrifa undir Icesafe og leyfa okkur að kjósa um málið.

  Og þjóðin hafnaði þeirri hörmung og vildi

  málið fyrir dómsstóla.

  Við gerðum rétt, það hefur sýnt sig nú.

  Íslendingar snillingar að þrasa á alþjóðavettvangi,

  höfum enn engu gleymt frá því að danskur kóngur vildi hér

  öllu ráða og stjórna.

  Húsfreyja óskar sinni þjóð innilega til hamingju með

  unnið mál í Icesafe.

  Kerlingarfálan hún "Ísbjörg" er DAUÐ!Tounge

  HALLELÚJA!

  Góðar og "ICEFREE" stundir.Wink

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23.janúar 1973-Nóttin eina enn og aftur.

gen18  Niður á höfn er undarlegt andrúmsloft,

  klukkan hálf fimm að morgni.

  Þarna eru flestir íbúar Vestmannaeyja mættir.

  Undarleg ró yfir mannskapnum.

  Mamma fer í það að skera niður epli sem hún dregur

  upp úr veski sínu, og gefur okkur systrunum.

  Við systurnar maulum eplið og horfum

  á allan mannfjökldan í kring.

  Pabbi er kominn á spjall við vini og kunningja.

  Slitur af samræðum þeirra fullorðnu berast til eyrna minna:

  "Trúir þú þessu"?

  "Alveg er þetta furðulegt".

  "Fórstu upp að gosstöðvunum"?

  "Sástu hvar gossprungan lá"?

  "Gott að veðrið snérist, annars hefði þetta staðið

  beint yfir bæinn".

  "Já, og heppni að bátarnir voru ekki farnir út,

  það var búið að ræsa klukkan fjögur".

  Ég sé af og til krakka sem ég þekki,

  bekkjarfélaga, krakka úr Grænuhlíðinni

  með foreldrum sínum í mannmergðinni.

  "Það eru allir hér" hugsa ég, "en afhverju"?

  "Hvað erum við að gera hér", ég velti þessu fyrir mér

  stutta stund, og einnig  hví sumir eru að brasa við

  að koma sér um borð í fiskibátana.

  Lögreglan er aftur farin að gala í gjallarhornið.

  Ég er furðu lostin. 

  Það er verið að segja okkur öllum að

  fara upp í fiskibát, því við eigum að fara upp á land.

  "En mamma, ég á að fara reikningspróf á morgun

  í skólanum", ég ekki alveg að ná utan um alvarleika

  málsins, "ég get ekki skrópað í það".

  Mamma slær á þessa þanka mína.

  "Við eigum öll að fara upp á land, Sigga mín,

  það verður enginn hér til þess að mæta í

  reiknispróf upp í skóla, hvorki nemendur né

  kennarar".

  Ég melti þessar upplýsingar.

  Jú,fínt að fá frí í skólanum og sleppa prófi, en

  allt í einu er komin ægileg hugsun í kollinn á mér

  samhliða.

  Svo ógurleg og óttaleg er hún, að ég kýli hana af grimmd niður.

  NEI!

  Pabbi sem hefur skroppið frá í nokkrar mínútur,

  kemur blaðskellandi.

  "Komið þið, við förum með Danska Pétri upp á land,

  og áhöfnin vill endilega koma okkur í káetu".

  Pabbi vinamargur meðal sjómanna.

  Hugsunin hræðilega reynir aftur að þrengja sér

  upp í vitund mína.

  NEI!

  ÞETTA VERÐUR Í LAGI.

  Okkur er skellt upp í Danska Pétur.

  Og fáum káetu, erum heppin.

  Erum 10 saman í fjögurra manna káetu.

  Við fjórar mæðgurnar, ung kona með

  fjórar stelpur á aldrinum 9. mánaða til 10 ára.

  og síðan tengdafaðir ungu konunnar, mikið

  hjartveikur maður, rúmlega sjötugur.

  Við byrjum á því að fara upp á dekk, þegar

  siglt er af stað.

  Eldsprungan blasir við frá Víkinni, líkt og risavaxið

  blæðandi sár á eyjunni okkar, nema "blóðið" storkar

  aðdráttaraflinu og streymir "upp"!

  Þegar við komum nær gosstöðvunum, fer sjórinn

  að sjóða næst landi, og yfir okkur rignir

  sjóðandi heitt gjall sem brennir okkur í andlitið.

  "Brjálað" hugsa ég og klíp mig enn og aftur í handlegginn.

  Og hugsunin frá því á bryggjunni sprengir sig upp í vitund mína,

  þessi sem ég vil alls ekki hugsa, því hún er svo ægileg.

 eldfell-volcano-eruption-1973-westman-islands-iceland Ég stend sem lömuð með heitan vikurinn á kinnum

  mínum og skelfilega öskrandi vitneskjuna í huga mér:

  " Ég  kemst ALDREI heim aftur! 

 ALDREI AFTUR HEIM".

  Pabbi kemur okkur aftur niður í káetu.

  Við látum frá okkur öll teppi niður í lest, þar mikið

  af fólki sem þarfnast þeirra meira í ískulda nætur.

  Allir eru sjóveikir í káetunni, nema ég og litla

  níu mánaða stúlkan sem sefur undir lítilli barnasæng

  í kojunni hjá mér.

  Það er kalt.

  Ég get ekki sofið fyrir kulda og skrýtnum

  hugsunum.

  Móðir stúlknanna fjögurra er fárveik, og kallar stöðugt

  eftir litla barninu sínu, er með litlu 3-4 ára stúlkuna hjá

  sér í koju, sem ælir lítið og sefur sem betur fer vært.

  Mamma reynir að róa hana, elsta dóttir sín gæti þeirrar litlu.

  Ég er hrædd um að hjartveiki maðurinn, sem situr upp

  við dogg við lítið borð

  og stynur stöðugt og líður djöfullega, geti dáið.

  Mamma reynir að róa mig, um leið og hún hendist

  á milli sjóveikra barna og fullorðinna með ælupoka,

  vatn að gefa að drekka, þar til henni verður illt sjálfri

  og skríður upp í koju til systra minna, en þá erum við

  aðeins 30 mínúta stím frá Þorlákshöfn.

  Pabbi kíkir inn af og til, og athugar hvernig okkur farnast.

  Er sjálfur á fleygiferð um allan bát að aðstoða sjóveikt fólk.

  Við erum stödd í rúmlega sex tíma martröð, og sagan er

  enn ekki öll sögð.

 -------------------------------------------

   Hér verður húsfreyja að láta slag standa í bili, er á leið í Hörpuna á

  tónleikana "Yndislega Eyjan mín".

  Meira næst.

  Góðar stundir.

 


23.janúar 1973- Nóttin eina.

 hbefore  Minning- 1.

  Við systurnar stöndum ásamt afa, Guðmundi á Eiðum og

  mömmu á pallinum fyrir framan

  kjallaradyrnar á Grænuhlíð 20.

  Mamma heitir Kristín Anna, og er Reykvíkingur,

  en búin að búa í Eyjum frá árinu 1959.

  Við erum komnar í kargþykkar lopapeysur

  og vetrarúlpur, systurnar, en afi er gráklæddur

  frá toppi til táar og hefur dregið sixpensarann

  vel niður yfir efsta hluta eyrnanna.

  Það er kalt.

  Og þó að klukkan sé aðeins rúmlega fjögur

  að nóttu, eru öll hús í botnlanganum uppljómuð,

  fólk, börn og öldungar á ferli.

  Það á að vera niðamyrkur, fyrir utan daufa lýsingu

  af  ljósastaurunum tveimur í botnlanganum, en í staðinn

  stafar sérstæðri rauðri birtu frá austri á allt umhverfið.

  Mér finnst allt eins og draumkennt, en samt svo ofur

  skarpt og skýrt utandyra.

  Lögreglubíllinn með sitt hjáróma gjallarhorn

  "Allir íbúar Vestmannaeyja beðnir að fara niður að höfn"

  er að fjarlægjast, og hverfur síðan við hornið á Landagötu.

  Mamma, ræðir við Dóru hans Magga múr á númer 22,

  en við hin horfum öll yfir Baldursbráarhólinn hans afa,

  til norðurs.

  Þar norður af húsi Alla á símstöðinni, númer 23,

  er brattur hóll, vinsæll á veturnar hjá okkur krökkum

  í götunni þá snjóað hefur, að renna sér á sleðum og leika sér.

  Við höfðum fyrst öll heyrt torkennilegan hávaða, sem

  yfirgnæfði sérkennilegar drunurnar frá eldgosinu, en síðan ber

  ógurlega sjón fyrir augu okkar.

  Kýrnar af Kirkjubæjunum koma á stökki, já á stökki

  niður hólinn, líkt og veðhlaupahestar.

  Hljóðin sem blessuð dýrin gefa frá sér, nísta inn að

  merg og beini.

  Þær öskra af hræðslu.

  "Hvað er að gerast"? spyr ég afa.

  "Er enginn maður með þeim, afi"?

   Afi horfir hvössum augum á eftir vesalings dýrunum.

  "Jú, það hlýtur að vera" svarar afi í sama mund og við sjáum

  hvar tveir karlmenn koma á harðahlaupum eftir síðustu

  kúnum.

  "Þær eru svona hræddar, blessaðar", afi ekkert nema

  gæðin, þegar dýr eru annars vegar.

  Pabbi, Siggi á Eiðum, skyndilega kominn með reiðhjólið sitt.

  Vippar stórum svörtum poka upp á stöngina á hjólinu,

  og segir okkur að Berti og Nancy á númer 19 ætli að

  skutla okkur niður á bryggju.

  Pabbi læsir húsinu og við röltum þessi 15 skref

  út á horn, þar sem Austurhlíðin mætir Grænuhlíðinni.

  Vindurinn er nístingskaldur í vetrarnóttinni.

  Erla hans Friðriks á númer 18 hóar í okkur.

  "Guð, trúir þú þessu, Stína"?

  Mamma kveður nei við.

  Berti er mættur í hópinn.

  Nágrannarnir í Grænuhlíðinni spjalla svolítið um

  atburði næturinnar.

  Við systurnar horfum á rauðan himininn í austri,

  og síðan í kringum okkur á þennan skrýtna bjarma

  sem litar öll húsun í kringum okkur ljósrauð.

  Heyrum háværan hvíslandi þyt í bland við þungar drunur.

  Okkur er vippað upp á pall á vörubílnum hans Berta.

  Mamma fer inn í bílshúsið með Berta og Nancý,

  pabbi og afi eru með okkur stelpunum á palinum,

  ásamt Magga, barnabarni Berta og Nancýjar.

  Berti ekur út Grænuhlíðina, beygir til vinstri upp

  Heimagötu og síðan aftur til vinstri inn á Austurveginn.

  Á veginum upp á Kirkjubæi fer hann fram hjá Vilpunni,

  en stöðvar síðan vörubílinn á lágri hæð á veginum,

  þar sem gossprungan blasir við.

  Við hoppum niður af vörupallinum.

  Jörðin nötrar undir fótum okkar, og það er

  undarlegur hiti sem berst til okkar með vindinum.

  Við stöndum þögul og horfum á ægilegt sjónarspil

  náttúrunnar.

  Eldsprungan þeytir upp úr 6-8 gígum logarauðum

  strókum tugi metra upp í himininn.

  Kirkjubæina ber við eldinn.

  Það er eitthvað fáranlegt við þetta allt saman.

  "Helgafell er jú löngu "útdautt" eldfjall", hugsa ég og

  klíp mig í fjórða sinn í handlegginn, til að vera viss um

  að ég sé vakandi.

  Allt í einu skelfur allt og nötrar af fítonskrafti.

  Jörðin rifnar út frá báðum endum gossprungunnar,

  eins og örþunnt blaðsnifsi.

  Og nýir eldstrókar þeytast upp.

  Ég tel.

  Tíu....tuttugu.....33 strókar.

  Allt rennur saman í eina ógnar langa sprungu.

  Ég hætti að telja.

  Hitinn og drunurnar hafa tífaldast.

  Skyndilega er ég orðin ógnarsmá.

  Líkt og sandkorn á óendanlegri strönd eilífðarinnar.

  Og úthafsaldan er á leiðinn inn.

  Hér er mannshöndin einskis megn.

  Ég lít á mömmu og segi henni frá þessum þönkum mínum.

  Mamma er sama sinnis, og segir:

  "Við þessa krafta ræður enginn mannlegur máttur".

  Berti skynjar einnig þetta ógnarafl, og segir kominn

  tíma á akstur niður á bryggju.

  Pabbi er enn í miklu adrenalínsstuði, gerir að gamni

  sínu og reynir að fá okkur til að brosa.

  -------------------------------------------------

   Í tilefni af því að 40 ár eru frá gosi í Eyjum, ætlar húsfreyja að

  rita nokkra pistla um þá lífsreynslu sína, svona minningarbrot

  hennar frá NÓTTINNI EINU.

  Svo meira næst Wink.

  Eyjamenn NÓTTARINNAR EINU, til lukku með að hafa lifað af!

  Góðar stundir.

 


Og draumar rætast....

220px-Die_Nornen_(1889)_by_Johannes_Gehrts  .... meira að segja þeir erfiðu.

  Húsfreyja er svona dálítið duló kona, og

  jafnvel borið á því að hún sé á stundum berdreymin.Halo

  Það var aðfararnótt Jóladags 2012, að hún brá sér

  í eina herlega reisu vestur í 101, og vísiteraði

  vinkonur sínar, systur tvær, í draumi.

  Hún hittir að vísu aðeins aðra systurina heima við.

  Þar sem pápi vinkonu hafði tekið upp á því að

  hrökkva upp af, "öðru sinn", því hann er löngu látin í raun,

  í draumi húsfreyju, lá beinast við að húsfreyja aðstoðaði vinkonu

  við að undirbúa jarðarförina.Halo

  Húsfreyja og vinkona sitja við skrifborð í kamesi vinkonu,

  skrifa niður kirkju, prest, sálma, lög, blómamál og gengur bísna vel,

  þegar kona ein á besta aldri snarar sér inn um dyragættina,

  og síðan einnig önnur gustmikil frú, mikið hnigin við aldur.

  Frúrnar gefa það út með hraði að þær séu "systur", hans Snorra,

  látna föður vinkonu.W00t

  Taka nú konur við að "rústa" öllu skipulagi vinkonu og húsfreyju

  varðandi jarðarförina.GetLost

  "Þessi kirkja!

  NEI!

  Þarna myndi Snorrri aldrei vilja láta nokkurn mann greftra sig.

  Og "þennan prest"!   Ekki að ræða það.

  Við erum búnar að fá prestinn, og ganga frá öllu.

  Deginum, sálmunum, krönsum og blómum ásamt erfidrykkju,

  öllu erum við búnar að koma í kring, eins og við vitum að Snorri vill hafa þetta".Shocking

  Vinkona og húsfreyja reyna að malda í móinn, og þrasa við

  frúrnar lengi vel.

  En þeim verður ekki haggað, hinum góðu frúm, og að endingu

  segir sú  yngri af þeim:

  "SVONA VERÐUR ÞETTA OG EKKI ÖÐRUVÍSI! 

  Og svo þið vitið það, er hún URÐUR systir fram í eldhúsi alveg sammála okkur"!W00t

  Þar með yfirgáfu frúrnar herbergið með talsverðum gusti,

  en vinkonur fóru út í sólina og sumarið, rasandi hissa á yfirgangi

  kvennanna, en alveg kveðnar í kútinn.

  Og þá vaknaði húsfreyja og vissi að eitthvert yrði nú slysalegt

  vesenið framundan, hjá henni og vinkonu.

  Jamm.

  Akkúrat!

  Og þann 30. desember 2012

  í kirkjugarði í Reykjavík,

  klukkan þrjú að "staðartíma"

  hrynur húsfreyja ofan á hægri úlnlið sinn og brýtur hann.

  VESEN.Pinch

  Og þann 30. desember 2012

  í Connecticut USA,

  klukkan þrjú að "staðartíma"

  hrynur vinkona illa ofan á ökkla sinn og brýtur hann.

  SLYSALEGT.Pinch

  Eða......örlög?

  Hmmmm.... eða..... hvað?

  Neipp, það ræður enginn við þær "örlaganornir", Urði, Verðandi og Skuld,

  ef út í það er farið.

  Húsfreyja er búin að reyna að tala þær kerlurnar til....HEILA NÓTT!GetLost

  Eins og að pissa upp í vindinn.Pinch

  Vita vonlaust.

  Jæja, eitthvað þurfti húsfreyju samt að fá smá aðvörun frá

  örlaganornunum um "hrunið", svo máske hefur draumur þessi reddað

  henni frá því að dúndra á hausinn og brjóta hann.Whistling

  Hefði verið mun verra að brjóta haus..... þó hægri úlnliður húsfreyju sé ekki

  alveg að samþykkja "slíka endemis ENDALEYSU"!Angry

  "Stígur ekki í vitið, konan, hvort eð er....hruuumpp"!Whistling

  Sá hægri enn að láta húsfreyju heyra það. 

  Jamm, og draumar rætast..... góðir, erfiðir og allt þar á milli.

  Góðar stundir og dreymi ykkur vel.

 


Bara gæsahúð.

HolyGrailBIKARINN

 

   

 

 

 

 

 

   

    

 Einn sit ég yfir drykkju

    aftaninn veturlangan,

    ilmar af gullnu glasi

    gamalla blóma angan.

 

    Gleði, sem löngu er liðin,

    lifnar í sálu minni,

    sorg, sem var gleymd og grafin,

    grætur í annað sinni.

 

    Bak við mig bíður dauðinn,

    ber hann í hendi styrkri

    hyldjúpan næturhimin

    helltan fullan af myrkri.

 

                                   Jóhann Sigurjónsson.

 

  Þetta ljóð Jóhanns er eitt af eftirlætis ljóðum húsfreyju.

  Sterkt.

  Tregafullt og þrungið sterkum tilfinningum.

  Gerist vart flottara.

  Vildi leyfa ykkur að njóta, húsfreyja.

  Góðar stundir.


Brothljóðið.....

 funny_hand_faces_01 ...braut vinalega upp kyrraþögnina í

  Fossvogskirkjugarði.

  Húsfreyja sat flötum beinum á köldum svellbunkanum, og reyndi að

  meta aðstæður.

  Gekk það hálfilla því nístandi sársaukinn í hægri hendi

  virtist framleiða "hugarþoku" í miklu magni í heilbúi hennar.

  Hún dró djúpt andann og ruslaði sér á lappir..... hægri

  úlnliðurinn gargaði af sársauka í mótmælaskyni.

  "Nú hef ég brotið mig" mælti húsfreyja stillilega við systurdóttur.

  "Þú fékkst svaka skell, Sigga" sagði systurdóttir, "en heldurðu að

  þú sért brotin".

  "Jamm, get ekki hreyft hendi og fingur" húsfreyja nokkuð örugg.

  "En reynum samt að finna leiði gömlu konunnar, áður en ég fer á Slysó".

  En ekki fannst leiðið, enda hugsun húsfreyju sífellt þokukenndari og

  háreystin í úlnlið hennar orðin ærandi.

  "Djö.... óþolinmæði er þetta alltaf hreint" húsfreyja sendi úlnlið

  sínum pirraða hugsun, " við ERUM að fara upp á Slysó RÉTT STRAX".

  Þremur korterum síðar var húsfreyja loks mætt á Slysó.

  Úlnliður húsfreyju var aldeilis ekki að sýna neitt sérstakt

  þakklæti og var ORGANDI á háa séinu eftir sem áður.

  "Andsk.... vanþakklæti alltaf hreint" húsfreyja fúl út í 

  útlim sinn.

  Á Slysó var myljandi stuð, fullt út úr dyrum af fótbrotnu,

  handleggsbrotnu og höfuðsáru liði.

  Og sjúkrabílarnir streymdu að með illa dottið fólk í lange baner.

  Síðan var beðið.... og beðið.... og BEÐIÐ!

  Húsfreyja að vanda dró að sér fólk í spjall.... og eftir 5 klst.

  samveru á þröngum biðgangi Slysó á annarri hæð, voru

  allir orðnir kunningjar og perluvinir.

  Komst EINN að frá 17:10 til 20:30, hinir 33 BIÐU.

  Húsfreyja ein af þeim... með gjörsamlega albrjálaðan úlnlið.

  VÁV sá tapaði sér.  

  Tvær Panodyl fékk hún í "boði hússins", en aðalreddingin var að

  fá eina Ibúfen frá aðstandenda"brotamannsins" sem hafði

 komist að kl. 17:30.

  Þá lækkuðu heldu andsk... óhljóðin í úlnlið húsfreyju í tvo tíma,

  en helvítið hélt samt áfram að vera í mergjaðri fýlu.

  Klukkan 21;00 gaf hjúkrunarfræðingur loksins út fína

  tilkynningu.  Búið var að LOKA fyrir frekara rennsli fólks

  í sjúkrabílum upp á aðra hæð, enda sú hæð aðeins opin til

  miðnættis.

  "HALLELÚJA"!  hrópaði húsfreyja upp yfir sig af fögnuði,

  enda nú  á "meðal þjáningavina og kunningja", og fleiri

  tóku undir.

  Og nú gekk þetta glatt fyrir sig.

  Nýju vinirnir hurfu einn af öðrum inn í læknastofur og í röntgen.

  Allir skiluðu þeir sér út aftur í gifsi... með örfáum undantekningum.

  Þeir fáu heppnu óbrotnu, fengu bara vafning og pillu, og útskrift.

  Úlnliður húsfreyju var EKKI einn af þeim heppnu.

  Sei, sei, nei.

  Brotasprungur á þremur stöðum......"SKO" gargaði úlnliður

  á húsfreyju.

  Deyfður, togaður og gifsaður sá hávaðaseggur, og húsfreyja

  slapp út korteri fyrir miðnættið.

  Jamm.

  Í dag "suðar" sá háværi af og til en heldur að mestu leyti kjafti.

  HALLELÚJA.

  Bóndi með 10 manna veislu í kvöld...og handalausa konu.

  GLEÐI.

  Góðar stundir og Gleðilegt Nýtt Ár, og í guðanna bænum

  farið varlega í hálkunni.  Húsfreyja mælir ekki með

  brjáluðum, brotnum úlnliðum að fríka út.IMG_3040

 


mbl.is Beinbrot í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að myrða mann...

  ...vegna lélgrar bíómyndar, er RANGT.

  Og afspyrnu léleg afsökun á mannsmorði.

  Húsfreyja vottar Bandaríkjamönnum samúð vegna

  morðsins á Chrisotfer Stevens, þeirra manni í Líbíu.

  Góðar stundir.


mbl.is Dularfull kvikmynd kveikir í arabaheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaftafellsferð og fleira skemmtilegt.

IMG_2790Bára í Bakkafjöru.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2666                                                                 Bára og Rakel að vaða á

                                                                 Hvammstanga.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2708Reynisdrangar við Vík.

 

 

 

 

IMG_2760                                                      Skaftafell ág. 2012.

 

 

 

 

 

 

IMG_2659

 

 

Við mæðgur, Bára og ég

á Hvammstanga júlí 2012.

 

 

 

 

IMG_2744                                                                                     Svartifoss

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2751Bára við

Svartafoss.

 

 

 

 

 

IMG_2745                                                                                                         Flottur dagur.

 

 

 

 

IMG_2713

Alda í Vík og Bára.

 

 

 

 

 

 

      

 

 

 IMG_2770

             Að vaða fyrir ofan Hundafoss.

 

 

IMG_2737

      

 

 

 

                                                                               Hundafoss.

 

 

 

 

 

IMG_2758       

 

 

 

 

 

Hvönnin í Skaftafelli.

 

IMG_2774

 

 

 

 

 

Við Þjófafoss.

 

 

 

IMG_2749   

 

 

 

 

 

 

 

Hjónaleysin við Svartafoss.

 

       IMG_2776     

 

 

 

 

 

 

             Skógapúki eða bóndi í gljúfurferð.

 

 

 

IMG_2725      

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á tröppugöngu í Skaftafelli.

IMG_2764

 

 

 

 

 

 

 Þrífættur að vaða.

IMG_2778

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fífan var fögur og flott og flottari stelpa að blása.

IMG_2780      

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skógardís.

IMG_2787

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjar frá Landeyjarhöfn.

IMG_2651

 

 

 

 

 

 

Hvammstangi.

IMG_2652

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Baldursbráin brosir blítt.

IMG_2677 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólfífill bjartur og fagur.

 IMG_2670                              

 

 

 

 

 

 

 

 

Gull og rúsínur.

IMG_2703

 

 

 

 

 

 

"Váv Skógarfoss er blautur og stór"!

 

 

 

 

 

 

IMG_2783             

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Núpsstaður.IMG_2789

 

 

 

 

 

 

 

 

Vestmannaeyjar á Laugardegi á Þjóðara.

Þá er þetta komið í bili, vona að þið hafið gaman að.

Góðar stundir.                                                                            


Nú ertu búin að hlaða allt of miklu niður!

 greta4_jpg_475x600_sharpen_q95 "Og kemst ég ekkert inn á netið".Angry

  Húsbóndi horfði verulega pirraður á

  dótturina.

  Ellefu ára djásnið leit særðum augum á

  föður sinn: " En ég hef engu "dánlódað" lengi, pabbi".Errm

  "Af hverju kemst ég þá bara inn á Moggann, og ekkert meir"?,

  það var byrjað að hvessa í bónda.Angry

  Húsfreyja pírði augum á skjáinn í litlu ferðatölvunni,

  kom djásninu til bjargar: " Hér stendur nú að það sé bilun

  í netkerfinu hjá Símanum".Whistling

  Algjört "standstill" varð í sunnudagsmorgunþrasinu, og ellefu ára

  djásnið leit full réttlátar reiði á föður sinn með einu

  þöglu "SKOOOO".W00t

  "Jú það gæti líka verið ástæðan", bóndi varð að bakka,

  "en það eru samt takmörk fyrir því hvað þú getur hlaðið miklu inn"

  stranglega mælt við djásnið.GetLost

  Alltaf betra að eiga síðasta orðið.

  Djásnið sem nýbúið er að læra máltækið "Sá vægir sem vitið hefur meira"

  hjá móður sinni, þagði og þóttist skyndilega mjög upptekið af

  barnaefni fyrir 3- 8 ára smáfólk í sjónvarpinu.Tounge

  Húsfreyja glotti með sjálfri sér, alltaf smá stress í gangi fyrir

  ferðalag.

  Rýndi á fréttir.

  Jú Svíarnir sigursælu í söng voru á forsíðu.

  "Ætli kerfið hafi brunnið yfir í símakosningu Evrópu í gær"?

  hugsaði húsfreyja, um leið og hún reyndi að muna

  upphafstóna Euphorialagsins sigursæla.

  Neipp, ekkert að gera sig, mundi bara "oh, oh, oh euphoria".

  Fínt lag samt og eitt það besta í keppninni, og átti svo

  sannarlega sigurinn skilinn.

  Reyndi að rifja upp Serbíulagið og Aserbædjangaulið.

  Neipp!

  En hún gat þó léttilega raulað DANCE-viðlagið

  rússnesku babúskanna.

  Svoooooo miklar dúllur!Kissing

  Ein lélegasta lagasmíð allra tíma var svo Macedóníulframlagið,

  að mati húsfreyju, þó söngkonan bjargaði því sem bjargað var

  með ágætri rödd sinni.Sick

  Reyndar mörg léleg lög í kepninni í gær en, Macedónía......

  HROÐBJÓÐUR!W00t

  En er að detta í ferðlag, stutt þó, húsfreyja.

  Góðar stundir og gleðilega Hvítasunnuhelgi.

 

 


mbl.is Bilun í netkerfi Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband