Færsluflokkur: Bloggar

Aldeilis vel þenkjandi vegfarandi.

IMG_7590 Blessuð konan má þakka fyrir að að vera á lífi,

 því flestir aðrir en björgunarmaður hennar,

 voru of uppteknir við að mynda "yfirvofandi" andlát  hennarfrown.

 Æði þetta með símamyndatökur virðist farið að

 skerða vitsmuni fólks,

 og getu þeirra til að framkvæma

 lífsbjargandi athafnir.

 Ekki hefði húsfreyju litist vel á það,

 ef Eyjamenn allir hefðu

 neitað að fara upp á land 23 janúar 1973!

 "Erum bara svolítið...klikk....klik..

 uppteknir við að mynda eldgosið,

 klikk...klikk...

 fara ekki fiskibátarnir allir ...klikk...

 klikk..aftur upp á land á morgun"?

KLIKK!

Frábært að blessuð konan komst úr bílnum lítið meidd,

og björgunarmaðurinn á heiður skilinn.

Sæl að sinni


mbl.is Bjargaði í stað þess að taka mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmaspá, heimsendafregnir, voveifleg framtíð.

 funny-chocolate-baby-eating IMG_0564SÚKKULAÐILAUS húsfreyja! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ó vei!

  Arga örvænting!

  Hroðbjóður!

  Panikk!

  Súkkulaði í heiminum BÚIÐ!

  FINE!

  FINISHED!

  CAPÚT!

  Og ekki seinna en korter fyrir tvö 2.október 2020.

  Eftir aðeins 7 stutt ár!

  Hvaða DJÖFULLEGA dagsetning er þetta?

  Hvurslags framtíðarsýn er þetta?

  Á húsfreyja eftir að vakna upp að morgni annars október 2020,

  í "Serotoninfalli", með mergjaða þokuhugsun, heiladoða og utangátta-þankagang?

  Af SÚKKULAÐISKORTI!?

  Ó, húsfreyju arma og vesæla.

  Hún sem hefur af harðýgi og dugnaði einsett sér að breyta vökvabúskap

  síns skrokks með aflmiklu súkkulaðiáti upp á dag hvern,

  og telur næsta víst að sér hafi tekist að breyta vökvamagninu í blóði

  í eðal 75% "kakómassa", á nú lenda í tómum öfugsnúning og fyllast

  af vatnsgutli og steinefnaglundri á nýjan leik.

  Allt hennar erfiði fyrir bí.

  DAUÐI OG DJÖFULL!

  VATN OG TÓMATSSÓSA!

  ANGIST OG SVÍNARÍ!

  Þetta líst húsfreyju ekkert á.

  Gæti orðið hennar banabiti...eða réttara skortur á súkkulaðibita

  gæti orðið henni að aldurtila.

  Húsfreyja vill biðla til þjóða heims að taka nú höndum saman, og

  bjarga eðal-kakótrjám og ýndislegum kakóbaunum frá útrýmingu og

  plöntupestardauða, koma þessari "fæðu guðanna" í hús hið snarasta,

  og rækta villt og galið.

  Og þar með tryggja það að húsfreyja deyji afgamalt hró

  á tíræðisaldri, með bros á vör og sól í hjarta, á meðan brúnir

  súkkulaðitaumarnir leka frá munnvikum hennar niður hökuna

  og síðasti Síríus-súkkulaðimolinn með rúsínum bráðnar í visinni hönd hennar.

  Aaaaa... súkkulaði og rúsínur...þvílík sæla.

  Það er einlæg von húsfreyju að hún þurfi ekki að fara að hamstra

  súkkulaði....yrði ROSALEGA STÓRTÆK, húsfreyja þá.....ekki víst

  að bílskúrinn dygði undir gæðanammið, og það þó hún tæmdi hann

  af öllu öðru dótaríi.

  En góðar stundir og megi öll ykkar ár verða súkkulaðirík.

funny-chocolate-quotes


mbl.is Súkkulaðiskortur yfirvofandi í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Storkur Bond í Egyptalandi.

Stork-Dressed-as-The-Mask---79172  Snar í snúningum, veiðimaðurinn við ána Níl,

  þegar hann varð var við læðupúkalegan og

  dularfullan stork að sniglast við árbakkann.Ninja

  Aha!  Storkur að gjóa fráum augum á veiðimann af og til, teygja sig

  álkulega og "læðast" um á háum leggjum sínum.Pinch

  "Storkur að leita sér að smáfisk, pöddum og öðru smotteríi að éta við

  árbakkann......segðu mér annan....MAMMA ÞÍN HVAÐ".Whistling

  Neipp, hinn egyptski veiðurmaður lét ekki aldeilis plata sig upp úr skónum.

  Ekki þegar hann sá logarauða "njósnabúnaðinn" festan á

  "Stork Bond", á áberandi stað, svo allir athugulir

  Nílarveiðimenn gætu haft varann á og auga með mergjuðum

  spæjara þessum.Tounge

  Veiðimaður setti í fimmta gír, hljóp uppi hinn furðuslegna

  njósnara, sem auðvitað vissi ekki að upp hann hafði komist,

  fangaði  fiðurfénaðinn og kom síðan logarauðu njósnatæki með

  fugli og öllu saman beina leið í hendur lögreglu.

  Og hananú.Halo

  Sjálfsagt einhverjir herjans "útgerðarbófar" sem gert hafa

  illfyglið síspæjandi út af örkinni, til að tryggja að veiðimenn

  Egypta veiði eigi langt umfram "kvóta" í ánni Níl.

  Einhverjir gráðugir fiskibarónar búnir sölsa undir sig allan

  Nílarkvótann, svo ekki einu sinni fátækir veiðimenn með

  10 börn og 4 konur á framfæri sínu mega veiða meira fimm fiska á

  dag.W00t

  Veiðimaðurinn snöggi var aldeilis sigri hrósandi er hann kom

  með spæjarfanga sinn á lögreglustöðina.

  "Þessu pakki kemur sko ekkert við hvað ég veiði mikið".GetLost

  En þá fór heldur að harðna á dalnum með veiðimann og stork.

  Uppnám, öngþveiti og panikk.W00t

  Var fjandans storkurinn ekki aðeins stórtækur ofurnjósnari,

  heldur bévítans "terroristi" í ofanálag.Angry

  SPRENGJA!!W00tW00t

  L0gregla dundaði við það lengi dags að skoða ókennilega

  "rauða" hlutinn sem festur var á storkófétið.

  Hrikalegur hryðjuverkafuglinn, snyrti fjaðrir sínar á meðan og goggaði

  ergilegur í fótleggi og arma þegar hann gat, og baðaði út

  breiðum vængjum vonskulega af og til.....gerði

  hvað hann gat til að skreyta lögreglustígvélin með

  gulgrænu driti sínu.Devil

  "Var verið að gera árás á egypska fiskimenn í stórum stíl með

  sprengjuberandi storkaflokk"?Shocking

  Og hverjum þá, var svona illa við fisveiðimenn Egypta"?

  Stóðu máske "Samtök Fólks með Fiskofnæmi" fyrir árásinni?Tounge

  Og hvar voru þá hinir ófétis sprengjuberandi storkarnir?

  Varla hafði "árásarliðið aðeins sent EITT fjaðrað kvikindi?Shocking

  Höfðu þeir fljúgandi og fiðruðu máske

  villst inn á skotæfingasvæði Egypska hersins,

  þar sem allt væri þá farið í bál og brand, í stað þess að

  flykkjast að bökkum Nílar að salla niður fiskveiðimenn?Errm

  Var þetta "árás"...eða kannski bara eitthvað allt annað?

  Hehehehe.Devil

  Stóðst ekki mátið húsfreyja.

  Skondin frétt atarna.

  Auðvitað var rauða tækið ekki sprengja, aðeins saklaust

  fuglamerkingatæki frá fuglaskoðara.

  En storkræfillinn Nílarfisksglaði mátti dúsa lengi enn

  í fangelsi Egypta.

  Efast húsfreyja stórlega að hann leggi nokkru sinni aftur í það aftur,

  að næla sér í hádegissnarl í ánni Níl.Pinch

  Gerist vetrarsetufugl í Danaveldi og betlar sardínur í dós

  af dönskum bóndaLoL.

  Góðar stundir á þriðjudegi.

  


mbl.is Storkur grunaður um njósnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrnirós var besta barn...besta nafn?

 gilitrutt Það var og.

  "Þyrnirós" orðið gott og gilt nafn samkvæmt Mannanafnanefnd

  uppi á litla Fróni.

  Telur húsfreyja að næst liggi þá fyrir að samþykkja nafnið "GARÐABRÚÐA" 

  sem eðal fínt nafn á stúlkubarni, enda tekur það nafn íslenskri

  beygingu í eignarfalli..."til GARÐABRÚÐU".....og sjálfsagt bullandi

 " mannanafnalöglegt" einnig, eins og nafnið Þyrnirós Wink.

  Nú og fyrst Mannanafnanefnd er komin á myljandi fart í "ævintýrabransanum"

  mannanafnalega séð, væri ekki úr vegi að lögleiða einnig nafnið

  "RUMPUTUSKI" sem arfa flott nafn á drengi og nafnið ÖSKUBUSKA á

  stúlkur.Devil

  Sterkt kæmi þá einnig inn nafnið JÁRN-HINRIK á drengina. 

  Það nafn með bandstriki, sem þótti aldeilis flott hjá

  breskum aðli hér í eina tíð.LoL

  Nú og þá eru kvennanöfnin MJALLHVÍT og RAUÐHETTA klassísk.

  Húsfreyja velkist hinsvegar í vafa með nöfnin SNJÁKA, HANS KLAUFI

  og KJÁNN, og telur að þau munu ekki ná vinsældum hér í landi elds og ísa...

  og ævintýra.Whistling

  Já, en aldeilis flott framtak og gott framlag þetta hjá Mannanafnanefnd til

  auðgunar á íslenskum mannanöfnum.

  Og styttist óðum í það að PRINS og PRINSESSA verði orði fullgild og

  viðurkennd mannanöfn á litla Fróni.Tounge

  Hins vegar vill húsfreyja vara nefnd mannanafna hérlendis við því,

  að vaða síðan beint úr Grimmsævintýrunum inn í frónversku þjóðsögurnar.

  GILITRUTT, MÓRI, GARÚN, ÞORGEIRSBOLI og SKOTTA Sick

  svona ekki beint nöfn sem heilla

  húsfreyju, sem nöfn á blessuð börnin okkar Frónbúanna.

  En kæra frónverska þjóð, til hamingju með nafnið ÞYRNIRÓS.

  Megi það skreyta skírnavottorð margra um alla ókomna tíð.

  Góðar sumarstundir.

 


mbl.is Nafnið Þyrnirós samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og húsið brennur, þó er sungið enn....

100 3446  Sem starfsmaður á Eir hlýtur húsfreyja að gleðjast ósegjanlega

  yfir því að vandi Eirar sé aðeins "tímabundinn".

  Vonar hún að Jón hafi metið stöðuna rétt, svo aftur verði til dæmis

  hægt að ráða fólk í 100% starf, sem lækkað var niður í 75%, ásamt því að

  viðhalda nægri mönnun á hjúkrunardeildum og styrkja þannig

  fagmennsku og gæði í starfi.

  Og tryggja þannig starfsánægju og öryggi, sem ekki síst felst í

  stöðugleika í launum.

  Frábært fólk sem vinnur á Eir, vinnur störf sín af trúmennsku og dugnaði og

  ómaklegt að það verði að taka þátt í að axla 8 milljarða króna hallann.

  Toppnóg að axla bankahrun og kreppu, og þar stendur vinnandi fólk þjóðarinnar enn

  í mögnuðu fjárhagsstappi og ekki sést fyrir endann á þeim hremmingunum.

  Svo mörg eru þau orð.

  Húsfreyja óskar Jóni og stjórn Eirar velgengi í störfum sínum,

  og vonar þeim takist að vinna Eir út úr þessum 8 milljarða vanda

  sem allra fyrst.

  Góðar og "tímabundnar" stundir Grin.


mbl.is Veitir öryggi í brennandi greiðsluvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af erfingjum og skondnum nafngiftum.

Ísak með frændum í pottafjöri.  "Ert þú presturinn, manni"?Halo

  Bóndi varð fyrst hálf hvumsa við spurninguna frá

  sjö ára pollanum, en glotti síðan og afsagði það með öllu.

  Húsfreyja hló ásamt öðrum gestum er mættir voru í skírn

  afastráks bónda....og eins árs afmæli litla kútsins í leiðinni.

  "Hvenær kemur eiginlega presturinn", sá sjö ára ekki alveg

  fíla rólegheitin í fullorðna fólkinu, og var hann orðin óþolinmóður

  að bíða klerks, samt með iPad í höndunum og Ísak Aron leikfélaga sinn og bróður

  skírnarbarnsins við hlið sér.

  Ísak Aron, sömuleiðis 7 ára, var öllu heimspekilegri, en hljóp af og

  til frá félaganum með iPadinn að veisluborðinu, og stautaði sig

  í gegnum áritaða skírnartertu litla bróður.

  Þetta var spennandi fyrir 7 ára litla gutta.

  Aðalstjarnan brosti sínu tannlausa eins árs brosi, lét sér fátt um

  finnast og var rasandi hissa á öllu þessu ættingjastóði sem mætt var í hús.

  Loks mætti klerkur, séra Pálmi Bústaðakirkju.

  Sá sjö ára með iPadinn yfir sig spenntur: "Leikur þú prestinn"?Grin

  Sérann glotti, og jánkaði því glettinn.

  Vatnið vígt og blessað sett í fallega kristalskál, og athöfnin gat hafist.

  Ísak Aron fékk að standa við skírnarskálina með foreldrunum.

  Hlynur, stoltur faðir, hélt á þeim stutta undir skírn.

  Sungið.

  Sérann blessaði og síðan:  "Hvað á barnið að heita"?

  Hlynur: "ÍSAK ARON"!W00t

  Gestir sprungu af hlátri, sérann lyfti spyrjandi brúnum...allt

  annað nafn en hann hafði verið látinn skrifa í skírnarvottorðið.Shocking

  Ísak greip fyrir munn sér, og flissaði vandræðalega...áttu að

  vera tveir drengir á heimilinu með nákvæmlega "sama nafn"?Pinch

  Neipp.

  Hlynur rjóður í kinnum vegna mistakana, leiðrétti sig snarlega:

  "ARNAR FREYR".

  Sérann brosti, jós vatninu og Arnar Freyr fékk rétt nafn að lokum.

  Afmælissöngur sunginn í stað "Jesú bróðir besti" fyrir Arnar Frey,

  og síðan sest niður að veisluborði.

  Sérann rifjaði upp aðra skemmtilega skírn á Hvammstanga fyrir

  all mörgum árum í sinni fyrstu messu þar.

  Átti að skíra þrjá drengi, og ákvað í glettni sinni að segja

  meðhjálparanum ekki nöfn drengjanna fyrirfram.

  Sá fyrsti mætti við skírnarfontinn.

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði.

  Næsti mætti:

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði...meðhjálpari birtist skyndilega upp að hlið sérans,

  áhyggjufullur og rjóður í andliti: (Hvíslaði)

  "Séra minn, þú varst búinn með þennan... búinn að skíra Sigurð".Blush

  Prestur sinnti áköfu hvísli meðhjálpara engu, og snéri sér að

  næsta dreng.

  Meðhjálpari hörfaði aftur á sinn stað.

  "Hvað á barnið að heita"?

  "SIGURÐUR ÞÓR"!

  Prestur skírði....

  "Ertu ekki eitthvað að ruglast, séra minn",  meðhjálpari mættur,

  hvíslandi og angistin uppmáluð.Errm

  Meðhjálpari þannig staðsettur í kirkju að hann heyrði sjaldan lágværar raddir

  foreldra, er þeir nefndu nöfn hvítvoðunga sinna fyrsta sinni, og hélt

  að nú hefði nýi sérann gjörsamlega klikkast af stressi í nýrri kirkjusókn,

  og héðan í frá myndu allir drengir í sókninni heita því fróma nafni:

  "SIGURÐUR ÞÓR"!Tounge

  En það var langt því frá.

  Því svo skemmtilega vildi til þennan dag, að þrennir foreldrar

  ákváðu að skíra drengi sína "sama nafninu" í litlu kirkjusókninni á

  Hvammstanga.Whistling

  Góð saga hjá séranum.Wink

  En Arnar Freyr er skírður og blessaður eftir daginn í dag, og allir

  hurfu glaðir á braut úr veislu.

  Tólf ára djásnið fékk meira að segja ferð í 7-D-bíó í Skemmtigarðinum með Tinnu

  systur sinni, áður en heim var haldið.

  Tengdó eru lögð af stað norður eftir tveggja nátta gistingu í húsi

  húsfreyju, og eru að vonum ánægð með nafngiftir yngsta erfingjans.

  En ljúf frétt þetta af væntanlegum erfingjum Svandísar og maka,

  vonandi gengur vel að "skíra" hjá þeim....Wink

  Góðar stundir á fallegum vordegi hér í borginni við sundin bláu.


mbl.is Ástfangið par í hreiðurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint ofan í hyldýpið.

 cimg3027_1194521.jpg Innilega sammála Sigurði hér.

  Er sjálf hjúkrunarfræðingur, og hef aldrei lifað

  eins svarta tíma starfslega séð.

  Vinkona ein, sem þurfti í smá aðgerð fyrir nokkrum árum síðan,

  segir reynslu sína ekki góða af heilbrigðiskerfinu.

  Mistök voru gerð í aðgerðinni, sem undu upp á sig með

  tilheyrandi sýkingum, samvöxtum, neikvæðum áhrifum á

  önnur líffæri og hverju ekki.

  Konan var beðin afsökunar á mistökunum sem urðu í aðgerð,

  en afleiðingum þeirra varð hún að mæta ein, endalausum

  aukaverkunum, vanlíðan, þrekleysi og heilsuleysi.

  "Það var aldrei litið á mig sem "einstakling", heldur vísaði

  hver á annan með þetta einkennið, og eitthvert allt annað með

  hitt einkennið.  Þarna átti engin heildræn lækning eða hjúkrun

  sér stað, ég var hólfuð niður í kassa:  Ristilinn í einum, hjartað í öðrum,

  móðurlífið í hinum þriðja, nýrun í þeim fjórða og svo framvegis,

  og engin bar ábyrgð á neinu".

  Sem hjúkrunarfræðingur efast ég stórlega um að vinkona sé

  eina tilvikið hér uppi á litla Fróni, sem fær svo slæglega heilbrigðisþjónustu

  frá Landsspítala Háskólasjúkrahúss á síðustu árum.

  Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur margfaldast,

  vinnudagurinn er ein hlaup frá upphafi til enda,

  sífellt unnið hraðar til að komast yfir fleiri verki,

  arfastress að sinna sjúklingum í stöðugri mistakahættu,

  liggjandi í rúmum á GÖNGUM á yfirfullum deildum.

  Heilbrigðisstarfólk flest all orðiðt úttaugað, örþreytt og komið

  í vöðvabólguhnút af ofurálagi.

  Veikindadögum þeirra fjölgar þar með.

  Við erum fallin í hyldýpið heilbrigðislega séð hér í voru litla landi.

  Fólk bíður margt lengi eftir aðgerðum,

  margir geta ekki sinnt störfum sínum á biðtímanum og hætta þar

  með skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins.

  Mistökum fjölgar, og sjúkir oft lengur að jafna sig eftir veikindi þar með,

  og hefja störf sín seinna en ella aftur.

  Heibrigðisþjónusta við öldunga er síðan sér kapituli út af fyrir sig,

  og verður ekki um það mál ritað að sinni.

  En merkileg þykir mér tenging heilbrigðismála við pólitík að þessu sinni.

  Gott ef réttur manna til þess að vera heilbrigður og að geta leitað

  sér lækninga, verði baráttumál í kosningum, og þó fyrr hefði verið.

  En verð að segja að trú mín á fjórflokkunum og getu þeirra til

  að grafa heilbrigðiskerfið upp úr "hyldýpinu" er vægast sagt agnarsmá.

  Og að kjósa x-D til að redda heilbrigðismálum...er ekki alveg eins gott

  að taka inn eitur?

  Hundónýtt heilbrigðiskerfið í dag myndi altént REYNA að

  bjarga manni.

  Flokkur sjálfstæðis með stjórn á heilbrigðismálum? 

  GLÆTAN!

  Góðar stundir, og vonandi verðið þið öll fílhraust fram á dánardag.Wink

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árgangsmót 1960

Eyjar 60  Það var myljandi fjör á síðastliðnu sumri

  er árgangur 1960 var með gleði- og spjallhitting.

  Húsfreyja var á útopnu alla þá helgi, og skemmti sér

  hið besta.

 

Og það var sungið....... ...Nú ætla ég að syngja ykkur

                                     lítið fallegt ljóð,

                                     um ljúfan dreng sem fallinn er nú frá.

                                     Um dreng sem átti sorgir

                                     en ávallt samt hann stóð

                                     sperrtur þó að sitthvað gengi á.

cimg3008.jpg

 

  Og það var dansað, spjallað, dansað og spjallað.

  Sungið meira

 

 

 

 

 

 

                   ... Í brekkunni er sungið dátt

                           um hetjudáð og höf.

                           Gullkornin sem Geiri og Ási færðu oss að gjöf

                           um ástir, víf og villta strengi

                           strákasótt og góða drengi

                           og hetjudáð á ystu nöf

                           um bjarta von hjá blíðum meyjum

                           perlurnar hans Árna úr Eyjum

                           og ofurmenni eins og Binna í Gröf.Eyjar 2012

           

  Eitthvert glundur var í glösum

   hjá mörgum, en það var ekki

   til vansa hjá flestum, jók aðeins

   á sönggleðina.

 

 

   Matur var snæddur á föstudagskveldi í gamla Alþýðuhúsinu...lostæti, 

   og gamlar myndir af liðinu skoðaðar...merkilegt sumir höfðu 

   örlítið breyst frá því 1973 Tounge, en flestir báru samt aldur vel.

cimg3093.jpg   Og enn var dansað...og dansað.

   "Hún hefur dýrslegt aðdráttarafl.."LoL

 

 

 

 

 

 

  Næsta dag var ræs eldsnemma, og allir mættir glaðir og með timburmenni í lágmarki að rifja upp söguna í Sögusafninu eina og sannna við Stakkó.

  Þaðan beint í gúmmituðru-á-fljúgandi-fart hálfan hring í kringum Heimaey.  Svo fallega glitraði hafið í glampandi sólskyni og geislaði eyjan okkar af fegurð í ferðinni, að örlítið ölþreytta liðið steingleymdi að verða sjóveiktWink.

Að vísu telur húsfreyja að hún hafi fengið væga súrefniseitrun í ferðalagi þessu, því hún gat ekki hætt að syngja "Sæsavalsinn" þegar í land var komið...."Er kvöldskuggar læðast um tinda og fjöll, tökum við upp einn hnall.

Því þetta er skrykkjótt og undarleg öld, með eitt hundrað prósent spjall.

Gott er í gírkassahreppi,

að gleðjast við mænuval.

Svo syngjum við valsinn hans Sæsa í kvöld, og svifum í "Herjólfsdal"!cimg3050.jpg

 

 

 

 

 

 

   Um kvöldið var síðan snætt í Bjarnakró á Eiðinu, dansað, sungið og spjallað að Eyjamanna sið langt fram á nótt.

  

   Vinkona húsfreyju kom frá Noregi, og fékk gistingu hjá systur í Eyjum.

  Var hin ánægðasta með ferðina, og húsfreyja kynnti hana fyrir krökkunum í Grænuhlíðinni.

cimg3033_1194513.jpg  Aldrei leiðinlegt að heimsækja Eyjarnar, er mat húsfreyju, jafnvel ekki síðsumars, eða í byrjun september eins og í þetta sinn.

 

 

 

 

  "Hún rís úr sumarsænum          

    í silkimjúkum blænum,

    með fjöll í feldi grænum,

    mín fagra Heimaey..."

 cimg3027_1194521.jpg

  

 

     Þetta var góð ferð út í Eyjar, og gaman að hitta gamla leikfélaga og skólafélaga.  Við vorum þéttur hópur hér í den, þrátt fyrir að vera einn af stærstu árgöngunum í Eyjum.  Leikgleði okkar var mikil og lífsgleðin ólgaði sömuleiðis í æðum okkar.   Við áttum okkar stóru drauma og þrár...helvískt eldgosið '73 setti bara svolítið strik í reikningin og gerði okkur erfitt fyrir.

  En koma sér í svefninn góða næst, vinna á morgum,

   góðarstundir og njótið helgarinnar.

 


Mjólkurlaust í Eyjum.

 IMG_1906 Þetta hljómar ofurkunnuglega í eyrum húsfreyju.

  Í Vestmannaeyjum bernsku hennar var iðulega

  mjólkurlaust að vetrarlagi í bænum, og oft var

  skömmtun á mjólkurvörum í gangi einnig.

  Hún man eftir einni lítilli sögu frá vetrinum 1967 eða 1968.

  Þá var húsfreyja smávaxin 7 eða 8 ára skotta, grönn og snaggaraleg.

  Hún hafði flutt með fjöskyldu sinni í Grænuhlíð 20 árið 1965, og

  það sama sumar fluttu tveir glænýir og mjólkurfrekir einstaklingar

  inn á heimilið og hertóku móður litlu skotturnar.LoL

  Lengi vel græjaði mamman mjólkurþörfina litlu organdi

  tvíburasystranna, en að lokum var skrúfað fyrir þá krananaLoL, og þá varð

  að fara að treysta á kúamjólkina.

  Og mikið mjólkurbarn var litla skottan, en systurnar smávöxnu

  náðu alveg að slá hana út í drykkju.

  Þá gerðist það, þennan vetur sem iðulega gerðist í Eyjum fyrir gos,

  að fyrst kom kolvitlaus lægð með ofurhvassa vestanátt í 2 daga,

  en snérist síðan veður snarlega í snarvitlaust austanbál í 3 daga,

  til þess eins að fá annan hrikalegan vestanstorm í 3 daga í kjölfarið.

  Herjólfur lá í huggulegheitum allan tímann við bryggju í Reykjavík.Pinch

  Ekkert hægt að fljúga fyrir djöfulgangi í "Kára".Frown

  Eyjamenn allir með rauðar veðurbarðar kinnar í garranum,

  mjólkurlausir, smjörlausir og kjötlitlir.

  Alltaf nóg til af fiski, og tvö bakarí sáu til þess að sjaldan varð alveg

  brauðlaust.

  En svo var það mjólkin fyrir mjólkurbörnin eftir 8 daga.

  Skottan var gerð út af örkinni, út í mjólkurbúðina sem komin

  var á Heimagötuna við hornið á Grænuhlíðinni.

  Pabbinn var í vinnu niður í Fram, afinn komst hvorki lönd né strönd

  í stífum 12 vindstigum vegna bæklunar sinnar í mjöðmum, og múttan varð

  að vera heima að tjónka við handóða tætarana, litlu systurnar.

  Skottan var dúðuð í öll sín hlýjustu vetrarföt, ullargammosíur, buxur,

  lopapeysu, úlpu, kuldaskó, húfu, vettlinga og trefil.

  Henni lá við köfnun í öllum fötunum niðri í þvottahúsi, en afinn sem sá

  um "dúðunina" vægði henni hvergi.

  Með tíkall í buddunni og túkall í úlpuvasanum, rauk hún af stað

  vestur eftir Grænuhlíðinni....var eins og að hlaupa á múrvegg.W00t

  Svo stíf og sterk var vestanáttin, að skottan fauk tvö skref afturá bak

  fyrir hver þrjú fram á við.

  Hún varð að skella hökunni ofan í bringu, halla sér fram og láta

  höfuðið kljúfa vindinn.

  Henni sóttist ferðin vestur í búð, hægt og seint.

  Varð að hvíla sig hangandi á ljósastaur af og til,

  berjast síðan áfram í keng, vinda upp á sig og skáskjóta sér

  áfram út á hlið og jafnvel ganga afturábak.

  Lafmóð á innsoginu af mæði tókst henni að lokum að

  komast í anddyrið á versluninni.

  Kalt vetrarloftið sveið ofan í lungu, svo skottan fór ekki strax inn

  í mjólkurbúðina, reyndi að jafna sig og ná andanum.

  Fór síðan inn, það klingdi í hurðarbjöllunni.Joyful

  Afgreiðslukona stóð og snéri baki í skottuna fyrir aftan hátt

  afgreiðsluborð.

  Skottan gekk að borðinu og beið átekta.

  Svo lágvaxinn var hún, að hún hvarf alveg bak við borðið.Tounge

  Afgreiðslukonan snéri sér við.

  Sá engann.

  Það gnauðaði draugalega í glugganum sem snéri út að götunni.W00t

  "Guð hjálpi mér", sagði afgreiðslukonan skelkuð við samstarfskonu,

  sem rétt í þessu kom fram með örfáar fernur af mjólk og setti í

  nánast tómar hillurnar, "ég heyrði greinilega einhvern koma inn,

  og svo er hér ekki nokkur sála nema við. Alien

  Heldurðu að þetta hafi verið draugur"?

  "Hvað segirðu, heyrðiru dyrnar opnast"?, hin konan hlessa.

  Skottan saug hressilega upp í nefið.

  "Aaaaaarrrgh",draugahrædda afgreiðslukonan gargaði upp yfir sig.W00t

  Hvíslaði síðan "heyrðiru ekki þetta"?

  Samstarfskonan hafði gripið um hjartað, þegar afgreiðslukonan gargaði,

  "En hvað, kom þá enginn inn áðan",Shocking spurði hún skjálfrödduð.

  "Já, ég kom inn, og ég er enginn draugur", skottunni nóg boðið,

  og vildi alls ekki vera talin draugur.Angry

  Konurnar beygðu sig í snatri yfir borðið, og litu þá beint í hvöss, dökkblá augu

  skottunnar sem starði á þær sármóðguð.

  Konurnar litu hvor á aðra, aftur á skottuna og síðan skelltu þær upp úr.LoL

  Skottan fór að sjá húmorinn í stöðunni, og að endingu skellihló hún líka.

  Eftir að hafa rétt fram uppáskrift frá lækni bæjarins að hún Stína í Grænuhlíð 20

  þyrfti að fá 2 lítra af mjólk fyrir mjólkurbörnin sín, fékk skottan ekki aðeins

  lítrana tvo heldur einnig þriðja mjólkurlíterinn frítt frá draugaskelkuðu

 konunum...... "ekki allir sem eru svona skemmtilegir í mjólkurbúðinni",Wink

  sagði sú sem hafði talið skottuna draug.

  Skottan var bísna ánægð með afraksturinn, og gat nú vippað

  sér með góðri samvisku yfir í matvörurnar hinu megin

  og keypt sér einn bláan Ópal fyrir túkallinn frá afa...fékk meira að segja afgang.

  Og ferðin heim gekk sko aldeilis glatt.

  Skottan fauk á hraða vindsins austur Grænuhlíðina, og hefði sjálfsagt

  flengst lengst austur á Urðir, hefði þungt innkaupanetið fullt af mjólk,

  ekki virkað sem fínasta bremsa.

  Afinn hafði verið á útkikkinu eftir skottunni niður í kjallara, og var

  fljótur að létta af henni byrðinni.

  "Nú fékkstu 3 lítra, þetta hefur gengið vel lambið mitt".

  "Já afi, og konurnar í mjólkurbúðinni verða svo glaðar þegar

  þær halda að maður sé draugur, og láta mann þá fá miklu meiri mjólk".Grin

  Og þar með var skottan rokin upp í eldhús í jólaköku og mjólkurglas

  til múttu sinnar.

  Afinn fékk engar frekari útskýringar frá sonardótturinni um "draugamálið"

  og furðaði sig mjög á svari skottunnar.

  Fékk að heyra sólarsöguna viku seinna, þegar veður hafði nokkuð

  lægt, og hann komst sjálfur út í mjólkurbúð og hitti afgreiðslukonurnar góðu.

  Og þá var hlegið dátt enn og aftur.

  Góðir tímar í góðu samfélagi Eyjanna fyrir gos.

  En vonandi fer Herjólfur að komast út í Eyjar með mjólkina góðu næstu daga.

  Góðar stundir.


mbl.is Dagvörur að klárast í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23. janúar 1973- Nóttin Eina- Afi.

 Minning -2.Afi Guðmundur Eyjólfsson með stelpurnar sínar   Afi minn, Guðmundur Eyjólfsson er  72 ára gamall

  í janúar 1973.

  Hressilegur og sterkur karl, sem fer allra sinna

  ferða, gangandi með staf, þrátt fyrir stálkúlur

  í báðum mjöðmum.

  Er að vísu farin að heyra illa, og notar heyrnatæki,

  en sjónin er skörp og hugurinn athugull.

  Afi er fæddur 24.nóvember

  á því Herrans ári 1900 undir Eyjafjöllum.

  Aðeins þriggja daga gamall, er hann kominn að

  Iðu í Biskupstungu ásamt Sigríði Helgadóttur

  móður sinni, þar sem hann elst upp.

  Sautján ára er hann nýfluttur með móður sinni

  til Reykjavíkur, þegar Spænska veikin brýst út.

  Lendir hann óharðnaður unglingur í því að

  bera út úr húsum borgarinnar, látin börn,

  konur og karlmenn og setja í kös á líkvagna.

  Til sjós fer hann síðan og siglir alla leið til

  Barcelóna með fiskafurðir.

  Á vertíð í Eyjum hittir hann unga, fallega konu,

  Árnýju Magneu Seinunni Árnadóttur frá Byggðarholti

  í Eyjum.

  Hún verður hans eiginkona og maki næstu 40 árin,

  eða þar til Árný deyr síðla árs 1960.

  Þau flytja í lítið hús, Eiða við hlið Byggðarholts.

  Börnin fæðast þeim eitt af öðru, sex í allt, en

  eitt missa þau, dreng níu mánaða gamlan.

  Lífið er afa og ömmu erfitt.

  Afi fær snemma illvíga slitgigt í báðar mjaðmir,

  sem hægt og bítandi hamlar hreyfingu hans

  og truflar hann við störf,

  eða þar til hann fær stálkúlur í báðar mjaðmir

  í kringum 1952- 1954.

  Árný amma er með sársaukafulla berkla í hnénu

  á öðrum fæti, og er inn og út af sjúkrahúsi meira eða

  minna allan þeirra búskap.

  Fátæktin er mikil og þegar kreppan er í algleymingi

  1933, verða þau hjónin að láta tvo af drengjunum sínum

  frá sér í fóstur.

  Hinum þremur koma þau upp með harðræði og dugnaði,

  og er pabbi, Siggi á Eiðum næst elstur þeirra systkyna.

  Árið 1973 er afi búinn að búa rúm 50 ár í Vestmannaeyjum,

  og er fyrir löngu orðinn Eyjamaður í húð og hár.

  Hvergi unir hann sér betur en á eyjunni sinni fögru.

  Ekkill síðustu 12 árin, fluttur og býr í stóra fallega húsinu

  hans Sigurðar sonar síns í Grænuhlíð 20,

  með stórt prívat herbergi og útsýni út á Víkina og Heimaklett.

  Á alltaf Tópas í vasanum að stinga upp í

  hávaðasömu sonardæturnar þrjár, sem eiga herbergi

  við hliðina á honum.

  Eldgos á sjálfri Heimaey, er ekki eitthvað sem

  afi minn hafði reiknað með að fá í hausinn, fremur en

  nokkur annar Eyjamaður árið 1973.

  Vantrú og afneitun eru því fyrstu viðbrögð afa,

  þegar mamma ræsir hann rétt fyrir fjögur að

  morgni 23. janúar 1973.

  "Það hefur bara kviknað í töðunni hans Tobba á Kirkjubæ",

  segir hann snakillur og argur við mömmu og pabba.

  Þrasar í mömmu, sem vill að hann taki ferðaútvarpið

  sitt með niður, "og Sigurður sonur rokinn út að taka

  myndir af HlÖÐUBRUNA", það hnussar í gamla manninum.

  En klæðist og er snöggur niður í kjallara, þegar hann

  heyrir okkur systurnar, mig 12 ára og Önnu og Árnýju

  7 ára, brasa þar niðri við að klæða okkur í útiföt.

  "Hvað eruð þið að æða út um miðja nótt, stelpur"?,

  afi heyrði mjög illa, svo sjálfsagt hefur hann ekki

  heyrt eins og við hin drunurnar frá gosinu.

  En sjón afa er enn skörp, og logarauðan himininn

  í austri sér hann vel, þegar út var komið.

  Alvara atburða næturinnar setja hann hljóðan.

  Örlög kúnna hans Tobba á Kirkjubæ sitja lengi

  vel í honum, skelfing dýranna og hljóðin sem þær

  sendu út í náttmyrkrið, á harðahlaupum beint

  í dauðann.

  Þeim er öllum slátrað niðri á höfn næsta dag.

  Afi undrast kraftana sem leysast úr læðingi austur

  á Eyju þessa nótt, líkt og við hin, en hefur ekki mörg

  orð þar um.

  "Það var gott að þú skyldir láta mig taka útvarpið, Stína,

  við getum þá fylgst með fréttum af þessum ósköpum".

  Um borð í Danska Pétri neitar afi að fara niður í káetu eða

  niður í lest.

  Gamli sjómaðurinn veit sem er, að ekki er auðvelt fyrir

  bæklaðan mann, haltan með staf, að komast upp og

  niður stiga í fiskibátum.

  Hann velur að standa úti, skorðaður við spilið, þó hann viti

  að báðar mjaðmir hans muni frjósa fastar í vetrarkalsanum

  og helköldu næturloftinu á stíminu upp á land.

  Tvisvar afþakkar hann teppi til að verja sig

  nístandi kuldanum.

  Þau fara til fólksins niður í lestinni.

  En það er hér sem sagan tekur á sig snúning, eins

  og pabbi minn, Siggi á Eiðum, hefði orðað það.

  Því örlagadísirnar stilla sína strengi og slá dátt þessa nótt,

  og sjá til þess að afi hafi félagsskap á leiðinni upp á land.

  Ingi á Háeyri, ágætur kunningi afa situr við spilið

  hjá honum alla leiðina.

  Ingi hefur gripið með sér pela, sýpur drjúgt og er

  brátt ölhreifur, skrafar, spjallar og syngur.

  Afi vel sáttur með spjallið, en eftir því sem lækkar

  í pelanum, eykst sönggleði Inga að miklum mun,

  þó ekki sé hann alltaf lagviss.

  Og Ingi syngur og syngur.

  Öll Eyjalögin, gamlar gamanvísur, drykkjuvísur og slagara.

  Jafnvel tregafulla ástarsöngva, á milli þess sem hann sýpur á

  og skrafar við afa.

  Afi hefur mismikla skemmtun af söngnum, en hefur ekki orð

  á því við Inga.

  Í Þorlákshöfn er Ingi snar að vippa sér í land, en afi

  er frosinn fastur af kulda og stirðleika við spilið.

  Pabbi fær tvo kraftalega karla úr Þorlákshöfn til þess

  að vippa afa upp úr bátnum, upp á bryggju og beina leið

  upp í rútu, svo lítið beri á.

  Vissi sem var, að gamli maðurinn yrði lítt hrifinn

  af því að vekja athygli á bæklun sinni sjálfur og

  því síður að biðja um aðstoð.

  Við systurnar förum upp í rútuna og setjumst hjá afa.

  Síðan mætir mamma og að lokum pabbi.

  Full rútan af Eyjamönnum heldur síðan af stað.

  Pabbi horfir yfir mannskapinn, og sér að blik hefur

  kviknað í augum afa, og að hann er farinn að

  hvessa á hann augum.

  "Er ekki allt í lagi, pabbi", spyr pabbi afa.

  "Það hélt ég sonur sæll, að ég ætti ekki eftir að lifa það,

  að vera skipað upp á land í Þorlákshöfn, eins og trospoka",LoL

  afi beittur í húmornum.

  Pabbi hlær, en afi er ekki búinn.

  "Og ekki nóg með það, heldur hafði ég SKEMMTIKRAFT

  um borð í bátnum.

  Alla leiðina upp á land!

  Ingi á Háeyri lét eins og fífl, alla leiðina"! Joyfulog hér glottir

  afi við tönn en pabbi skellihlær.

  Jafnvel í eldgosi sjá þessir feðgar húmor í aðstæðunum.

  Það er svo 1. október 1976, þremur árum seinna sem afi minn

  deyr á Hrafnistu í Reykjavík.

  Daginn eftir deyr annar merkur Eyjamaður, töluvert yngri en afi.

  Sá heitir Ingi, já Ingi á Háeyri.

  Og saman fara þeir ferðafélagarnir frá því þremur árum áður,

  út í Eyjarnar sínar aftur.

  Um borð í Herjólfi.

  Í tveimur hvítum kistum.

  Og þá slá örlagadísirnar strengi sína létt og lipurt enn og aftur,

  hlæja í kapp við öldurnar og hverfa á braut.

  Kannski að afi hafi séð um að "skemmta" Inga í

  þeirri ferðinni.

  Hver veit?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband