Sjónrænn bölvaldur?

best-funny-pictures_rhino-underwear  Nærbuxnafaldur?

  JASO!

  Nú klæðist fólk af báðum kynum

  þröngum fatnaði, ef þeim hugnast slíkt.

  Enda margir með fallega og spengilega kroppa,

  bæði konur og karlar, og því þá ekki að leyfa línunum

  að njóta sín?

  Húsfreyja hefur gaman af fólki.

  Sér í lagi samskiptum við fólk, en spekúlerar mun

  minna í útliti þess nú til dags.

  Horfir meira á það hvort mannfólkið hefur hlýlega

  framkomu, bjart bros og einlægt augntillit.

  Og það hvað fólk hefur fram að færa í töluðu máli.

  Útlitið svona meira eftirá þankar, hvað húsfreyju varðar,

  þó alltaf finnist henni mikilvægt að fólk sé snyrtilegt

  og hreint til fara.

  En húsfreyja man þá tíð, er hormónar blússuðu

  á ógnarhraða um æðar hennar og Keanu Reaves, Brad Pitt

  og Antonio Banderas voru "hrikalega heitir" og sexý....úúú...

  og eru nú reyndar ennInLove.

  Þá var aldeilis mikið pælt í útlitinu...og pælt í útlitinu....og pælt

  í útlitinu með vinkonum og vinum.

  En aldrei nokkurn tímann man húsfreyja eftir því,

  að "nærbuxnafaldur" kæmi inn í þær umfangsmiklu pælingarShocking.

  Eða að "nærbuxnafaldur" hafi skipt minnsta máli, þá horft

  var á eftir vel vöxnum karlpeningi á götum úti....og það

  þó þeir væru í níðþröngum buxum, sem sýndu vel að

  þeim fannst betra að halda "djásnum" sínum heitum

  í "naríum" á köldum vetrardögumCool.

  Engin vandræði voru heldur á húsfreyju og vinkonum hennar

  með að vera í naríum undir níðþröngum gallabuxum.....og enginn

  setti út á það heldur.

  ENGINN.

  Þá spyr húsfreyja:

  Horfir fólk  mikið á "nærbuxnafalda" í dag, þá þeir sjást í gegnum

  þröngar flíkurW00t?

  Eru þá faldar þessir að "bögga" menn og konur út í hið

  óendanlega?

  Í alvöru!

  NÆRBUXNAFALDAR!

  Skvísan eða gæinn sem faldi þessum skartar

  þar með orðin "hrikalega púkó"?

  Lummó?

  Hallærisleg?

  UNCOOL!

  Ekki kynæsandi fyrir krónu!

  Hundljót helv.... skrípi?

  Út af daufum útlínum nærbuxnafalds!

  Kommon!!

  Hvenær fóru nærbuxnafaldar að vera svona "sjáanlegir"

  og "vinsælir" í útlitspælingunum?

  Hverjum hugnast eiginlega að góna eingöngu á þá, í stað þess

  að dást að vel formuðum líkama?

  Hvað gerðist eiginlega?

  Urðu allt í einu allir nærbuxnafaldar miklu "þykkari" og

  óþjálli, svo þeir blasa við langar leiðir, gangi fólk í

  þröngum fötum?

  Fær viðkvæmt fólk "slag", þá það ber augum slíka falda?

  Eða er fólk sem sést á götum úti með "sýnilegan

  nærbuxnafald" lagt í einelti af "NÆRBUXNAFALDSHÖTURUM"?

  Er máske búið að stofna félag "NÆRBUXNAFALDSHATARA",

  sem heftur sett sér það markmið að útrýma

  nærbuxnaföldum í 12 skrefum fyrir árið 2012Whistling?

  (Eftir 2012 skiptir engu máli hvort sést í slíka hörmungarnærbuxna-

  sjónmengun, þar sem Majarnir spáðu mannkyni ekki lengri framtíðDevil).

  Jamm!

  Naríur eða ekki naríur verður að vera mál hvers og eins.

  En pyntingatól eins og G-strengi og nú C-fjaðurstafi

  mega "NÆRBUXNAFALDSHATARARNIR" eiga.

  Góðar stundir og megi veturinn verða ykkur

  "hlýr og þvagfærasýkingalaus"Tounge.

 

 


mbl.is Tekur c-strengur við af g-streng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einungis ein athugasemd... Það voru Mayarnir sem ekki spáðu framtíð eftir 2012 ekki Aztekar... :) Annars mjög skemmtileg lesning og er ég innilega sammála þér... :)

Eva (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér kærlega, Eva.  Búin að leiðrétta.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband