Kakósúpa og egg...og góð íslenska.

cute_funny_children  Kvöldmatur.

  Jamm.

  Kreppukvöldmatur segir húsfreyja.

  "Namm, mamma" segir átta ára djásnið.

  "Við getum svo haft slátur á morgun, mamma".

  "Og við eigum eftir að baka súkkilaðikökuna, sem þú keyptir

  í Hagkaup".

  Brosdagar í skólanum hjá henni um þessar mundir,

  og hún er bjartari en sól í heiði á hádegi 23 júní.

  Lætur sér nægja eina gulrót og eina sveskju í morgunmat

  og snöflar svo í sig hafragraut í skólnum.

  Alsæl.

  Kreppufæði, hvað er nú það?

  Kom með bréf til foreldranna heim úr skólanum í gær.

  "Er búið að reka þig fyrir óþekkt, óspektir og yfirgang" spurði

  húsfreyja stríðnislega og tók við bréfinu

  Nah!

  Djásnið vildi ekki kannast við neitt slíkt í sínu fari.

  Húsfreyja las bréfið.....upphátt.

  Búið að tilnefna átta ára djásnið til íslenskuverðlauna menntaráðs

  ReykjavíkurJoyful.

  Foreldrum og djásni boðið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

  næsta mánudag.

  "Oooo nú fékk ég í magann, mamma....af hverju ég?

  Ég er svo feiminn, ég þori ekki að standa uppi á sviði

  í einhverri verðlaunaafhendingu"W00t.

  Djásnið lagðist í keng í sófann og blés og dæsti.

  Húsfreyja að springa af monti.

  "Iss, ekkert mál, ég fer bara með þér...og svo er ekkert

  víst að þú þurfir upp á svið, það eru margir tilnefndir og

  líklegast þarf bara sá sem vinnur upp á svið".

  Djásnið róaðist.

  "Nú, þá er þetta allt í lagi".

  Húsfreyja hefur síðan ekkert viðrað þann möguleika við

  átta ára djásnið, að hún gæti "unnið" verðlauninWhistling.

  Mamma mía!

  Húsfreyja sér fyrir sér, að verða basla með djásnið

  náfölt og skjálfandi í fanginu upp á svið...öll 22 kílóin....

  ....organdi "NEI, ég vil EKKI nein verðlaun, mamma...þú sagðir

  að ég þyrfti ekki að fara upp á svið.....aaaaarrrrggghPinch".

  En koma tímar koma ráð...og eins og húsfreyja sagði,

  eru margir tilnefndir, en aðeins einn vinningshafi.

  Svo djásnið á "góðan sjens" á að sleppa við

  mergjaðan sviðsskrekkTounge.

  En gaman að þessu.

  Og mestur heiður liggur í því að vera tilnefndur.

  Verðlaunin bara bónus....."taugatrekkjandi" bónusGetLost.

  En húsfreyju er bara nokkuð glatt í sinni,

  og hún spáir því að kreppukakósúpan verði

  bísna gómsæt í kvöldLoL.

  Eggin betriWink.

  Góðar stundir og njótið þess að kenna unga fólkinu okkar

  að tala og skrifa fallega og skýra íslensku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband