9.11.2009 | 17:44
Hvað? Allt að gerast...
...hér uppi á litla Fróni í kreppuaðgerðum!
Búið að lengja skuldahala heimilanna
um 3 ár.
Hækka skatta.
Hæstiréttur að "refsa" INNHERJUM í bönkum
grimmilega....eða NEI.....
...þar var víst allt slétt og fellt og löglegt.
En búið að "stappa" kaupgetuna langt niður fyrir núllið
hjá almenningi.
Hækka bensín.
Hækka mat og nauðsynjavörur.
Skera niður hjá lögreglu Frónbúa.
Glæpir og refsing búið spil þar með á litla Fróni.
Má bara loka Litla Hrauni.....eða hvað?
Skera niður í heilbrigðiskerfi Frónbúa, enda
sáralítið að gera hjá því pakkinu....bara ein lítil
svínaflensa að bögga jarðarkringluna og íbúa hennar.
Iss!
Búið að afskrifa "milljarða á milljarða ofan" hjá
útrásarvíkingum og fyrrum bankaeigendum
sem nýju bankarnir "treysta" svo vel.
Skera niður greiðslur til aldraðra og öryrkja.
Setja flest öll sprotafyrirtæki í gjaldþrot eða greiðsluþrot.
Búið að ákveða að "klára" Tónlistarhöllina við höfnina,
því hún er það sem kemur Frónbúum að "mestu gagni" nú
mitt í albrjálaðri kreppunni.
Og mikilvægast af öllu: Það er búið að kveikja á FRIÐARSÚLUNNI.
Sem sagt!
ALLT að GERAST!
ALDREI DAUÐUR TÍMI á litla Fróni.
ALLT SVO SKILVIRKT OG MARKVISST!
OG RÉTTLÁTT!
Góðar stundir í bráðhuggulegum kreppuaðgerðum.
Kalla eftir aðgerðum í kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.