Þar lá hundurinn grafinn!

Pulling%20Leg%20Cake%20Topper2  EUREKA!

  Þarna er komin skýringin á því,

  hví húsfreyja er ei í "hamingjusömu hjónabandi"GetLost.

  Hún hefur gjörsamlega klikkað á aldursmuninum,

  þá hún nældi sér í mann.

  Hrikalegt!

  Hroði!

  Skeikar um heil 3 árPinch.

  Bóndi aðeins litlum 2 árum eldri en hún.

  Svíðingslega vesen er þettaErrm.

  Og húsfreyja búin að hella sér út

  í bullandi barneignir, íbúðakaup, bílakaup

  og hvað ekki með bónda.....og það allt saman

  "óhamingjusamlega ógift"Shocking!

  JEMINN!

  Og ekki nóg með það.

  Klikkaði alveg á því að skella sér og bónda

  í "greindamælingu" í tilhugalífinu....hefur bara ekki

  hugmynd um hvort er gáfaðraPinch.

  Tjón og tjara!

  Fordæming og fordæða!

  Verða sjálfsagt "óhamingjusamlega ógift" um

  alla ókomna tíð bóndi og húsfreyja, úr því sem komið er....

  eiga sér ekki viðreisnar von eftir 12 ára sambúð í "mergjaðri synd"!

  Jamm.

  En máske það dugi bónda og húsfreyju að vera áfram

  í hamingjuríkri "sambúð"...sleppi þessu bara alveg

  með "hjónabandið"Devil.....og óhamingjunni sem fylgir,

  þá karlinn er ekki 5 árum eldri en konan.

  Já, og sleppi þeirri árans ólukku sem herjar á hjónabönd þegar

  konan er lítt gáfaðri en eiginmaðurinnWhistling.

  Hehehehe...húsfreyja stóðst ekki mátið að snúa út úr

  hjónabandsrannsókn þessariTounge.

  En hér er einn góður að norðan:

  Erla, sérvitur og snaggaraleg húsmóðir með meiru

  á Skagaströnd, missti bónda sinn hann Gísla

  á dögunum.

  Kerla hringdi suður í Fréttablaðið í þeim erindagjörðum

  að setja dánartilkynningu í blaðið eins og gengur.

  Þegar hún hafði náð sambandi við réttu deildina og var

  spurð að því hvaða texta mætti bjóða henni að setja

  í tilkynninguna, svaraði hún:

  "Gísli er dauður".

  Maðurinn í símanum varð svolítið vandræðalegur

  en sagði svo eftir smá hik:

  "Sko hérna, þú borgar nú hvort eð er fyrir sex orð,

  svo má ekki bjóða þér að notfæra þér það"?

  Kerla hugsaði sig um svolitla stund, og sagði svo: "Jú.

  Gísli er dauður, Toyota til sölu"!

  Góðar stundir og megi öll ykkar sambönd vera hamingjurík!

 

 

 
mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband