Hver er sinnar KÆFU smiður!

annasman-744796  Laddi snjall í málsháttasmíð.

  "Ekki er jakki frakki nema síður sé"

  hljómaði einn á fyrstu dögum Rásar 2

  á öldum ljósvakans.

  Og svo uppáhaldsmálsháttur húsfreyju:

  "Hálfnað er verk þá hafið er, og þá BÚIÐ

  þegar það er hálfnað"Tounge!

  Öll verk húsfreyju hafa ætíð síðan

  "klárast og verið BÚIN"  jafnt og þétt......

  alla vega "helmingurinn" af þeimDevil!

  Og ekkert að því að eiga aðeins helming eftir

  af verki, næsta dag....sem enn og aftur sannar

  ágæti þessa fína málsháttar.

  Því í asa og hraða nútímans er þessi

  óbilandi og hrikalega þörf okkar mannanna að

  "drífa í 'ðessu" og "klára málið sem fyrst"

  algjörlega óþolandi, að mati húsfreyju.

  Verkin oft unnin í of miklum flýti, sem kemur

  aftur niður á gæðum og starfsgleði.

  Húsfreyju finnst gott að geta staldrað við í

  miðju verki, fær jafnvel hugmynd um hvernig má

  betur gera og getur iðulega skilað verkinu fyrr

  en ella þá nýja hugmyndin kemst í framkvæmd.

  Sama gildir á heimilinu.

  Húsfreyja og húsverk eru svona "andstæðir pólar",

  og næsta líklegt að húsfreyja hafi síðustu 10 fyrri

  líf sín verið "hefðarfrú" með þjóna á hverjum fingri,

  og "hringja eftir þjónustu-bjölluna" 

  bundna við hægri mjöðm sína.

  Gæti alveg útskýrt hví hún hefur iðulega verið svo

  verkjuð og pirruð í hægri mjöðm sinni, í þessu núverandi

  jarðlífi sínuDevil.

  Og hve "neðarlega" á forgangslistanum yfir nauðsynleg verk

  að framkvæma, húsverkin lenda......ef þau ná yfir höfuð inn

  á þann lista Tounge.

  Göngutúr í fjöruna með djásninu,

  vísitering í kaffi til múttu og systur í Þorlákshöfn,

  brauðagjöf til handa hungruðu fiðurfé í Grasagarðinum,

  sundlaugatúr með djásninu,

  brúðkaupsundirbúningur með bónda,

  Goslokahátíð út í Eyjar með djásninu og systur í Eyjum,

  flandur upp í sveit með djásninu að skoða dýrin á Slakka

  eru til dæmis allt "bráðnauðsynleg verk" sem húsfreyja

  hefur nú þegar skellt fremst á forgangslista sinn í sumar.....

  laaaaaaangt á undan ryksugun, skúringum, afþurrkun og

  tiltektCool.

  Húsfreyja virðist hafa verið upptekin í "hárgreiðslu" þá

  Guð útdeildi þrifnaðargenum í Himnaríki, og aðeins

  fengið gamalt, slitið og mikið notað gen, sem "höktir"

  í gang endrum og eins á fullu tungli, í 30 metrum á sekúndu,

  þá þingmenn samþykkja að mæta 4 vikum fyrr í vinnu úr

  sumarfríiGrin!

  Lætur nægja að sópa af og til, græja þvott, elda smotterí

  milli þess sem bóndi grillar, henda ruslinu og þrífa salernið.

  Og gengur bara fínt hjá húsfreyju.

  "Hver er sinnar gæfu, eða eins og Laddinn vill hafa það, KÆFU smiður".

  Njótið svo sumarsins, kæru landar mínir, allir sem einn.

  Smíðið ykkar eigin gæfu...og kæfuWink.

  Munið að forgangsraða rétt fyrir ykkur og fjölskylduna.

  Börnin okkar eru börn aðeins stutta stund, svo verða þau

  sjálf fullorðin og foreldrar.

  Njótið samverustundanna með börnum og mökum,

  með foreldrum og systkinum,

  með vinum og félögum,

  í gleði, frelsi og sumri.

  Húsfreyja er farin í bað og ætlar svo að

  gaufast aðeins og gutla í "húsverkum"....ehemmmLoL.

  "HÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER.......hehehe"!

  Góðar sumarstundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

alltaf ertu jafn góð

ég veit ekki hvar ég var þegar Guð úthlutaði þrifnaðar genunum ég hef verið eitthvað upptekin. en í dag skal taka fram þetta dót sem maður notar við heimilisverkin og athuga hvort dótið virkar - það er orðið svo langt síðan síðast.  fínt að maður er strax hálfnaður um leið og maður byrjar

eitt veit ég -  þegar húmorgenunum var úthlutað þá hefur þú verið mjög framarlega í röðinni og fengið "helling"

hafðu það gott kæri kollegi og bloggvinkona

Sigrún Óskars, 26.7.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka þér elsku kollega.  Jamm, við höfum sjálfsögt allar konurnar af vorri kynslóð eitthvað verið "pínu uppteknar" þegar kom að þrifnaðargeninu.....  En ég hef sjálfsagt þurft að bæta fyrir alvarleika og húmorleysi og bévítans bjölluhringingar síðustu 10 lífa, og ákveðið verið af almættinu,  að skella öllum húmornum fyrir þau 10 inn í þetta líf....með húmorinn fyrir þetta líf sem "vara"......hehehehe.

Sigríður Sigurðardóttir, 26.7.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband