Þrumugott veður?

thsun  Það var hrollur niður eftir

  baki húsfreyju, þá hún

  vísiteraði Vestur-Húnvetninga

  um helgina.

  Þokuhráslagi og hitastig um 10 gráður

  yfir frostmarki á Celsíus.

  Og hún að mæta í brúðkaup.

  Í farteski sínu hafði húsfreyja sínar

  allra fínustu og "skjólminnstu" flíkur.....

  og aðeins eina herlega peysu úr eðla

  frónverskri ull....brrrrrrPinch.

  Á brúðkaupsdaginn horfði hún angistarfull á rauða,

  sparikápu sína....sem yljar álíka mikið

  og eitt logandi kerti í 400 fermetra stofu,

  með engri annarri kyndingu, og pældi alvarlega

  í því að þræla sér í lopapeysuna góðu, og svo

  kápuna yfir allt saman.

  Neipp.

  Leit ver út en Michelin-gaurinn í 40 metrum á sek.

  á Stórhöfða í Eyjum þannig útbúin, húsfreyjaErrm.

  -DÆS-

  Þá var bara að láta kápugopann duga, og

  reyna að endurræsa "antikuldagenið" sem

  hefur verið gjörsamlega óþarft í skrokki húsfreyju

  síðan í lok maí, hér sunnan heiða.

  Vona svo að kirkjur norðan heiða væru allar vel

  kyntar upp "á sumrin".

  Og viti menn.

  Það var ljómandi hlýtt og notalegt í kirkjunni,

  svo hlýtt að húsfreyja óskaði þess að hún hefði

  sleppt því að þræla sér í rauðu sparikápuna.

  En nú virðast norðanmenn heldur betur þurfa að

  setja kyndingu sína í botn.

  Snjóa að vænta....og það í miðjum júlímánuði!

  Sei, sei.

  Þeim fellur alltaf eitthvað til, norðanmönnum.

  En húsfreyja vill senda norðanmönnum öllum baráttukveðjur

  í "sumarófærðinni" W00t og þá stendur þessi fyrir sínu:

      Eyjan vor er engum köld,

      er þú brosa lætur

      hennar morgna, hennar kvöld,

      hennar ljósu nætur.

      Hún á okkar heita blóð,

      hún hefir okkur borið

      til að elska líf og ljóð,

      ljósið, frelsið, vorið.

                                  Þ.E.

  Góðar stundir á snjósumri.

 

 


mbl.is Miðsumarhret í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljómandi skemmtilegt blogg. Orð í tíma töluð hjá Þorsteini Erlingssyni.

Hrefna H jálmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér hlý orð, Hrefna.  Já, Þorsteinn hittir svo sannarlega naglann á höfuðið hér, og rífur oft hressilega í hjartaræturnar að lesa ljóðin hans.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigrún Óskars

góð - eins og alltaf.

ég var búin að gleyma Michelin gæjanum - en stundum lít ég einmitt út eins og hann - ég er nefninlega kuldaskræfa - í hverri flíkinni utanyfir aðra

Sigrún Óskars, 23.7.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband