25.6.2009 | 20:25
Fyrirsögnin hitti....
....húsfreyju beint í hjartastað.
Enda ber konan sama skírnarnafn
og hún.
Gleður það húsfreyju mjög að
"Sigríður þessi" sé eigi vanhæf, og vonar
heitt og innilega að nefndin drífi sig nú að
störfum þeim er fyrir liggja, en hætti að
tjá sig um hlutina fyrirfram í fjölmiðlum.
Vill hún að nefndin skili heiðarlegum og ábyrgum niðurstöðum
og helst fyrir lok árs 2009!
En þar sem húsfreyja þekkir vel til vinnubragða
"nefnda" hér upp á Fróni,
verður hún víst að gefa nefndarfólki smá sjens,
og óskar eftir niðurstöðum eigi síðar, en þegar Frónbúar borga síðustu greiðsluna
í "Ísbjargarmálinu" (Icesave), eða í "allra allra" síðasta
lagi þegar bretarnir hætta að flykkjast til landsins
að skoða "mergjaða hryðjuverkamenn".
Voru annars skemmtilegar og skondnar fréttir á sveimi
í dag.
Johnsen lundalaus, komin með "kalkúna" í bjargsig
út í "úteyjar".
Er sjálfsagt búinn að kaupa inn einhvern helv...
helling af "risastórum háfum" fyrir kalkúnaveiðina
Eyjamanna, þá gott fuglakjöt vantar á Þjóðarann!
Bíst húsfreyja við, að það verði lítið mál fyrir Johnsen
að "kenna" kalkúnum þessum "flugtökin" og verður gaman að
sjá "flykkin" svífa tignarlega yfir Eliðaey og Bjarnarey...og
"gloggglogggglogg-söngur" þeirra mun bergmála um Dalinn
í stað hins hefðbunda ...aaaaaaaaa.. lundans.
Nú ef ekki gengur að kenna hæsnfuglunum flugið,
má altént alltaf gefa þeim ærlegt spark í afturendann
fram af næstu bjargbrún...... beint í rúmgóðan
háf bjargklífandi veiðimanns!
Jamm....snilld Johnsen og félaga er við brugðið!
Svo fannst húsfreyju þeir efnilegir líkkistusmiðirnir
á Suðurnesjunum.
Þar er náttúrulega "eilífðarbíssness" kominn af stað hjá
þeim.
"Endalaus" eftirspurn eftir glæsilegum viðarhylkjum,
og kúnnarnir "pottþéttir".......þarf nánast ekkert að
auglýsa, þörfin er svo mikil og jöfn.
Suðurnesjamenn geta farið út í bísnness þennan
af "dauðans alvöru", fjárfest í öruggum "endalokum"
kúnnanna....og þess vegna jafnvel tryggt afkomendum sínum
"elífðarstarf" með 100% gróða.....um alla ókomna tíð.
Þurfa Suðurnesjamenn máske að ræða við Skógræktarmenn Ríkisins um
að herða á "ræktun trjáa" hér uppi á litla Fróni, og
frábiðja sér "skógarruplandi Trölla" í bæjarstjórnir
í lengstu lög....en eru að öðru leyti í bísna góðum málum.
Jamm, allt í góðum gír hjá "bankahrunshrjáðum" Frónbúum,
og okkur leggst alltaf eitthvað til.
En karl húsfreyju þarf í kompjúterinn.
Góðar stundir og gleðilegan kalkúnaríkan Þjóðara.
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heiður Helgadóttir, 27.6.2009 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.