20.6.2009 | 14:56
Viðeyjarsund...brrrr.
"Þetta eru hetjur, hjálparsveitarmenn"
hugsaði húsfreyja, er hún las frétt
þessa.
Man sjálf ískalda busl-og baðdaga í
Klaufinni eða Eiðinu í Eyjum hér í den.
Þrátt fyrir sólskin og sumarhita, var sjór
við Eyjar aldrei hlýr.
Nístingskaldur ef satt skal segja, og húsfreyja og
vinkonur hennar helbláar eftir stutta stund í sjónum.
Foreldrar húsfreyju og vinkvenna lítt hrifnir þegar
skotturnar komu haugblautar og heim með
bláar varir um hásumar.
Fengu mergjaða fyrirlestra um hættulegar öldur,
krampa af völdum kulda og svo framvegis....og
þær lofuðu öllu fögru, upp á æru og trú.....og
að sjálfsögðu skelltu þær sér aftur í sjóinn á næsta
sólríka sumardegi.
Sjálf hefur húsfreyja hugsað hlýlega út í Viðey
síðustu daga.
Fékk fjögur frændsystkin, börn systra húsfreyju
í heimsókn og gistingu yfir helgina.
Liðið er á aldrinum 7 - 10 ára, og átta ára djásnið
er alsæl að hafa fengið þau í heimsókn.
Í gær ruslaði húsfreyja liðinu upp í strætó
(vill vara við óheiðarlegum pólskum strætisvagnsstjórum hér,
húsfreyja...svikulir fégráðugir krimmar allt saman) og dreif
það niður í Fjölskyldu- og Húsdýragarð.
Sól skein í heiði, húsfreyja með kex, vatn, gos og
smá nammi í nesti.
Svalan (10 ára) var búin að berja Siggann (8 ára)
í augað "óvart" áður en hópurinn komst í
tæri við aðalinnganginn í garðinn.
Sigginn fékk grátkast, Svalan skömmuð fyrir
óvarkárnina, Svalan í fílu med det samme.
En inn í garð kom húsfreyja liðinu.
Dýrin skoðuð með hraði, og svo farið í
Fjölskyldugarðinn.
Lestin fyrst, svo bílarnir....Báran fékk grátkast
yfir biluðu "hæggengu" hvítu bílhræi.
Húsfreyja sendi hana annan hring í betri grænum bíl.
Þá var það "gröfurnar", nesti snætt og farið í
Krakkafoss.
Eldri strákarnir, Aron og Siggi svekktu Árna Bæron(7 ára)
svo húsfreyja gaf Bæroni síðasta miðann, og sá stutti
skellti sér í boltabyssuleik.
Aron (9 ára) tapaði sér af bræði og fílu vegna miðans,
strauk á braut í kasti.
Týndur!
Jamm!
Húsfreyja fór með fjórmenningana á trampolínið, og
svipaðist um eftir burtstrokna fíluguttanum.
Gerði svo liðið út af örkinni að leita.
Svalan og Sigginn fundu Aron.
Tjaldið næst.
Liðinu ruslað upp í næsta strætó og heim rúmlega
fimm um eftirmiðdaginn.
Liðið ræddi við húsfreyju annað ferðalag daginn eftir,
að "gera eitthvað skemmtilegt"!
Húsfreyja tók dræmt í málið, sagðist úrvinda eftir
fílur, grátköst og leit og þyrfti að öllum líkindum
að hvíla sig vel daginn eftir.
Liðið óvenju prútt og þögult í strætó, og húsfreyja og
bóndi græjuðu grillaða hammara og pítur í liðið
er heim kom.
Báran fékk að vera úti með liðið til hálftíu í leik og fjöri,
náði reyndar að blóðga á sér hnéð ,djásnið, en í rúmið
komu húsfreyja og bóndið liðinu um ellefuleytið.
Það var RÆS klukkan 02:28.
Sigginn að farast af kláða í höfðinu.
Taldi sig kominn með lús.
Húsfreyja svefndrukkinn fram á bað með
peyjann.
Enga fann hún lúsina í hársverðinum, en nokkrar rauðar bólur,
"sólarexem-grunsamlegar".
Mildizonekremi skellt í hársvörð guttans, sem fór
dauðfeginn, kláðalus og lúsarlaus að sofa.
Bóndi axlarbrotinn, allur undinn og skakkur
vaknaði einnig, svo húsfreyja fór og fann honum
rými í harðari sófa frammi í stofu.
Ætlaði aldrei að sofna aftur, húsfreyja, en náði því líklega
aftur upp úr 04:00.
Liðið var rotað til rúmlega 10.
Húsfreyja rótaði sér á fætur.
Ristaði 12 brauðsneiðar með smjöri og kavíar.
Fann til engjaþykkni fyrir tvo.
Einar besti vinur mætti.
Allir út í leik....himnasæla!
Húsfreyja fór í bað, komst að í kompjúternum,
og er nú að hugsa um að hafa liðið rólegt heima við,
þar sem það er sest niður að horfa á "Looney Toons".
Gleði inn!
Friður inn!
Hamingja inn!
Fíluköst út!
Grátköst út!
Lúsarkláði út!
Megi allar 5 barna mæður eiga friðsamar og ljúfar
stundir, lágmark korter á viku hverri.
Annars er þá bara að kaupa sér ferð fyrir EINN út í Viðey,
AÐRA LEIÐINA af og til yfir árið, eins og húsfreyju er farið að dreyma um!
Góðar stundir.
Syntu út í Viðey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þvílíkur dagur
Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 10:09
Jamm, Sigrún aldrei "dauður tími", og síellt stuð og vesen í gangi. Fara svo austur aftur í dag, frændsystkinin...splæsi á þau McDonalds fyrst!
Sigríður Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.