21.5.2009 | 10:30
Súperhetjur með sterka ímynd?
Jaso!
Í gær köstuðu Frónbúar af sér
svörtu sauðargærunni, og gerðust
"súperhetjur" eftir því sem Poul nokkur Weile
lét eftir sér hafa í fjölmiðlum.
Og í dag eignuðust Frónbúar svo "sterka ímynd"
samkvæmt manni að nafni David Hoskin.
Jeminn!
Með þessu áframhaldi verðum við að gera Jóhönnu Sig.
að drottningu og Steingrím Joð að "drottningarmanni"!
Auglýsa svo landið fyrir umheiminum, sem staðinn þar sem
ævintýrin gerast, drottningar fæðast fullskapaðar(.....heita allar
Jóhönnur by the way), súpermenni og súperkonur sveima
skikkjuklædd um loftin blá, leðurblöku-unglingar aka um á
"Bat-mobile-farartækjum" og börnin....já börnin.
Að sjálfsögðu eru þau litlir "Bósar ljósár" sem svífa
um og tína blóm, og gefa ferðamönnum sem koma
til að berja dásemdina augum.
Allir fá eitthvað við sitt hæfi í landi "súperhetja" og "sterkrar ímyndar"!
Nema máske vesalingurinn hann "Goggi Saltmýri" (lauslega þýðing húsfreyju á
nafni Geoff Saltmarsh).
Hann sagði ferðir breskra til litla Fróns hafa aukist um heil 20 prósent!
Jamm! Tuttugu prósent!
Auðvitað er allur þorri breta spenntur fyrir því að
líta augum "alvöru hryðjuverkamenn"
Og það heila "fokking kóloníu" af mergjuðum "terroristum",
sem brýna nú vopn sín í gríð og erg.
Garðklippurnar!
Stunguskóflurnar!
Bévítans stórhættulegu "slátturvéla-skriðdrekana"!
Húsmæður frónverskar sjást jafnvel brýna "eldhúshnífa"
sína úti á svölum og sólpöllum í góðviðrinu.
Ja, svei.
En spurning er: Finnst Gogga Saltmýri þetta nógu "krassandi"
fyrir "terrorista-þyrsta" samlanda sína?
Eða verðum við reisa eitt herlegt "hryðjuverkamannasafn"
niður við höfn, fyrir þá bresku?
Máski við hliðina á hálfreistu "tónlistarhöllinni" frá hryðjuverkagóðárunum?
Sýna þeim "vopnin" frá "potta-og sleifabyltingunni".
Hafa svo huggulega og vel skipulagða "Z-biðröð" fyrir framan safnið,
svo hinir bresku falli nú áreiðanlega í stafi af lotningu og gleði?
Jamm, okkur fellur alltaf eitthvað til, hér uppi á
litla Fróni.
Aldrei dauður tími.
En sólin næst úti á sólpalli.
Góðar stundir súperkonur- og menn.
Megi ímynd ykkar aldrei fölna!
Ímynd Íslands er sterk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.