17.5.2009 | 19:06
ÞAÐ ER SATT!
Jóhanna Guðrún lenti í
í öðru sæti í Eurovision!
Undur og stórvirki.
Húsfreyju fannst lagið "of gott",
og "of vel flutt" fyrir Eurovision-
söngvakeppnina.
Hélt satt að segja að lagið ætti ekki
sjens.
En svo kom Evrópa bara húsfreyju á
óvart og fílaði lagið hennar Jóhönnu
....gaman að því!
Húsfreyja var einnig hrifin af lagi
Aseríbaídjana, en síður því norska.
Bjóst alltaf við bændafólki í fatnaði
frá því um 1967 fram á sviðið að stíga
dans, þá það norska ómaði í eyrum.
En fiðlan var flott og dansarnir góðir
hjá frændum okkar í hinu mikla veldi
norska kóngsins, þótt söngvarinn væri
hálfgerður raulari og lagið svona hvorki fugl
né fiskur.
Taldi húsfreyja að Aseríbadjan myndi vinna
keppni þessa....en sei sei nei!
En alveg brilliant frammistaða hjá Jóhönnu
og hennar söngliði með "Is it true", og landinn
hálfklökkur af þjóðarstolti og sönggleði.
Gott að velgja annað sæti, fyrst við erum með hálfkarað
tónlistarhús við höfnina, sem vart heldur
vatni og vindum, geri strembna vestanátt
með votviðri og 44 metrum á sekúndu á
Kjalarnesinu.
Við svona rétt sluppum fyrir horn hérna!
Norsurum óskar hún innilega til hamingju með
besta evrópska "raularann", sigurinn í Euro....
og sérstaklega til hamingju með að "verða" að
halda keppni þessa að ári....megi þeir ætíð sigursælir
verða, á meðan kreppan ríkir!
En sjálf var húsfreyja í góðum gír þessa Euro-helgi.
Frændurnir, Siggi og Vigri sóttu okkur heim í
næturgistingu.
Báran tók drengina í mikinn búðarleik, seldi þeim
allt gamla þreytta dótið sitt, og hafði af þeim alla þeirra
"peninga".
En þá þeir frændur blankir voru orðnir, klippti Báran bara meira
niður af peningum handa þeim úr gömlum Moggum.
Segið svo að Mogginn sé ekki ætíð velnýttur og fjölnýttur!
Húsfreyja bauð svo liðinu á Stígvélaða köttinn í bíó, daginn eftir.
Öðruvísi teiknimynd með frönskum húmor, en allir höfðu mikið gaman af.
Bara eitt!
Kvikmyndastjóri ákvað að hafa "slökkt" á loftræstingunni á einum
heitasta vordegi litla Fróns þetta árið.
Það voru rjóðir og sveittir krakkar með "rjóðari og sveittari"
foreldra, sem stauluðust út úr Kringlubíói þennan dag.
Allir með glansandi augu, skjögrandi eftir lamandi hitann,
enda litu aðrir Kringlugestir forviða á hóp þennan...og forðuðust
eins og hópurinn væri haldinn illum öndum...eða þaðan af verra:
Væri smitaður af svínaflensunni ógurlegu.
Foreldrar allir og húsfreyja með drógu krakkastóðið út
í súrefnisríkt púst-reykmettað loftið á bílastæðum Kringlunnar,
og þóttust góðir að hafa ekki fengið andarteppu og hitaslag
yfir Stígvélaða kettinum.
Er svo stödd með Bárunni í Þorlákshöfn á öðrum heitum degi.
Kaffi, Scrabble, trampólín og fjör.
Mútta að koma úr Eyjum með Svöluna.
Góðar stundir.
Mikil stemmning á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.