12.5.2009 | 18:45
Vatnsósa brunnin kirkja og það sjöunda.
Húsfreyja datt í góðan krimma
eftir Árna Þórarinsson nú á dögunum.
"Sjöundi sonurinn", er nafnið á þeirri ágætu
bók.
Er bókin bráðskemmtilega skrifuð, og
er að mestu leyti látin gerast á Ísafirði,
þar sem brunavargar og morðingjar vaða uppi
með djöfulgang og læti....og sjöundi sonurinn er
aldrei langt undan.
Og svei, ef húsfreyju er ekki farið að dreyma um
ferðalag til Ísafjarðar eftir lestur þennan.
Í bókinni er einmitt komið svolítið inn á
kirkjubrunann 1987 hjá þeim Ísfirðingum, en
þá gömlu kirkju barði húsfreyja augum á því
herrans ári 1976, frekar en '75 í skólaferðalagi.
Man húsfreyja enn kyrrláta reisn gömlu kirkjunnar,
og þótti gott að kirkjan hinn brunna og gamla,
skyldi tekin niður og "geymd" á góðum
stað, ef til kæmi að bærinn sæi sér fært að
endurreisa hana, þá góðæri skylli á þar vestra.
En lítið hefur ENN bólað á "góðæri", hlutabréfagróða,
kvótasukkeríi eða útrásarfirringu í þeim góða bæ Ísafirði,
þótt dansinn í kringum gullkálfinn hafi verið stíft stiginn hér
á banka- og útrásarvíkingaslóðum.
Og er nú svo komið að kirkjan hin reisulega, en brunna,
er komin á bólakaf í vatn og aur, og næsta víst að
merkingar á kirkjuspítum öllum fari að renna út og eyðast.
Gæti þá reynst efitt að endurreisa gömlu kirkju þessa,
þá kreppa hjaðnar, og Mammon brosir við oss að nýju.
Hund asskoti fúlt allt saman, og ekki ráðlegt að geyma
gamlar reisulegar kirkjur á árbökkum...og það þó þær séu brunnar
niður í frumeindir sínar.
En að öðru.
Sjöundi sonurinn, sem þó er ekki sjöundi sonurinn,
heldur sjöunda barn foreldra kemur þó nokkuð við
sögu Árna.
Húsfreyja var ekki gömul, þá hún heyrði fyrst um
að "sjöundi sonur" eða "sjöunda dóttir" fæddust með
sérstaka hæfileika....séu jafnvel útvalin.
Móðir húsfreyju er "sjöunda" dóttir föður síns, og
leggur jafnan á borð fyrir 5 gesti, þó aðeins 3 komi
í kaffi.
Sver upp á æru og trú, að 5 gesti hafi hún séð,
þó ekki hafi nema 3 þeirra hafi hellt í bolla sína og drukkið kaffið.
Berdreymin er hún sömuleiðis, og hreinlega dreymir
atburðina eins og þeir gerast.
Hér á landi skiptir það yfirleitt foreldra litlu,
hvort þau eignast drengi eða stúlkur.
Flestöll börn velkomin og elskuð, alveg óháð kyni.
En svo var húsfreyja að lesa um manngarm,
föður á Indlandi sem er allóhress með það
að eiga "aðeins" 7 dætur.
Svo miður sín er maðurinn að hann hefur eigi
þvegið af sér skítinn í 35 ár.
Og það þó að "sjöunda dóttirin" hafi sérstaka
hæfileika...sé jafnvel "útvalin".
En þrátt fyrir 35 ára "skítsöfnun" hefur manni
þessum ekki tekist að eignast dreng.
Telur húsfreyja að dæturnar hljóti að hafa erft
"nefsjúkdóm" frá móðurinni, og hafi þær ekkert
lyktarskyn, á meðan stenkurinn af föðurnum
nær svo alla leið upp í "Sólarlandið allra ófæddra barna".
Þar sem mögulega, væntalegir synir hans eru "grænir"
á hörund af lyktarmengun, og því sífellt að fresta
"för" sinni niður til móður jarðar, og í hendur
indverska föðursins.
Jamm, en þetta var svona flogið úr einu í annað....
og mest upp á grín.
Góðar stundir.
Gamla Ísafjarðarkirkjan umflotin vatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.