5.4.2009 | 11:27
Réttar og rangar áttir.
Húsfreyja hefur aldrei haft
minnstu áhyggjur af því
"í hvaða átt" hún biður, þá
hún spjallar við Guð.
Virðist engu skipta hvernig
húsfreyja snýr, spjallrás hennar við
Guð er alltaf opin...eða þannig
upplifir húsfreyja bænir sínar.
Og merkilegt nokk, bænum húsfreyju
er svarað, þó hún hafi staðið á hvolfi
í jóga á stofugólfinu, verið parkeruð
á bíl sínum á bílastæðinu við Kringluna,
setið á kirkjubekk í gamalli timburkirkju
eða legið hálfsofandi í svefnherbergi sínu
að kveldi þá hún bað.
Svo húsfreyja er ekki alveg að skilja
þetta með mikilvægi þess að biðja "í rétta átt",
hér á móður Jörð.
Jörðin okkar er jú hnöttur, þannig að beini þú
bænum þínum að "einum stað" á jörðu, mun
bænin sannarlega lenda þar fyrir rest, geri þú ráð fyrir
að bænin þín fari frá upphafsstað "á braut" utan um hnöttinn.
Jörðin bæði snýst og hallast, og þó þér hafi
skeikað nokkuð í upphafi, ætti bænin að ná
á áfangastað....jamm stundum eftir "nokkuð marga" hringi.
Eða það telur húsfreyja.
En hver segir svo að "bænir" geti ekki beygt?
Jafnvel tekið "U-beygjur" ef þörf er á!
Sikksakkað?
Farið í heilan hring?
Það er trú húsfreyju að allar kærleiksríkar
bænir fari beina leið til Guðs og góðra engla,
sem gangi svo í málin.
Hvar almættið býr, veit húsfreyja ei, en allar
hennar kærleiksríku bænir virðast eigi að síður rata þangað.
Og "allar áttir" eru "réttar" áttir fyrir kærleiksríkar bænir
hér á móður Jörð.
GÓÐAR BÆNASTUNDIR UM PÁSKA!
Bænirnar beðnar í ranga átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
rosalega sætur pistill - takk fyrir mig
halkatla, 5.4.2009 kl. 11:52
Góður pistill Sigríður :). Kveðja.
Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2009 kl. 14:21
Þakka ykkur, vinir. Merkilegt þetta mál með "áttir", hér á jarðkringlunni.
Sigríður Sigurðardóttir, 6.4.2009 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.