Snjóþreyta!

snow_mad  Lamandi snjóþreyta hrjáir nú

  húsfreyju illilegaErrm.

  Er eiginlega bara á allháu stigi,

  og engin lækning til...

  nema auðvitað voriðFrown!

  Veit einhver klukkan hvað vorið kemurWink?

  Er hægt að boða til "snjómótmæla" þar

  sem botnlausar þotur eru brenndar og

  úr sér gengnir snjósleðarLoL?

  Þá hálshöggva "Snæfinn snjókarl"

  svona táknrænt, til að mótmæla

  fannfergi og endlausu "niðurhali"

  á snjó á jörðu niðurDevil!?

  Útbúa skilti: "Helvítis fokking snjófokk"!?

  Senda Bláfjallabræður og systur í

  "vorfrí" í svissnesku Alpana með

  allt sitt skíðadóterí?

  Nei.  Bara svo þreytt á fljúgandi

  hvítum flygsum þessum, húsfreyjaSleeping!

  Eru farnar að minna hana óþægilega á rifnar

  æðadúnsængur, biluð svart/hvít sjónvörp

  og skyrsletturnar hans Helga Hóseasonar

  hér um árið, í stað æsispennandi sleðaferðir

  á Hosshól, snjóhúsabyggð og snjóboltastríð

  við Eyjapeyjana.

    Eilífur snjór í augu mín

    út og suður og vestur skín,

    samur og samur út og austur.

    Einstaklingur, vertu nú hraustur!

                                             Jónas Hallgrímsson (1807-1845)

  Bráðvantar vorið, húsfreyju.

  Með blómstrandi krókusum,

  páskasóleyjum og hlýindumInLove.

  Þetta er eiginlega orðin ágætur

  snjó-og kreppuvetur....alveg komið nóg!

  Agalegt að fá myljandi snjókomu

  ofan í kosningaþras og kreppugrát.

  Mætti halda að himnarnir grétu

  hvítum tárum með þjóðinniCrying.

  Væri nær að senda okkur vorið snemma í ár,

  tapa sér svo í garðinum við blómarækt

  í gróandanum, ná sér í svartfuglsegg í soðið

  úr Eyjunum og grásleppu niðri á bryggju

  hjá trillukörlunum.

    Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.

    Á sjónum allar bárur smáar rísa

    og flykkjast heim að fögru landi ísa,

    að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

 

    Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum

    um hæð og sund í drottins ást og friði.

    Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.

    Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

 

    Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer

    fjaðrabliki háa vegaleysu

    í sumardal að kveða kvæðin þín,

    heilsaðu einkum, ef að fyrir ber

    engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.

    Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

             (Ég bið að heilsa.) Jónas Hallgrímsson(1807-1845)

  Hann er oft æði langur veturinn uppi á litla Fróni,

  og asskoti töff að þreyja bæði Þorrann

  og Góuna með snjó og kulda.

  Húsfreyja ætlar að athuga hvort

  veðurguðir allir séu ekki þokkalega

  sáttir við hana um þessar mundir,

  og hvort þeir vilji ekki smella inn eins

  einu snemmbæru vori, svona til hátíðabrigða...

  svona einu sinniWhistling.

  Veit húsfreyja vel að veðurguðum hefur iðulega verið

  illa uppsigað við hana, og jafnvel heitir

  út í hana og hennar stórfamilíu....senda henni

  mergjað "æluveður" þá hún þarf í skreppitúr til

  Eyja með Herjólfi, "svartaþoku" upp á fleiri kílómetra

  radíus yfir litla Fróni, ætli hún að fljúga og

  helvískan "stórbyl með eldingum" og látum

  upp á fjalli, bregði hún sér í kaffi til múttu

  sinnar að vetrarlagi í ÞorlákshöfnAngry.

  Veit húsfreyja eigi hvernig henni hefur á stundum

  tekist að móðga veðurguði alla svo hrikalega, en

  telur máske að hún sé bara ein af þessum

  "erfiðu kúnnum" þeirra veðurguða, sem alltaf er að

  nöldra yfir skítviðrum, en gleymi svo að þakka

  blíðviðrinGetLost.

  Jamm!

  VESEN!

  Ehemm...Vill húsfreyja nota tækifærið, og þakka veðurguðum öllum

  fyrir alla fallegu og sólríku vetrardagana undanfarið,

  og segja að sjaldan hefur landið notið sín eins

  vel og í veðrinu í vetur.  HREIN DÁSEMD!!

  Bara minna svo lauslega á vorið...ehehemmmWhistling!

  En góðar vetrar- og snjóstundir...fram að vori.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband