17.2.2009 | 17:10
Óvissuferðir hjá SAS?.... og andvökur.
Ætli þetta sé nýjasta nýtt
hjá SAS....skella ferðalöngum
í óforvendis "óvissuferð", í
heldur lengra og "dýrara" ferðalag
en til stóð í upphafi...og rukka svo
bara mismuninn á áfangastað?
Nú og máske er þetta liður í sparnaði hjá SAS,
að ráða til vinnu fólk sem aldrei veit
hvert það er að fara.....hinir sem vita það
hljóta þá að hafa verið að fá "extra bónusa" fyrir "viskuna"
hjá því félaginu.
Nú eða þá að þetta sé sjúkdómur,
eða jafnvel faraldur sem orsakar svona
óvissu og minnisleysi hjá fólki í ábyrgðarstöðu.
Og hér hélt húsfreyja, að það væri
bara "ástsæll seðlabankastjóri" vor,
sem ekki vissi hvort hann væri að
"koma eða fara", væri uppsegjanlegur
eða ekki óuppsegjanlegur,
hvort hann væri í pólitík eða ekki í pólitík,
hvort hann væri vinsæll eða óvinsæll!
Svo er þetta ef til vill bara að "ganga" víða lönd,
og máski bráðsmitandi líka.
JEMINN!
----- ---- ------ ---- ----- ---
En þetta var nú meinleg grínútrás hjá húsfreyju,
enda húsfreyja í meinlegum gír í dag.
En hún vonar svo sannarlega að flugstjóri þessi hafi ekki verið
alvarlega veikur hjá SAS. Margir slæmir sjúkdómar sem geta
orsakað brátt ruglástand hjá fólki, eins og blóðtappar
og heilablæðingar, og er ekki gerandi grín að slíku.
--- --- --- ---- --- ---
Móðir húsfreyju á nú í vök að sækja á
sínum heimavelli, forstofuherbergi sínu
austan fjalls.
Þar hvílir hún lúin bein næturlangt með
Svöluna sér við hlið.
Stundum bætast Sigginn og Vigrinn við
og svo tíkin hrjótandi undir rúmi.
Reynir þá múttan að finna sér næturstað
í öðrum auðum rúmum þá fer að þrengja að.
Hefur nú bæst heldur við "svefnbúskapinn"
hjá múttu, því kattarræfill, svartur og hvítur er Álfur
nefnist, er farinn að hringa sig til fóta múttu.
Sér húsfreyja í hendi sér, að vilji mútta hennar
halda sínu forstofusvefnherbergi, verði hún að
færa múttu sinni forláta "hengirúm" með digrum
kaðalstiga upp á 2 metra.
Negla hengirúmið upp undir loft í forstofuherberginu,
og festa kaðalstigann við.
Þar í "efri hæðum" geti svo múttan unað sér glöð,
ánægð og "steinsofandi" í friði og ró allar nætur....
en aðeins EF hún rúllar kaðalstiganum upp á
eftir sér, þá hún er "uppstiginn"!
Gleymi hún því er næsta víst að múttan hrökkvi
upp við illan draum, með Svöluna, Siggann, Vigrann
og köttinn í einu vöðli sér við hlið í hengirúminu,
og tíkina ofan á kvið sér.....um miðja nótt.
Og þá er úti um svefn múttunnar þá nóttina...
og verður hún að láta sér nægja að dudda sér við krossgátur
og bloggskrif...ef hún þá kemst niður úr
"loftbælinu"!
Húsfreyja á annars ágætis tjald...getur lánað
múttu sinni það...má altént tjalda því úti á bletti
í VOR!
Góðar stundir og ljúfan nætursvefn í nótt.
Flugstjóri vissi ekki hvert hann var að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.