Björgun með pósti!

windowslivewriterdidyourbossjustburnyourhousedown-ef63burning-house3  Húsfreyja fékk "björgun"

  með pósti í gær, frá okkar

  herlegu "sálugu" ríkisstjórn.

  Heilar 2.200 krónur...jamm,

  "tvö þúsund og tvö hundruð krónur"Pinch.

  "Við björgum heimilinum" var viðkvæðið hjá

  fyrrum forsetisráðherra.

  Miðað við skuldir okkar hjónaleysanna um

  þessar mundir, eru þessar 2.200 kr. álika góð björgun,

  og kötturinn mígi á og í skó húsfreyju, til að mýkja

  upp leðrið fyrir hanaDevil.

  Tvö þúsund og tvöhundruð krónur í

  barnabætur!

  Og karl húsfreyju fékk sömu upphæð....

  nær ekki einu sinni 5000 krónunum,

  þó þau legðu saman.

  Snilldar björgunaraðgerðir!

  En að taka út verðtryggingu..sei, sei nei,

  því það myndi "virkilega" BJARGA heimilunum,

  og "svoleiðis aðgerðir" voru ekki viðurkenndar

  af ríkisstjórninni sáluguWhistling.

  Þá er það bara spurningin:

  Mun ný stjórn pissa í skóinn sinn líkt og

  sú fyrri, eða mun hún gera eitthvað

  rótækt til að bjarga heimilunum?

  Húsfreyja bíður kengspennt!

  Smá gutl og gauf framundan í

  húsverkum, svo skreppum við

  líklega austur fyrir fjall, djásnið

  og húsfreyja.

  Nógu er veðrið fallegt og landið

  enn fegurra!

  Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá! þvílík björgun - heppnin er með ykkur hjónum, það er alveg ljóst

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jamm, Sigrún mín, hér verður ekki þverfótað á heimilinu fyrir VEL heppnuðum björgunaraðgerðum.  Fer að moka út peningaseðlum út á sólpall hvað á hverju!!  Hef ekkert pláss fyrir allar þessar björgunaraðgerðir.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband