22.1.2009 | 18:22
Hvenær hætta manneskjur að...
...að vera manneskjur,
og verða að SKRÍL?
Því miður vaða níðingar og
ofbeldismenn oft uppi, þá
fólk kemur saman hvort sem er
til skemmtanahalds eða
mótmælafunda.
Leita að óhörðnuðum ungu fólki
sem finnst allt spennandi, og
æsa það upp með sér til ódáðaverka
og lögbrota.
Og SKRÍLLINN verður til.
Sorglegt að SKRÍLL þessi sé farinn
að ógna lögreglumönnum og fjölskyldum
þeirra.
Á ekki að líðast í okkar litla landi.
Lögreglumenn verða að sinna sínum
störfum á mótmælafundum,
hvort sem þeim er það ljúft
eða leitt, hvort sem þeir eru sammála
eða ósammála friðsömum mótmælendum
eður ei.
Heimili þeirra og fjölskyldur eru friðhelgar
eins og okkar allra.
Svo mörg voru þau orð.
Góðar stundir.
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg er ég sammála að lögregglan verður að sinna sínum skildum og það er ófirirgefanlegt að birta heimilisföng lögreggluþjóna á netinu og hvetja fólk til að halda þangað. Ég efast um að sömu aðilar og birtu þessar upplýsingar væru tilbúnir að birta heimilisföng sín á netinu svo að hver sem er gæti truflað þá þar.
Hins vegar, Sigríður mín, er orðið skríll ofnotað þessa dagana og það ekki neitt pínu lítið. Þessi skríll sem þú talar um er einfaldlega fólk sem er búið að fá sig fullsatt af ástandinu og heyrnardeyfð yfirvalda gagnvart þjóðinni sem þau vinna fyrir. Friðsamleg mótmæli hafa verið reynd í um 4 mánuði núna án nokkurs árangurs og mannlegt eðli er einfaldlega að þegar við berjumst fyrir lífi okkar og/eða frelsi og friðsamleg leið virkar ekki þá munum við aldrei leggjast í gólfið og deyja eða sætta okkur við að vera hneppt í þrældóm. Við munum nota öll vopn sem við höfum og því miður höfum við bara val um friðsemd eða ofbeldi. Á Íslandi hefur sem betur fer sjaldan þurft að fara seinni leiðina en nú hefur sú fyrri ekki virkað og því eðlilegt að fólk muni í auknum mæli beita þeirri seinni.
Það sem meira er vina mín er að nú á þessum þremur dögum þar sem eldar hafa verið kveiktir og ofbeldi hefur verið viðhaft í miðborg okkar þá virðist meira hafa gerst í tengslum við kröfur almennings en þá fjóra mánuði sem á undan hafa liðið.
Fólk kallar mótmælendur skríl fyrir að brjóta rúður og sletta skyri sem jú veldur einhverjum skaða og kostnaði en hvað í ósköpunum er það miðað við þann skaða og kostnað sem útrásarvíkingar og óhæfni ríkisstjórnarinnar og ráðuneyta hennar hafa valdið þjóðinni? Skríllin er ekki fólkið sem krefst virks lýðræðis með öllum ráðum. Skríllinn er jakkafataklætt fólk sem felur sig í undirgöngum Alþingishússins og flýr land með peningana okkar.
Ég vildi óska að friðsemd hefði dugað til að viðhalda lýðræði okkar og frelsi en fyrst ríkisstjórn okkar viðurkennir ekki þjóð sína þá var því miður ekkert annað hægt að gera í hugum fólks. Við verðum að losna við skrílslæti stjórnar okkar áður en við höfum áhyggjur af skrílslátum almennra borgara.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:45
Þakka þér þetta Sigurður. Vissulega tekur það langan tíma og mikla þolinmæði að fá stjórnvöld til að hlusta á raddir fólksins. Mín skoðun er samt sú, að friðsöm mótmæli, þar sem enginn skaðast eða verður fyrir tjóni séu mun happasælli og árangursríkari þegar upp er staðið. Ég viðurkenni fúslega að ég óttast skrílslæti, enda er skríl í ham nokk sama þótt friðsamir mótmælendur slasist eða meiðist illilega. En þetta er nú mín skoðun. En sammála þér er ég um ríkisstjórnina og þá óvirðingu sem hún sýnir okkur, og víst má gera hróp að henni og mótmæla hraustlega með pottum og pönnum. En þar dreg ég mörkin.
Þakka innlitið og góðar stundir.
Sigríður Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.