15.1.2009 | 18:44
Hálfkláraðar byggingar nýmæli?
Síðan hvenær?
Húsfreyja man eigi betur en að
þá hún fluttist til Þorlákshafnar,
einn herlegan vetur á því
Herrans ári 1973, stæði eitt
fátæklegt, ópússað kjallarahró,
meira svona hálfgerður "grunnur"
að húsi, þar sem fínasta flott
ráðhús stendur í dag.
Og þar stóð kjallaraskonsan
árum saman....og árum saman...
var húsfreyja búin að skrifa ÁRUM SAMAN?,
og þjónaði bæði hlutverki félagsheimilis
og íþróttahúss.
Samt var svo lágt til lofts í "íþróttasalnum",
að við krakkarnir máttum gæta þess að
reka okkur ekki undir loft í heljarstökkum
og leikjum, og hávaxið fólk hreinlega "gat
ekki" stundað líkamsæfingar og leiki í salnum.
Svo lágt var til lofts, að þegar haldin voru
Þorrablót og aðrar skemmtanir (í "sama sal"
og við krakkarnir stunduðum leikfimi), að
þétt "grátt" reykingaský myndaðist, sem var
dimmara en svartasta Austfjarðarþoka.
Þekkti enginn maður annan, fann engan
er hann þekkti og allra síst kærasta eða kærustur.
Gift fólk þekkti maka sína á "röddinni" einni saman.
Svo fólk í tilhugalífi skipti um kærasta og kærustur
á þessum "þokukjallaraárum" í Þorlákshöfn,
eins og aðrir skipta um sokka......var bara
næsta líklega skvísa eða gæi gripinn.
Og sjaldgæft að nokkur maður undir 24 ára
aldri færi einn heim af balli....þrátt fyrir að
allt annar einstaklingur hefði verið "viðhengi" í upphafi dansleiks.
Hehehe, en þetta er nú bara smá "útúrdúrssöguskýring"
hjá húsfreyju, og ef til svolítið orðum aukin.
En breytir ekki því að, kjallarahróið máttu
Þorlákshafnarbúar láta sér að góðu verða
alla tuttugustu öldina.
Minnir húsfreyju að "ráðhúsið fína og flotta" hafi
ekki verið vígt fyrr en við upphaf þeirrar 21.
Nærri því þrjátíu ár í hálfbyggðu húsi.
Jamm, svo hvaða læti eru þetta út af
hálfkláruðum húsum niðri bæ, spyr húsfreyja!
Langt í það að komin séu 30 ár
í slugs, kreppu og byggingarbið og að árið 2039 renni upp!
Þá geta sko menn farið að kvarta fyrir ALVÖRU!
Táknmynd góðæris eða kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"almennilegar" skemmtanir í Þorlákshöfn á árum áður
Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 10:39
Já, þær voru sko "almennilegar", og svolítið "gráar" og "augnasúrnandi" í minningunni.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.