8.1.2009 | 09:57
Redda sér!
Mikill námsmaður þetta!
Ekki ætlað sér að missa af
skólanum þennan dag....
eða skólamorgunmatnum!
Sjö ára djásninu er nokk sama
um skólamatinn, enda matgrönn með afbrigðum.
En félagsskapurinn og námið er bara stuð,
þó ekki hafi henni fundist gaman í smíði.
En seint færi hún samt af stað upp á eigin
spítur, að aka bíl foreldranna í skólann.
Enda eins gott!
Húsfreyja fengi slag, ef djásnið reyndi slíkt,
og bóndi hennar yrði að fá áfallahjálp....
Húsfreyja hefur tvisvar nuggað stuðarann á
heimilisbifreiðinni og eitt sinn rifnaði silsi af,
óskemmdur þó.
Bóndi "hjúkraði" bíl til heilsu aftur í öll þrju
skiptin, stumraði yfir honum og annaðist sem ungabarn.
Húsfreyja fékk "enga samúð", þó henni hefði orðið um
að valda skemmdum á bíl sínum.
"Hvað varstu að hugsa, kona" eiturhvasst, var það
"hlýlegasta" sem bóndi lét frá sér fara við hana.
Góðar stundir og farið varlega í umferðinni.
Ók sjálfur í skólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.