Palli og Gnarr!

getImg  Páll Óskar er einn af

  vinsælustu tónlistarmönnum

  litla Fróns, og ekki að furða

  þótt vel seljist hjá honum,

  því síður að hann sé bókaður

  marga mánuði fram í tímann.

  Telur húsfreyja þetta brilliant mál

  fyrir Palla, og óskar honum áframhaldandi velgengi

  á árinu 2009Wink.

  En Jón Gnarr í áramótaskaupi sjónvarpsins í

  gærkveldi var bara gargandi "snilld"LoL.

  Ekki síst í hlutverki Páls Óskars í frægum

  sjónvarpsauglýsingum síðasta árs...." í

  heiminum er fullt af PAPPAKÖSSUM"Tounge

  Húsfreyja var með tvö fósturbörn og maka þeirra

  í mat, eldflaugapuðri og að sjálfsögðu Skaupi.

  Gnarr sem Palli í téðum auglýsingum, náði upp

  krampakenndum hlátursrokum frá öllum, og ekki

  síst 7 ára djásninu, en hún dýrkar Pál og músík hansGrin.

  "Mamma, þetta er skemmtilegasta kvöldið á öllu árinu".

  Tuttugasti og fjórði desember kominn með myljandi

  samkeppniWhistling

  Fékk reyndar að horfa aftur á Skaupið á netinu,

  sú sjö ára, eftir miðnættið, til að hlægja meira.

  Reyndar fannst húsfreyju Skaupið óvenju gott

  í ár, og var hrifin af því hve vel allir leikararnir

  stóðu sig í hinum ýmsu gervum.

  Háðið og grínið var líka hárfínt, og hvergi of gróft.

  Ekki skemmdi að einn af aukaleikurunum var

  systurdóttir húsfreyju, sem brosti breitt framan í landsmenn

  með hvíta húfu á höfði, og "tók höndum saman" við

  aðra landsmennJoyful.

  Köttur húsfreyju, sem samkvæmt öllum "algildum reglum"

  um hunda og ketti, hesta og fleiri dýr,

  hefði átt að vera "á tauginni" vegna blossa og sprenginga,

  sat út í glugga megnið af kvöldinu, og fylgdist VEL með

  "litfögru flugnageri" þessu á himninum og veifaði skottinu

  veiðilega.

  Enda sumarflugur húsfreyju allar í bráðri lífshættu á

  vorin og sumrin, þá kisa hennar kemst í veiðigírinn.

  Geispaði svo ósköp, kattarrófan og lagði sig á

  meðan nýja árið gekk í garðWizard.

  Húsfreyja og sjö ára djásnið svo vaknaðar rétt fyrir hádegi

  á fyrsta degi ársins 2009.

  Djásnið búið að skrautrita nafn húsfreyju og sitt eigið

  og skreyta með hjörtumInLove, og er með nafn föðursins í vinnslu.

  Húsfreyja fékk sér ristað brauð með smjöri og konfektmola í

  morgunmat....hvaða, hvaða... það eru nú einu sinni áramótCool!

  Smá sukk og svínarí leyfilegt í fæðuvali þáDevil.

  En djásnið hefur lokið skrautskrifum, og þarf í kompjúterinn.

  Góðar stundir.

 


mbl.is Hefur aldrei upplifað önnur eins læti í kringum sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Skaupið var snilld - algjörlega sammála

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Palli er og hefur alltaf verið snillingur.

Skaupið var bara þokkalegt með marga góða punkta.

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband