21.12.2008 | 20:54
Jeminn!
Þetta er vandræðalegt ef satt er.
Svo ekki sé meira sagt.
Annar hver samstarfsmaður húsfreyju
hóstandi og "hnerrandi" um
þessar mundir, svo ekki sé minnst
á húsfreyju sjálfa.
Hvað erum við eiginlega að pæla
í háheilögum jólamánuðinum?
Þetta er bara ávísun á massíva
"nýburasprengju" í september
næstkomandi.
Verður allt vaðandi í litlum "Meyjum",
samkvæmt stjörnuspekinni.
Lítið ofurgagnrýnið, hógvært, duglegt
og pottþétt lið að fæðast í heilu bunkunum.
Jamm, er máske ekki algalið.
Því þetta er liðið sem kemur þjóðinni
út úr fjármagnsfeninu og stjórnarkreppudrullunni
eftir á að giska 25 ár.
Mun hafa vitið til þess.
Hefur húsfreyja annars nefnt það, að hún
er fædd í merki Meyjunnar......?
Jólaundirbúningur verið nokkuð tímafrekur
hjá húsfreyju undanfarið.
Pipakökurnar bakaðar með múttu, systurdóttur,
djásninu, Heimi og Marinó eina helgina.
Jólagjafir allar keyptar, innpakkaðar og tilbúnar
til afhendingar.
Tvö risaalmanök með 100 myndum hvert, föndruð
og innpökkuð.
Tvenn jólahlaðborð tekinn með stæl....á sömu helginni
að sjálfsögðu.
Jólakort 35 stykki skrifuð og komin í póst.
Jólaseríur í gluggum, jólaútsaumur á veggjum
jólaþorp á stofuborðinu.
Jólatréð skreytt og ljósum prýtt í stofunni.
Og þetta allt fyrir utan daglegt gauf og gutl,
matseld, þvotta og vesen.
Karlinn lenti í "þrifunum".
Honum er EKKI skemmt!
Þrátt fyrir það búinn að fara um íbúðina sem
stormsveipur og allt er orðið skínandi hreint og
fínt og vel tekið til
Karlinn minn er öðlingur.....þarf bara að "fíla"
sinn hluta af málunum betur.
Húsfreyja fílar nefnilega allt þetta stúss
í tætlur, og syngur hástöfum jólalög og inn á
milli "Ég fíla dilla dilla, ég fíla dilla" ala Madagaskar!
Sjö ára djásnið tekur eftir móður sinni, og er á
útopnu.
Jesúbarnið er "ógesslega" heppið að eiga afmæli
á jólum, og mikið er rosalega gaman að allir
skuli vera svona glaðir og góðir...og skuli gefa
jólagjafir.
Nú er aðal pælingin hjá henni, af hverju hún fær ekki "fleiri"
stóra pakka, en við fullorðna fólkið.
Farin í rúmið fyrir klukkan níu öll kvöld, enda ekki sést
svo mikið sem eitt kartöfluhýði í skónum hennar.
Er búin að standa í miklum bréfaskriftum við
illaskrifandi jólasveina, og er afskaplega lukkuleg
þegar þeir svara bréfum hennar.
Kann kvæðið hans Jóhannesar úr Kötlum um
sveinana góðu utan að.
Og hlakkar MIKIÐ MEIRA og MEST til jólanna.
Góðar jólastundir.
Hnerrandi kynlíf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nóg að gera hjá þér mín kæra. Ósk um GÓÐ OG GLEÐILEG JÓL sendi ég þér
Heiður Helgadóttir, 22.12.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.