11.12.2008 | 17:59
Nú er það SÚRT!
"Þú ert ekki nógu SÚR"!
Doktorinn var harðákveðinn.
Nú á sko að láta húsfreyju
kýla á það.
Drekka!
Drekka!
Drekka!
Og það gallsúran sítrónusafa!
"Leysir upp oxalötin þín,og kemur í veg
fyrir nýrnagrjótsframleiðslu", ekki hægt að
hnika doktor.
"Og borða kalk reglulega".
Fékk svo húsfreyja tvær A-4 síður með löngum
listum yfir það sem "alls ekki á að borða, eða
lítið", og eina A-4 síðu með því sem "má" borða!
Síðastnefndi listinn "mun styttri" en hinir, og nærri helmingur
hans tekinn undir einar 20 tegundir af "jurtate",
sem húsfreyju er óhætt að skólpa í sig.
Kartöflur út.
Gulrætur út.
Rófur út.
Heilhveitibrauð út.
Allar baunir út.
Kakó út.
Laukur út.
Döðlur út.
Súkkulaði út.
Soyjamjólk út.
Krækiber, bláber, rabbabari og kiwi út.
Appelsínur,sítrónur, hnetur og marmelaði út.
Olivur út.
Svartur pipar út.
Bjór út (nema í gleri).
Og svo einhver haugur af matarkyns nammi
sem má borða lítið af....DÆS!
Svo nú verður það bara kjöt, fiskur,
melónur, rúsínur, gúrkur og hrísgrjón
serverað með "dassi" af dijon sinnepi,
hunangi, káli, sykri, Cheerios og oregano.
Og drekka nógu djö....mikið af gallsúrum
sítrónusafa með, svo húsfreyja verði
súrari en allt sem súrt er innvortis.
Og alltaf gott að skella 4 bollum af 4 teg. af
"jurtatei" í sig sem dessert, á eftir.
Merkilegt nokk, eðalvínin hvítu og rauðu
eru "inn"......í hófi svo húsfreyja verði ekki
"gallsúr alki" fyrir aldur fram!
SJÍSS!
Eitthvað er melting húsfreyju ekki í nógu
góðum gír, fyrst hún er að senda aðra hverja
máltíð hennar í "grjótframleiðslu" í
nýrum hennar.
Hvurslags "kreppulið" sér eiginlega um að
stjórna því sem meltist í kroppi húsfreyju?
Er húsfreyja komin með einhverja "míni-Dabba"
í iður sín, sem sjá um að "sía" á hálfri vinnslu,
það sem þeir telja að sé gott fyrir hana og hennar skrokk,
hitt sent beina leið í helv... "grjótið" í nýrunum?
Húsfreyja "mótmælir" svona "skítlegum"
vinnubrögðum í meltingafærum sínum, og vill hafa
sínar kartöflur, rófur og gulrætur Á SÍNUM DISKI
við hverja máltíð eftir sem áður.
Súkkulaðið ræðir hún ekki einu sinni....frekar
"deyr" hún úr "overdose" af súkkulaði heldur en að
gefa það eftir!
Kannski hægt að draga úr döðluáti....MAYBE...
og annað er svona hægt að skoða....þá
vel liggur á húsfreyju.
En bévítans sítrónusafann getur húsfreyja
sosum skólpað oní sig í stórum stíl...búin með
heilan lítra af honum nú þegar, og svei,
ef henni "súrnaði" ekki um augun af gleði þegar
að hún heyrði með sinni "gallsúru ofurheyrn",
nýru sín syngja YES, YES, YES af lukku.
"Gallsúrar gleðistundir".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.