30.11.2008 | 10:54
Bitlaus vopn.....
... og léleg "þess í neðra",
svo ekki sé meira sagt,
séu þetta einu vopnin sem sá
vondi hefur yfir jólahátíðina.
Eða hvernig ætli Knudsen hinn danski,
telji að djöfsi brúki jóladverga þessa?
Grýti þeim fólskulega í hausinn á dönum,
svo annar hver Bauni hljóti af fjólurauð
glóðaraugu, blóðnasir og brotnar tennur yfir Jólin?
Skelli þeim undir óæðri endann á prestastéttinni
í jólaboðum, svo þeim bregði hressilega, og missi
jafnvel út úr sér: FO' FANDEN?
Og síðan hvenær hafa jólin ekki verið blanda
af heiðnum og kristnum sið?
Altént man ekki húsfreyja eftir því að
Jesú frá Nasaret hafi haft ljósum prýtt
grenitré inni í fjárhúsi sínu á hinni
fystu "kristnu" jólanótt.
Það hefur þá verið "yfirstrikað" í Biblíu
húsfreyju, hafi verið greint frá slíku þar.
Minnst á pálmagreinar jú, en ekki eitt einasta
orð um grenitré!
Telur húsfreyja að, þeir er hafa mikla trú á
tilvist "þess í neðra" væri nær að beina sjónum
að hnífum, byssum, sprengjum og þess slags
dótaríi þegar kemur að "verkfærum" hans.
Og huga að mannlegu eðli, því í því liggur
þörfin til að skaða aðra og drepa.
Leggja svo áhersluna á kærleik, gleði,
mannúð, virðingu og frið.
Djöfsi má svo eiga sig, enda tær uppspuni
frá upphafi til enda, rétt eins og Grýla og
Leppalúði, gróði útrásarvíkinga og hjálp
ríkisins til alþýðu í kreppunni.
Vill banna jólasveina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ó nei
halkatla, 1.12.2008 kl. 17:49
Sigríður Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.