Dauðasök....

china_468x383  ...að stunda njósnir í Kína.

  Og víðar um heim eru menn

  teknir af lífi fyrir minni sök en njósnir.

  Þykir húsfreyju vont mál, ef rétt er

  að Wo þessi hafi látið lífið saklaus.

  Verið pyntaður til að játa á sig

  upplognar sakir.

  Og svo drepinn.

  Mannréttindi hans fótum troðin,

  og fjölskylda Wos í sárum eftir

  magnað óréttlæti og missi ástvins.

  Húsfreyja er á móti dauðarefsingum

  yfirhöfuð, og þykir það ódýr lausn

  yfirvalda um heim allan, sem slíkt stunda.

  En eitt fannst húsfreyju nokkuð grátbroslegt

  við háalvarlega frétt þessa.

  Það er nafn samtakanna sem Wo á að hafa

  njósnað fyrir.

  En þau heita því yndislega "stutta", skýra og

  "skorinorða" nafni:

  " The Grand Alliance for the Reunification of China under the Three Principles

   of the People".

  Telur húsfreyja að, það að þurfa að segja nafn

  þessara samtaka í þaula í hálfan dag, hefði

  verið "næg refsing" fyrir njósnir þessarDevil.

  Átti svo bara að senda Wo blessaðan aftur í faðm

  fjölskyldunnar, með smá sekt.

  Eða það er mat húsfreyju.

  Væri svo nógu gaman að vita hvort til

  er "The Minor Alliance...osfr.Wink?

  Og hver hin "Three Principles" fólsksins eruCool?

  Og hvaða "fólk" er þetta, sem kostaði Wo lífiðShocking?

  Jamm, en annars ku vera fagurt í Kína, þó mannréttindi

  eigi ekki alltaf upp á pallborðið hjá Kínverskum.

 

 

 
mbl.is Meintur njósnari tekinn af lífi í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ódýr lausn já...ég er samt með tvískinning í málum sem dauðarefsingu.Hvort þetta var réttlátt eða ekki veit ég ekki......en hefði hann nauðgað eða misþyrmt barni þá væri hann réttdræpur á staðnum að mínu áliti ...samt of ódýrt.......

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Sollan mín, það er reyndar spurnig um barnaníðinga, hvað við höfum við þá að gera hér á jörð yfirhöfuð...en samt tel ég það verri refsingu fyrir þá að rotna í fangelsi, en að sleppa billega og vera teknir af lífi.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband