4.11.2008 | 17:18
Grafin aftur svo grýting gæti haldið ÁFRAM!
Blessuðu stúlkubarninu nauðgað,
og lög Kóransins segja "grýta hana"!
Skelfilega grimm og forn lög Kóransins,
trúarrits frá því á sjöundu öld eftir Krist,
látin gilda.
Svo saka islamatrúaðir vestrænar þjóðir
um "fordóma" í sinn garð, ef þeim er
bent kurteislega á óréttmæti, grimmd
og forheimskuna sem felst í því að brúka slík ævaforn lög.
Erum bara að rífa kjaft og forsmá spámanninn.
Það vonar húsfreyja að islamatrú festi aldrei
tryggilega rætur á Íslandi, svo hún þurfi ekki að hafa
áhyggjur af dóttur sinni og lagalegum rétti hennar
hér uppi á litla Fróni.
Þetta er bara skelfing.
Fréttin með því óhugnanlegasta sem húsfreyja
hefur lesið lengi.
Hjúkrunarfræðingar voru látnir grafa stúlkuna
upp þegar grýting var vel á veg komin, og þegar
lífsmark var með henni, var hún "grafin aftur"
svo grýting gæti haldið ÁFRAM!
Nú er húsfreyju verulega illt, og telur að það
sé ekki nema von, að fólk hugsi með sér "hvers konar"
fólk vill eiginlega iðka slík trúarbrögð?
Er húsfreyju nokk sama hvort um 13 ára eða 23 ára
stúlkur er að ræða, ENGINN á það skilið að vera
grýttur til bana, og allra síst eftir hrottalega nauðgun.
Sama hvort viðkomandi er fæddur, islamatrúar, kristinn,
hindúatrúar, búddatrúar eða hverrar trúar sem er,
trúarbrögð eiga ekki að leyfa slíkan viðbjóð og
grimmd.
Svo mörg voru þau orð.
13 ára grýtt fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg hræðilegt
HÓRDÓMUR, grýting ofl.Kynmök utan hjónabands við annan Múslíma hefur alvarlegar afleiðingar. Kynmök við heiðna konu hefur engar takmarkanir. Múlsímakona, má ekki eiga í neinum kynmökum undir neinum kringumstæðum við heiðingja, og þar á meðal innan hjónabands. Nauðgun kvenna flokkast einnig sem hórdómur.[B1,10,504; B2,23,413; B6,60,209]
Þegar Maiz kom til Múhameðs til að játa hórdóm, sagði spámaðurinn við hann, ,,Þú hefur sennilega aðeins kysst konuna, veifað til hennar eða litið á hana?“ Maiz svaraði: ,,Nei, Ó, sendiboði Allah!“ Múhameð sagði við hann, og skóf ekki af því, ,,Áttirðu í kynmökum við hana?“ Eftir að hann hafði viðurkennt glæp sinn, þá úrskurðaði Spámaðurinn að hann skyldi grýttur til bana.Nú skulum við líta á orð spámannsins Múhameðs, hins miskunnsama og sáttfúsa varðandi grýtingu fólks til dauða.Bindi 2, Bók 23, Númer 413: Frásögn Abdullah bin Umar:Sjá HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM á þessari slóð:http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:38
Hefði nú skylið þetta ef hún hefði verið íslenskur Bankastjóri,, Eða Seðlabankastjóri,,
bimbó (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:44
Mig langaði bara benda á að sahria lögin eru ekki í kóraninum bara benda líka á að þetta eru lög sem voru í gildi fyrir komu islams og mikið af hlutum sem viðgangast í islömsku ríkum eru ekki minst samkvæmt kórninum svo sem slæðan fræga það hefði verið ekki verið erfitt að grafa það upp
Hjalti (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:57
Þakka þetta Skúli, eru slæmar fréttir frá Sómalíu. Kíki á linkinn á eftir.
Jamm,bimbó, en ekki einu sinni þeir eiga skilið grýtingu, þó svínaríið á þeim sé súrt.
Þetta er einmitt málið, Hjalti. Sharialagamenn segja þetta vera í Kóraninum eða séu orð spámannsins, en hóglátir islamar neita því! Hver hefur rétt fyrir sér, og því búa svo margir sharíalagaislamar innan um hógláta islama, sem virðast lítið sem ekkert taka á þessum grimmdarglæpum sharíalagaislama?? Þetta virðast vera tvennslags trúarbrögð byggð á sama trúarriti og lög þess eru ENN við lýði hjá öllum islömum.....eða hvað?
Sigríður Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 18:23
Hjalti - ertu að grínast eða ertu að reyna að plata fólk sem hefur ekki lesið fræðin?
Múhameð sjálfur dæmdi svona dóma og ef hann gerði eitthvað eða sagði eitthvað þá voru það lög.
Það eru skír fyrirmæli um það í Kóraninum að konur skuli hylja sig.
Sharia lögin eru byggð á Kóraninum, Annálunum og Ævisögu Múhameðs.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.