Hvað skal segja...

 elves ...þá þrengir að heimilum og

  aldraðir verða að fara aftur út á

  vinnumarkað sjötugir eftir að

  hafa misst allan sinn sparnað

  í óráðsíu frjálshyggjubanka

  og auðjöfrakreppu?

  Tómas sagði það betur en

  húsfreyja getur:

        -----

        Renndi ég þá augum

        um aldaslóð:

        Sá ég þreytta þjóð,

        sem með þöglum huga

        byrði sína bar

        og í beiskri kvöl

        átti einskis völ

        - annars en duga.

 

        Vel máttu því vita

        hafi víðsjál björg

        ferleg og mörg,

        þér í fang hlaðist

        að stærra leit ég hafrót

        það er strönd mín braut,

        og þyngri þraut

        hefur þjóð mín staðist.

        ------

        Slík eru mín boð-

        Kveð ég börn mín öll-

        Megi fólk og fjöll

        hylla fánann bjarta,

        þann er íturhreinn

        yfir aldaslóð

        leiði lands míns þjóð

        heim til lands míns hjarta.

                   Tómas Guðmunddson (Ávarp fjallkonunnar 1950)

 

  Tómas hitti iðulega naglann á höfuðið,

  og mörg hans ljóða tímalaus.

  Húsfreyja verið á þönum í dag á sinni

  góðu deild.

  Öldungar allir í nokkuð góðum gír, enginn

  alvarlega veikur.

  Aðeins einn gamall maður mikið niðri

  fyrir, sem sagðist vera "ásóttur" af

  álfum nætulangt.  Var aðal umkvörtunarefnið,

  það að fá ekki svefnfrið fyrir álfum

  þessum, og yrði hann að spjalla við

  þá og halda þeim selskap á næturnarWizard.

  Húsfreyja á því miður engin "álfameðul"

  í fórum sínum, er svæft gætu álfa þessa,

  og þó hún ætti, yrði henni erfitt um vik

  að finna "ásóknarliðið".

  Hefur ekki séð einn einasta álf síðan

  hún var 5 ára gömul, er hún hoppaði

  og skoppaði um með álfabörnum í leik

  allan liðlangan daginnJoyful.

  Þóttu foreldrum og afa sögur hennar

  af ævintýrum sínum og leikfélaga

  bera merki um fjörugt ímyndunarafl

  og  mikið hugmyndaflugWhistling.

  "Ertu nú alveg viss" var spurning sem

  5 ára skottan fékk daglega, og svo

  var "brosað út í annað".

  Skottunni fannst merkilegt hversu

  "viss" hún þurfti ætíð að vera í frásögnum

  við fullorðna fólkið, en var afskaplega

  ánægð með hversu "brosmilt" fólkið hennar varGrin.

  En um 6 ára hurfu henni álfarnir, vinir hennar allir,

  og engan hefur hún séð síðan.

  Og sé nú mætt heil hersveit álfa í partýstuði

  til gamla hennar á deildinni, er úr vöndu

  að ráða.

  Því engir heyrir þá né sér nema gamli,

  og er honum líkt farið og húsfreyju

  forðum daga:  "Ertu nú alveg VISS, Jón minn"?

  Og svo: Smile!

 

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband