4.9.2008 | 11:53
Johnsen....
... í essinu sínu hér.
Þennan jötunmóð þekkja flestir Eyjamenn hjá
karli, og á hann hrós skilið fyrir að hlaupa
undir bagga hjá Ástþóri bónda á Rauðasandi.
Er aldrei smeykur við að láta verkin tala, Johnsen.
Og er hamhleypa þegar hann tekur sig til.
Bravó Johnsen.
Þetta er eins og að fá fæturna aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er hann ekki ágætur kallgreyið, hann sá til þess að fángarnir á Kvíabryggju fengu ný rúm, og sumir fengu málað hjá sér. Ekki allir sem að hugsa um þann næsta, en það gerir hann kallánginn.
Heiður Helgadóttir, 5.9.2008 kl. 11:05
Jú, hann á það sem hann á Heidi.
Á bara ekki að blanda sér í byggingamál þjóðleikshúsa og kirkja.
Sigríður Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 17:34
Ranglætið og ruddaskapurinn blasti við öllum sem séð höfðu dugnaðin og sjálfsbjargarhvötina hjá Ástþóri - Mjólku er mikill sómi af sínum viðbrögðum en lánadrottinn Ástþórs beið alvarlegan álitshnekki. Þáttur þingmanns sunnlendinga hefur yfirbragð tækifærissinnans sem leitar uppi sviðsljósið. Hvergi kemur fram að fjármunir hans hafi létt Ástþóri lífsgönguna. - Um það - peningana - öllu heldur peningaleysið - snerist þetta mál. Til hamingju Ástþór - þú hreifst alla íslensku þjóðina og átt aðdáun hennar óskipta ! Takk Mjólka - hjartans þakkir !
keli (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:52
En Keli, Johnsen létti þó undir með Ástþóri, röflaði ekki bara um málið eins og margir aðrir pólitíkusar.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.