2.9.2008 | 08:18
Steinrota....
...gullfiska?
En hvað með að "ryksuga" þá í tætlur?
Eitt sinn bjó hér á heimilinu einn yndisfríður
gullfiskur, er Gulli hét.
Var stór og myndarlegur og nokkuð kominn
við aldur.
Djásnið sem þá var á fjórða ári, var mjög hrifið af
Gulla, og fékk jafnan að gefa honum fiskamat
að éta....helst allan staukinn í einu.
Var súr út í móður sína, sú stutta, þegar múttan
reyndi að fá hana til að gefa "nokkur korn" í einu,
Gulla vini sínum.
Fannst henni múttan svo "nísk á mat" við vesalings
Gulla, að jaðraði við að múttan væri "hálfsystir"
Jóakims Aðalandar í Andabæ.
Svo einn daginn, er húsfreyja var í miklum ham að
ryksuga, gerðist slysið......sniff...snökt...sniff..."mamma,
þú áttir ekki að gera þetta", orgaði djásnið lengi dags.
Húsfreyja rak nefnilega hið "djöfullega rör" á ryksugu sinni
í kúlu Gulla, og kúlan "sprakk".
Þó Gulli næðist lifandi upp úr gólfinu, voru hans dagar taldir.
Fékk sjálfsagt massívt "hjartaslag" og andlegt sjokk við
sprenginguna miklu , og hefði þurft áfallahjálp á
"sjúkradeild gullfiska" í mánuð.
Hann "flaut" upp í loft í vaskafatinu, 2 tímum seinna
og var sturtað með viðhöfn niður í klósettið.
Húsfreyja gekk lengi vel undir nafninu "ryksugumorðinginn"
eftir þetta á heimilinu.
Hentar húsfreyju mun betur að eiga kött......
Gæludýrin í góðum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Humm .. mín dóttir átti gullfisk er Gulli hét nema hann hét GULLI HELGA.....hann fékk einhverja loftveiki og sú stutta skar hann upp til að lækna hann........og þar með voru dagar hans taldir....
En þetta er findin grein og jú mér finnst alveg að það eigi að dúnka á hausin á þeim áður en þeim er sturtað.........
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 20:13
góður pistillinn hér í dag sem endranær
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 15:21
Sollan mín...uppskurður!!! Nokkuð víst að stórt gat á maga gullfisks geri út um hann...óþarfi að dúnka.
Þakka Guðrún mín.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.