Beverly Gray-skaðinn.

rhtbgchal  "Heyrðu Sigga, má ég spyrja þig að svolitlu...þú verður að lofa að verða ekki vond"?

  "Ekkert mál, Heimir minn", húsfreyja ekkert nema ljúfmennskan.

  "Það er þetta með hana "Beverly Gray"...einhverjar bækur,

  hún systir þín er alveg miður sín, að þú skyldir hafa tekið þær"Errm.

  Húsfreyja reyndi að hugsa.....

  Jú, rámaði í að hafa verið með 2 gamlar Gray-bækur í höndunum.

  "En þær voru ómerktar, svo við mamma ályktuðum báðar að

  ég ætti þær".

  "NEI"!  Systir mætt.  "Ég á þær"!

  "Og nú er bara bindi 3 og 4 hérna, svo ég get ekki einu sinni

  lánað fólki allar fjórar, ef einhver vill lesa"Angry.

  Systir sótsvört af angist yfir sínum Beverly Gray bókum.

  "Nú þá bara skilast þær með hraði til þín aftur, systir góð",

  húsfreyja ekkert nema sáttin.

  En systir úr Eyjum var í sumarfríi, svo hún blandaði

  sér í umræðuna  snarlega og nú voru bindi no.

  3 og 4 sótt....og heldur vandaðist málið.W00t

  Þau voru merkt, vel og vendilega. 

  Annað jólagjöf frá "Siggu systur til Árnýjar" en

  hitt til Önnu frá Siggu systur.

  Úti í Eyjum hafði húsfreyja sjálf átt öll 4 bindin,

  en hafði grun um að hennar bækur hefðu horfið

  undir hraun á því herrans ári 1973....en samt fannst

  henni eins og 2 af bókunum, bindi eitt og tvö, hefðu

  getað komið með pabba heitnum upp á land, þá

  hann sótti búslóðinaWhistling

  Og því hefði hún gefið systrum sínum bindi 3 og 4, svo

  allar bækurnar væru til á heimilinuWink.

  En heldur er orðið of "langt síðan" þetta var, til að

  húsfreyja treysti sér í "fjölskyldudrama og stríð" við

  systur í Þorlákshöfn út af "blessuninni henni Beverly",

  og það þó að húsfreyja hefði dýrkað Gray sem pæjaHalo.

  Svo ómerktu bækurnar fóru með systur í Eyjum aftur

  til Þorlákshafnar, eftir að hún hafði vísiterað húsfreyju

  einn sumardag.

  En "Beverlytengdri óhamingju" systur í Þorlákshöfn er

  ekki lokið....sei, sei NEICrying.

  Ekki "ein einasta" Beverly Gray bók var í Þorlákshöfn,

  þá húsfreyja og kó. mætti í afmælisdinner þar í gær.

  Allar komnar úr í Eyjar, þar sem systir í Eyjum er dottin

  á bólakaf í spennu og fjör með Beverly og Shirley að leysa

  hin dularfyllstu mál....enda á systir a.m.k. eina bókinaLoL.

  Spurning þá með aðra þessa ómerktu.......Whistling.

  Sér nú systir í Þorlákshöfn fram á það, að verða að

  gera sér "sérlega Beverly Gray-ferð" út í Eyjar og

  endurheimta "lágmark 3" af yndislegum bókum þessum,

  af systur í Eyjum.

  Óttast nú húsfreyja að blóðugir "Gray-bardagar" brjótist

  út, og tætlur einar verði eftir af "ættardjásnunum",

  systrum mínum....og eitthvað minna eftir af Beverly GrayW00t.

  Vill hún því grátbiðja bókaútgefendur alla, að gefa nú aftur

  út bækurnar um Beverly Gray......öll 26 bindin ef því

  verður komið við....HIÐ SNARASTA!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Anna Karlsdóttir

erum farin að planleggja eyja ferð í snarhasti....ef systir skilar ekki bókunum mun heimir renna sér fimlega niður (rottu)strompinn og nappa bókum þessum.því allt gerir hann nú fyrir tengdó.

Kristín Anna Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ég verð þá að blogga áframhaldið:  "Lífið eftir Beverly Gray-stríðið"....eða "Harmur í strompi".

Sigríður Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:29

3 identicon

kæra systir-ur. Hér með tilkynnist ykkur að ég er aðeins með bindi 1 og 2 af Beverly Gray bókunum.Hef ákveðið að vera með þær þar til þið hafið komið ykkur saman um  að skiptast á að hafa þær ,styng upp á að hver okkar hafi þær í 4 mánuði á ári, hvernig er það?

anna systir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hmmmm...blanda mér í sríðið....nah, bíð frekar eftir nýju útgáfunni.  En þá getið þið ástkæru systur haft þær 6 mánuði og 6 mánuði....nú eða 1 ár í senn.

Sigríður Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:05

5 identicon

ok eða fáum okkur allar nýjar bækur og gefum Henný gömlu. en hvar eru hinar tvær? duló eitthvað fyrir Beverly Gray til að leysa annars er hún núna að leysa eitthvað draugalegt í sambandi við gamalt hús...ú.

anna systira (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Kristín Anna Karlsdóttir

stína segir ..þetta er búið.en auðvita tekur hún þátt í þessu,og hefur lúmskt gaman af því,Henný verður að fá að lesa Beverly bækurnar ,því annars höfum við mæðgurnar ekkert sameyginlegt umræðuefni þegar við skiptum núðlu dollu á milli okkar.

Kristín Anna Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:35

7 Smámynd: Kristín Henný Moritz

... og aumingja Heimir, var ekki boðið að splitta með okkur núðludollunni... hann neyddist bara til þess að vera heima og fá sér núðlur!

En þetta Beverly Gray mál er stórt mál, og ég verð að játa að ég hef unun að því!

Hér með fer ég fram á að fá ALLAR Beverly Gray bækurnar sendar heim til mín í síðasta lagi 30. september því annars fara aðrar bækur að hverfa... HA? Stelpur, Adda og Fimm fræknu mega fara að vara sig, og ég tala nú um Rauðu ástarseríu bækurnar!

Ég skal komast yfir þessar Beverly Gray bækurnar... ég skal! 

Kristín Henný Moritz, 1.9.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Kristín Anna Karlsdóttir

róleg .....ekki missa sig alveg..því þá verður þú ...eins og litla systir segir ST'ORA SKESSA.og það viljum við ekki.en við verðum að finna bindi 3 og 4 ...við verðum,ég verð VERÐ VERÐ garg.

Kristín Anna Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:55

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Er á leiðinni á fornbókasölurnar...skal senda ALLAR Beverly Gray bækur

  hraðbyri með "ÁBYRGÐARSENDINGU" austur í Þorlákshöfn, sem ég finn.

  Djíss...þetta er er orðið "meiri skaði" en ég hélt að gæti mögulega orðið.....hmmm hvernig væri að gá í bókaskákpnum inni í þínu herbergi, systir.  Sá þær þar síðast.....neðarlega fyrir miðju.....nema systir í Eyjum eða Henný hafi fært þær.......

  Bannað að hrekkja, stelpur.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 08:32

10 identicon

Henný þú lætur rauðuseríuna vera, ég sendi þyrlu  með Beverly Gray bækurnar strax í fyrramálið.Get ég samt fengið nr 3 og 4 ef þær finnast, please?

anna systir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, Henný, "Rauða serían" er viðkvæmt mál....skamm.

  Systir, þú manst að senda bindi 1 og 2 með "lögregluvernd í þyrlunni", og gott að láta "sérsveitina" fylgja þeim alveg eftir í hendurnar á systur í Þorlákshöfn.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 19:39

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  P.S.  Er alveg miður mín yfir "meðferðinni" á Heimi, þessum líka matgranna pilti...hefði vel mátt gefa honum tvær núðlulengjur úr dollunni...sniff.  Veit ekki hvert metnaðurinn í familíunni matarboðslega séð er farinn....beina leið út í hafsauga virðist vera stefnan.....pssst.. kannski að Beverly Gray 3 og 4 hafi lent þar líka.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 19:44

13 identicon

já  auðvitað, þetta eru ornar okkar dýrmætustu eignir, en var að líta yfir bókaskápinn minn átti ég bara eina Mary Poppins..?

anna systir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:46

14 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Nei, Anna átti þær allar.........hehehehe.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:37

15 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Mary Poppins! Verður það næsta Beverly Gray mál?!?

En nú fer maður að velta fyrir sér, afhverju var ykkur systrum alltaf gefin sitthvor bókin úr sömu seríu? Þetta skapar náttúrulega bara vandamál!

Ha, Amma Stína!?! 

Kristín Henný Moritz, 2.9.2008 kl. 23:12

16 identicon

muniði þegar við gáfum hvor annarri sömu bókina í jólagjöf,  bara sniðugt..

anna systir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:05

17 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Og ég að klikkaði alveg á þessu með Beverly Gray, og gaf ykkur systrum sitthvort bindið.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 20:00

18 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

ég er komin með fráhvarfs einkenni,,,hvar ertu Beverly..ó mig auma...reyndar tínast hinir skítnustu hlutir hérna á heimilinu...til dæmis..kerlinginn hefur ekki fundið JASON bróður sinn í mörg ár.....en ég vill samt frekar finna Beverly.og það strax.

Árný Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 21:29

19 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

já og svo stína sem tíndi bílnum sínum um daginn...heill bíll horfinn og hún hringdi í mig....ertu á bílnum bínum...ó nei ..á mínum.....minn er horfinn.....hvar sástu hann síðast mamma mín...þú komst heim á honum er það ekki......það er þá bara búið að stela honum.....ha ha nú man ég hann er bak við hús...bless.

Árný Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 22:28

20 Smámynd: Árný Sigurðardóttir

BEVERLY 3 og 4 fundin........ég mun varveita þær mjög vel...eins og stínan...sem alltaf veit hvar hlutirnir eru...eða þannig..undir kodda...upp á þaki..útí skúr eða niðri í kjallara..þið finnið þær aldrei....he he

Árný Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 18:21

21 identicon

 EG FINN ÞÆR , VITTU TIL, NÆST ÞEGAR ÉG KEM OG HJÁLPA MÖMMU Í STÓRHREINGERNINGUM.

anna systir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:59

22 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hehehehehe...jæja, nú er systir í Eyjum orðin kengspennt að lesa Beverly, auk þess heldur að vera "skráður eigandi" að einni bókinni....svo nú verður að fela bækurnar vel Addý mín.  Á ég kannski að taka það að mér að "geyma" þær fyrir þig......?

Sigríður Sigurðardóttir, 7.9.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband