10.7.2008 | 13:20
Þung refsing....
...fyrir það eitt að stela kvenmannssokkum.
Kananir virðast meta föt sín mikils, samanber dómarinn,
(Petterson, heldur húsfreyja) sem reyndi að hafa alla eigur
af kínverskum innflytjendum í fatahreinsun þar vestra.
Og það eftir að "ein" herleg jakkaföt dómarans höfðu týnst í nokkra
daga hjá þeim kínversku.
Og nú er þessi vesalings maður að fá 7 ára fangelsi fyrir þjófnað
á "kvensokkum", sem er mun þyngri dómur en barnaníðingar fá
hér uppi á litla Fróni.
Og hann hefur samanlagt hlotið "16" ár í fangelsi, fyrir HROÐALEGAN
glæp þennan.
Væri ekki dómstólum Kananna nær að senda mann þennan í langa
læknismeðferð við áráttu sinni, og hjálpa honum þannig.
Ef að það er rétt sem segir í fréttinni, að hann valdi litlu sem
engu tjóni, og sokkar séu það eina sem hann stelur, er það mun
viturlegra að mati húsfreyju, en fangelsun.
Og ódýrara fyrir samfélagið.
Dæmdur síbrotamaður fyrir sokkaþjófnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.