19.6.2008 | 15:25
Hikk!
Ætlaði að fara að grilla nú með kvöldinu, húsfreyja.
Er þá bévítans grillsósan búin rétt einu sinni....hikk...afsakið!
Nei, smá grín!
Er samt alveg myljandi skemmtileg frétt frá hinu mikla veldi Breta.
Húsfreyju dettur þá í hug hið ágæta "rauðvínsmarineraða" lambalæri
sem fæst í matvöruverslunum flestum.
Þetta er máske orðið gegnsósa læri upp á 2-5%, og húsfreyja í
vondum málum ef hún reynir að versla herlegheitin ÁN nafnskírteinis.
Eða hvað?
En hið huggulega starsfólk Bónus og Hagkaups hefur aldrei krafið
húsfreyju um nafnskírteini, þá hún verlsar sér lambalæri í matinn.
Því síður pælt í því hvort grillsósa hennar sé menguð af vínanda,
þá hún greiðir varninginn.
Aðeins verið beðin um að þekkja "nöfnin" á eplunum í Bónus, við
kassana. "What is the name of this apple"?, er spurning sem
húsfreyja klikkar oft illilega á.
Og vill húsfreyja biðja Jóhannes í Bónus, að auglýsa betur
"eplaskírnir" sínar, svo húsfreyja geti kynnt sér hvað nöfn
þau hafa fengið.
Dugir ekki að segja bara "Jóhannes" eða "Jói", en húsfreyju
fannst rökrétt, að Jóhannes í Bónus skírði eplin sín í höfuðið á sér
sjálfum!
Svo gott væri að fá nánari upplysingar um málið, svo húsfreyja
hafi "Jón, Gunnur og Nonna" á tæru, þá næst hún verslar epli.
Of ung til að kaupa grillsósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.